Sigurður Ingi: Framsóknarflokkurinn tilbúinn til að axla ábyrgð Sveinn Arnarsson skrifar 23. nóvember 2016 23:45 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn nú sem fyrr tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður. Hann mun eiga samtal við formenn annarra flokka en vill ekki gefa upp hverjir það muni vera. Eftir að stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm runnu út í sandinn er ný staða komin upp í íslenskri pólitík. Tvær eiginlegar tilraunir hafa verið gerðar til stjórnarmyndunar. Annars vegar milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forystu Bjarna Benediktssonar og hinsvegar milli VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Báðar þessar tilraunir hafa strandað á málefnum flokkanna. Eini flokkurinn sem náði kjöri á þing og hefur ekki tekið þátt í viðræðum um myndun ríkisstjórnar er Framsóknarflokkurinn. Sigurður Ingi segir flokkinn stjórntækan og ábyrgt stjórnmálaafl sem axli þá ábyrgð sem stjórnmálaflokkur þarf að axla á óvissutímum í stjórn landsins.Sjá einnig: Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkannaSigurður Ingi og Lilja Alfreðsdóttir ræddu við Katrínu skömmu eftir að hún fékk stjórnarmyndunarumboðið.Vísir/Ernir„Ég mun eiga samtal við formenn annarra flokka. Ég mun ekki gefa það upp nú hverjir það eru á þessu stigi málsins. Katrín Jakobsdóttir er enn með umboð til stjórnarmyndunar og framhaldið ræðst svolítið af því hvað hún gerir. Þetta gæti allt eins endað aftur hjá forsetanum,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Þegar Sigurður Ingi er spurður að því hver eigi að taka við keflinu næst til þess að reyna að mynda stjórn sagðist hann ekki geta sagt það á þessum tímapunkti. Hinsvegar væri ljóst að margt gæti gerst á næsta sólarhring. „Katrín Jakobsdóttir er með stjórnarmyndunarumboðið og ég las það sem svo að hún hyggðist ekki skila því fyrr en í fyrsta lagi eftir fund með forseta. Það getur ýmislegt gerst á þeim tíma,“ segir Sigurður Ingi. Að mati Sigurðar Inga er mikilvægt að sú ríkisstjórn sem verður mynduð samanstandi af bæði vinstri og hægri flokki með tengingu yfir miðjuna. Hvort hann sé að óska eftir viðræðum við Sjálfstæðisflokk og VG er óvíst en staðan er snúin eins og hún lítur út núna. „Niðurstaða kosninganna í október kallaði á ríkisstjórn með breiðari skírskotun. Ég hefði talið að það þurfi slíka stjórn, frá hægri til vinstri og yfir miðjuna. Ekki síst í því ástandi sem nú er uppi á vinnumarkaði,“ segir Sigurður og bendir á að grunnskólakennarar standi nú í harðri kjaradeilu.Sjá einnig: „Farið að glitta í stjórnarkreppu“Framsóknarflokkurinn tapaði miklu fylgi í kosningunum í lok október frá síðustu kosningum árið 2013 þegar hún vann stórsigur. Formannsskipti urðu í flokknum stuttu fyrir kosningar sem var flokknum erfitt enda hafði síðasta sumar mikið farið í innanflokksátök. Sigurður segir hinsvegar flokkinn þurfa að axla ábyrgð og vera traustur á þessum óvissutímum. „Við erum ábyrgt stjórnmálaafl og auðvitað munum við gera það sem við getum svo að hér geti myndast starhæf ríkisstjórn. Það er skylda á herðum okkar stjórnmálamanna að búa hér til starfhæfan meirihluta og því lengri tíma sem það tekur og mistekst oftar eykst ábyrgð okkar og byrðarnar þyngjast." Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Staðan mjög snúin segir Benedikt en Birgitta segir að svo virðist sem flokkanir geti ekki unnið saman alla leið og þá þurfi mögulega að gera eitthvað öðruvísi. 23. nóvember 2016 18:47 Píratar um viðræðuslitin: „Mikil vonbrigði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri“ Segja að engin stefnumál Pírata hafi staðið í vegi fyrir stjórnarmyndun. 23. nóvember 2016 18:00 Eiríkur Bergmann: „Farið að glitta í stjórnarkreppu“ Segir stöðuna mjög snúna og flókna. 