Magni Böðvar fyrir dóm í desember Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Magni Böðvar Þorvaldsson hefur verið ákærður fyrir morð. Mynd/JSO Magni Böðvar Þorvaldsson, sem á íslenskan föður og bandaríska móður, mun mæta fyrir dóm í Jacksonville-borg í Flórída þann tólfta desember næstkomandi. Magni Böðvar er ákærður fyrir morð . Frá þessu greinir starfsmaður fangelsisins John E. Goode Pre-Trial Detention Facility í samtali við Fréttablaðið. „Hann hefur verið ákærður fyrir morð og verið í fangelsinu síðan nítjánda nóvember. Þá mætti hann fyrst fyrir dóm. Hann fer næst fyrir dóm tólfta desember,“ segir starfsmaðurinn. Fréttasíðan News4Jax í Jacksonville greinir frá því að Magni, sem heitir Johnny Wayne Johnson í Bandaríkjunum sökum tvöfalds ríkisfangs, hafi verið ákærður fyrir morðið á hinni 43 ára gömlu Sherry Prather. Líkamsleifar hennar fundust í skóglendi nærri Braddock Road í Jacksonville árið 2012.Sherry Prather var myrt árið 2012.Mynd/JSOVoru þær svo illa farnar að nokkurn tíma tók að skera úr um hvort þær væru mennskar. Síðar meir kom í ljós að hún hafði látist eftir að hafa fengið byssukúlu í bringuna. Magni hefur í fjögur ár legið undir grun. Á öryggismyndavél öldurhúss frá kvöldinu sem Prather hvarf má sjá þau tvö keyra í burtu á bifhjóli hans. Stuttu seinna gaf vitni sig fram við lögreglu og sagði Magna hafa játað morðið við sig. Útvarpsstöðin WOKV greindi þá frá því að annað vitni hafi gefið sig fram með sams konar sögu fyrr í mánuðinum og því hafi lögregla handtekið Magna. Í yfirheyrslu lögreglu hafi Magni haldið sig við upphaflega sögu sína, en hann var einnig yfirheyrður árið 2012, en hafi smám saman breytt smáatriðum hennar. Samkvæmt því sem má lesa úr gögnum frá dómstól Duval-sýslu í Flórída nýtur Magni þjónustu opinbers lögmanns þar sem hann hefur ekki efni á því að ráða sér lögmann. Í þeim gögnum má einnig sjá að Magni var árið 1996 dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir innbrot og þjófnað. Hann hefur einnig verið sakfelldur fyrir þrjú brot á umferðarlögum. Fyrir að keyra án réttinda og fyrir að keyra bíl í ólagi árið 2009 og fyrir að keyra á ofsahraða árið 2013. Sara Hatt, unnusta Magna, segir í viðtali við Stundina að Magni sé saklaus. Ákæran sé hefndaraðgerð af hálfu fyrrum eiginkonu Magna, sem Jacksonville.com greinir frá að hafi sakað hann um heimilisofbeldi. Eiginkonan fyrrverandi og besti vinur hennar segir Hatt að hafi þegið þrjú þúsund bandaríkjadali fyrir að segja til Magna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Flórídafanginn Tengdar fréttir Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Magni Böðvar Þorvaldsson, sem á íslenskan föður og bandaríska móður, mun mæta fyrir dóm í Jacksonville-borg í Flórída þann tólfta desember næstkomandi. Magni Böðvar er ákærður fyrir morð . Frá þessu greinir starfsmaður fangelsisins John E. Goode Pre-Trial Detention Facility í samtali við Fréttablaðið. „Hann hefur verið ákærður fyrir morð og verið í fangelsinu síðan nítjánda nóvember. Þá mætti hann fyrst fyrir dóm. Hann fer næst fyrir dóm tólfta desember,“ segir starfsmaðurinn. Fréttasíðan News4Jax í Jacksonville greinir frá því að Magni, sem heitir Johnny Wayne Johnson í Bandaríkjunum sökum tvöfalds ríkisfangs, hafi verið ákærður fyrir morðið á hinni 43 ára gömlu Sherry Prather. Líkamsleifar hennar fundust í skóglendi nærri Braddock Road í Jacksonville árið 2012.Sherry Prather var myrt árið 2012.Mynd/JSOVoru þær svo illa farnar að nokkurn tíma tók að skera úr um hvort þær væru mennskar. Síðar meir kom í ljós að hún hafði látist eftir að hafa fengið byssukúlu í bringuna. Magni hefur í fjögur ár legið undir grun. Á öryggismyndavél öldurhúss frá kvöldinu sem Prather hvarf má sjá þau tvö keyra í burtu á bifhjóli hans. Stuttu seinna gaf vitni sig fram við lögreglu og sagði Magna hafa játað morðið við sig. Útvarpsstöðin WOKV greindi þá frá því að annað vitni hafi gefið sig fram með sams konar sögu fyrr í mánuðinum og því hafi lögregla handtekið Magna. Í yfirheyrslu lögreglu hafi Magni haldið sig við upphaflega sögu sína, en hann var einnig yfirheyrður árið 2012, en hafi smám saman breytt smáatriðum hennar. Samkvæmt því sem má lesa úr gögnum frá dómstól Duval-sýslu í Flórída nýtur Magni þjónustu opinbers lögmanns þar sem hann hefur ekki efni á því að ráða sér lögmann. Í þeim gögnum má einnig sjá að Magni var árið 1996 dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir innbrot og þjófnað. Hann hefur einnig verið sakfelldur fyrir þrjú brot á umferðarlögum. Fyrir að keyra án réttinda og fyrir að keyra bíl í ólagi árið 2009 og fyrir að keyra á ofsahraða árið 2013. Sara Hatt, unnusta Magna, segir í viðtali við Stundina að Magni sé saklaus. Ákæran sé hefndaraðgerð af hálfu fyrrum eiginkonu Magna, sem Jacksonville.com greinir frá að hafi sakað hann um heimilisofbeldi. Eiginkonan fyrrverandi og besti vinur hennar segir Hatt að hafi þegið þrjú þúsund bandaríkjadali fyrir að segja til Magna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Flórídafanginn Tengdar fréttir Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels