Fjórir íslenskir sigrar á Evrópumótinu í MMA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2016 17:32 Magnús er kominn áfram. mynd/facebook-síða mjölnis Íslensku keppendurnir gerðu góða hluti á öðrum degi Evrópumótsins í MMA í Prag. Íslendingarnir unnu fjóra bardaga og töpuðu aðeins einum. Magnús Ingi Ingvarsson, Björn Þorleifur Þorleifsson, Hrólfur Ólafsson og Egill Øydvin Hjördísarson unnu allir sinn bardaga en Bjartur Guðlaugsson tapaði sínum. Bjartur reið á vaðið af íslensku keppendunum en hann þurfti að sætta sig við tap fyrir Daniel Schalander, hátt skrifuðum Svía, á dómaraúrskurði. Magnús kláraði heimamanninn Tomas Fiala með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Hann mætir Rússanum Ziiad Sadaily í átta manna úrslitum í veltivigtinni á morgun. Það tók Björn aðeins 53 sekúndur að sigra Tékkann Premysl Kucerka með kraftmiklum spörkum. Björn mætir Svíanum Rostem Akman á morgun í átta manna úrslitum í millivigtinni. Hrólfur bar sigurorð af Tommi Leinonen frá Finnlandi eftir klofna dómaraákvörðun. Hrólfur mætir Austurríkismanninum Florian Aberger á morgun í millivigtinni. Egill sigraði Bretann Navid Rostaie á dómaraúrskurði. Sú sérstaka staða er komin upp að herbergisfélagarnir Egill og Bjarni Kristjánsson eiga að mætast í átta manna úrslitum í léttþungavigtinni á morgun. „Það kemur í ljós á eftir hvað við ætlum að gera en munum funda um það. Þeir munu þó ekki berjast en við ætlum að sjá til hvernig við gerum þetta,“ sagði Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, í samtali við mmafrettir.is um stöðuna sem upp er komin.Hrólfur fagnar sigri í sínum bardaga.mynd/facebook-síða mjölnis MMA Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Sjá meira
Íslensku keppendurnir gerðu góða hluti á öðrum degi Evrópumótsins í MMA í Prag. Íslendingarnir unnu fjóra bardaga og töpuðu aðeins einum. Magnús Ingi Ingvarsson, Björn Þorleifur Þorleifsson, Hrólfur Ólafsson og Egill Øydvin Hjördísarson unnu allir sinn bardaga en Bjartur Guðlaugsson tapaði sínum. Bjartur reið á vaðið af íslensku keppendunum en hann þurfti að sætta sig við tap fyrir Daniel Schalander, hátt skrifuðum Svía, á dómaraúrskurði. Magnús kláraði heimamanninn Tomas Fiala með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Hann mætir Rússanum Ziiad Sadaily í átta manna úrslitum í veltivigtinni á morgun. Það tók Björn aðeins 53 sekúndur að sigra Tékkann Premysl Kucerka með kraftmiklum spörkum. Björn mætir Svíanum Rostem Akman á morgun í átta manna úrslitum í millivigtinni. Hrólfur bar sigurorð af Tommi Leinonen frá Finnlandi eftir klofna dómaraákvörðun. Hrólfur mætir Austurríkismanninum Florian Aberger á morgun í millivigtinni. Egill sigraði Bretann Navid Rostaie á dómaraúrskurði. Sú sérstaka staða er komin upp að herbergisfélagarnir Egill og Bjarni Kristjánsson eiga að mætast í átta manna úrslitum í léttþungavigtinni á morgun. „Það kemur í ljós á eftir hvað við ætlum að gera en munum funda um það. Þeir munu þó ekki berjast en við ætlum að sjá til hvernig við gerum þetta,“ sagði Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, í samtali við mmafrettir.is um stöðuna sem upp er komin.Hrólfur fagnar sigri í sínum bardaga.mynd/facebook-síða mjölnis
MMA Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Sjá meira