23. nóvember 2016 19:04 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn nú sem fyrr tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður. Hann mun eiga samtal við formenn annarra flokka en vill ekki gefa upp hverjir það muni vera. Eftir að stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm runnu út í sandinn er ný staða komin upp í íslenskri pólitík. Tvær eiginlegar tilraunir hafa verið gerðar til stjórnarmyndunar. Annars vegar milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forystu Bjarna Benediktssonar og hinsvegar milli VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Báðar þessar tilraunir hafa strandað á málefnum flokkanna. Eini flokkurinn sem náði kjöri á þing og hefur ekki tekið þátt í viðræðum um myndun ríkisstjórnar er Framsóknarflokkurinn. Sigurður Ingi segir flokkinn stjórntækan og ábyrgt stjórnmálaafl sem axli þá ábyrgð sem stjórnmálaflokkur þarf að axla á óvissutímum í stjórn landsins.Sjá einnig: Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkannaSigurður Ingi og Lilja Alfreðsdóttir ræddu við Katrínu skömmu eftir að hún fékk stjórnarmyndunarumboðið.Vísir/Ernir„Ég mun eiga samtal við formenn annarra flokka. Ég mun ekki gefa það upp nú hverjir það eru á þessu stigi málsins. Katrín Jakobsdóttir er enn með umboð til stjórnarmyndunar og framhaldið ræðst svolítið af því hvað hún gerir. Þetta gæti allt eins endað aftur hjá forsetanum,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Þegar Sigurður Ingi er spurður að því hver eigi að taka við keflinu næst til þess að reyna að mynda stjórn sagðist hann ekki geta sagt það á þessum tímapunkti. Hinsvegar væri ljóst að margt gæti gerst á næsta sólarhring. „Katrín Jakobsdóttir er með stjórnarmyndunarumboðið og ég las það sem svo að hún hyggðist ekki skila því fyrr en í fyrsta lagi eftir fund með forseta. Það getur ýmislegt gerst á þeim tíma,“ segir Sigurður Ingi. Að mati Sigurðar Inga er mikilvægt að sú ríkisstjórn sem verður mynduð samanstandi af bæði vinstri og hægri flokki með tengingu yfir miðjuna. Hvort hann sé að óska eftir viðræðum við Sjálfstæðisflokk og VG er óvíst en staðan er snúin eins og hún lítur út núna. „Niðurstaða kosninganna í október kallaði á ríkisstjórn með breiðari skírskotun. Ég hefði talið að það þurfi slíka stjórn, frá hægri til vinstri og yfir miðjuna. Ekki síst í því ástandi sem nú er uppi á vinnumarkaði,“ segir Sigurður og bendir á að grunnskólakennarar standi nú í harðri kjaradeilu.Sjá einnig: „Farið að glitta í stjórnarkreppu“Framsóknarflokkurinn tapaði miklu fylgi í kosningunum í lok október frá síðustu kosningum árið 2013 þegar hún vann stórsigur. Formannsskipti urðu í flokknum stuttu fyrir kosningar sem var flokknum erfitt enda hafði síðasta sumar mikið farið í innanflokksátök. Sigurður segir hinsvegar flokkinn þurfa að axla ábyrgð og vera traustur á þessum óvissutímum. „Við erum ábyrgt stjórnmálaafl og auðvitað munum við gera það sem við getum svo að hér geti myndast starhæf ríkisstjórn. Það er skylda á herðum okkar stjórnmálamanna að búa hér til starfhæfan meirihluta og því lengri tíma sem það tekur og mistekst oftar eykst ábyrgð okkar og byrðarnar þyngjast."
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Staðan mjög snúin segir Benedikt en Birgitta segir að svo virðist sem flokkanir geti ekki unnið saman alla leið og þá þurfi mögulega að gera eitthvað öðruvísi. 23. nóvember 2016 18:47 Píratar um viðræðuslitin: „Mikil vonbrigði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri“ Segja að engin stefnumál Pírata hafi staðið í vegi fyrir stjórnarmyndun. 23. nóvember 2016 18:00 Eiríkur Bergmann: „Farið að glitta í stjórnarkreppu“ Segir stöðuna mjög snúna og flókna. 23. nóvember 2016 19:04 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41
Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04
Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Staðan mjög snúin segir Benedikt en Birgitta segir að svo virðist sem flokkanir geti ekki unnið saman alla leið og þá þurfi mögulega að gera eitthvað öðruvísi. 23. nóvember 2016 18:47
Píratar um viðræðuslitin: „Mikil vonbrigði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri“ Segja að engin stefnumál Pírata hafi staðið í vegi fyrir stjórnarmyndun. 23. nóvember 2016 18:00
Eiríkur Bergmann: „Farið að glitta í stjórnarkreppu“ Segir stöðuna mjög snúna og flókna. 23. nóvember 2016 19:04