Magni Böðvar fyrir dóm í desember Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Magni Böðvar Þorvaldsson hefur verið ákærður fyrir morð. Mynd/JSO Magni Böðvar Þorvaldsson, sem á íslenskan föður og bandaríska móður, mun mæta fyrir dóm í Jacksonville-borg í Flórída þann tólfta desember næstkomandi. Magni Böðvar er ákærður fyrir morð . Frá þessu greinir starfsmaður fangelsisins John E. Goode Pre-Trial Detention Facility í samtali við Fréttablaðið. „Hann hefur verið ákærður fyrir morð og verið í fangelsinu síðan nítjánda nóvember. Þá mætti hann fyrst fyrir dóm. Hann fer næst fyrir dóm tólfta desember,“ segir starfsmaðurinn. Fréttasíðan News4Jax í Jacksonville greinir frá því að Magni, sem heitir Johnny Wayne Johnson í Bandaríkjunum sökum tvöfalds ríkisfangs, hafi verið ákærður fyrir morðið á hinni 43 ára gömlu Sherry Prather. Líkamsleifar hennar fundust í skóglendi nærri Braddock Road í Jacksonville árið 2012.Sherry Prather var myrt árið 2012.Mynd/JSOVoru þær svo illa farnar að nokkurn tíma tók að skera úr um hvort þær væru mennskar. Síðar meir kom í ljós að hún hafði látist eftir að hafa fengið byssukúlu í bringuna. Magni hefur í fjögur ár legið undir grun. Á öryggismyndavél öldurhúss frá kvöldinu sem Prather hvarf má sjá þau tvö keyra í burtu á bifhjóli hans. Stuttu seinna gaf vitni sig fram við lögreglu og sagði Magna hafa játað morðið við sig. Útvarpsstöðin WOKV greindi þá frá því að annað vitni hafi gefið sig fram með sams konar sögu fyrr í mánuðinum og því hafi lögregla handtekið Magna. Í yfirheyrslu lögreglu hafi Magni haldið sig við upphaflega sögu sína, en hann var einnig yfirheyrður árið 2012, en hafi smám saman breytt smáatriðum hennar. Samkvæmt því sem má lesa úr gögnum frá dómstól Duval-sýslu í Flórída nýtur Magni þjónustu opinbers lögmanns þar sem hann hefur ekki efni á því að ráða sér lögmann. Í þeim gögnum má einnig sjá að Magni var árið 1996 dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir innbrot og þjófnað. Hann hefur einnig verið sakfelldur fyrir þrjú brot á umferðarlögum. Fyrir að keyra án réttinda og fyrir að keyra bíl í ólagi árið 2009 og fyrir að keyra á ofsahraða árið 2013. Sara Hatt, unnusta Magna, segir í viðtali við Stundina að Magni sé saklaus. Ákæran sé hefndaraðgerð af hálfu fyrrum eiginkonu Magna, sem Jacksonville.com greinir frá að hafi sakað hann um heimilisofbeldi. Eiginkonan fyrrverandi og besti vinur hennar segir Hatt að hafi þegið þrjú þúsund bandaríkjadali fyrir að segja til Magna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Flórídafanginn Tengdar fréttir Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Magni Böðvar Þorvaldsson, sem á íslenskan föður og bandaríska móður, mun mæta fyrir dóm í Jacksonville-borg í Flórída þann tólfta desember næstkomandi. Magni Böðvar er ákærður fyrir morð . Frá þessu greinir starfsmaður fangelsisins John E. Goode Pre-Trial Detention Facility í samtali við Fréttablaðið. „Hann hefur verið ákærður fyrir morð og verið í fangelsinu síðan nítjánda nóvember. Þá mætti hann fyrst fyrir dóm. Hann fer næst fyrir dóm tólfta desember,“ segir starfsmaðurinn. Fréttasíðan News4Jax í Jacksonville greinir frá því að Magni, sem heitir Johnny Wayne Johnson í Bandaríkjunum sökum tvöfalds ríkisfangs, hafi verið ákærður fyrir morðið á hinni 43 ára gömlu Sherry Prather. Líkamsleifar hennar fundust í skóglendi nærri Braddock Road í Jacksonville árið 2012.Sherry Prather var myrt árið 2012.Mynd/JSOVoru þær svo illa farnar að nokkurn tíma tók að skera úr um hvort þær væru mennskar. Síðar meir kom í ljós að hún hafði látist eftir að hafa fengið byssukúlu í bringuna. Magni hefur í fjögur ár legið undir grun. Á öryggismyndavél öldurhúss frá kvöldinu sem Prather hvarf má sjá þau tvö keyra í burtu á bifhjóli hans. Stuttu seinna gaf vitni sig fram við lögreglu og sagði Magna hafa játað morðið við sig. Útvarpsstöðin WOKV greindi þá frá því að annað vitni hafi gefið sig fram með sams konar sögu fyrr í mánuðinum og því hafi lögregla handtekið Magna. Í yfirheyrslu lögreglu hafi Magni haldið sig við upphaflega sögu sína, en hann var einnig yfirheyrður árið 2012, en hafi smám saman breytt smáatriðum hennar. Samkvæmt því sem má lesa úr gögnum frá dómstól Duval-sýslu í Flórída nýtur Magni þjónustu opinbers lögmanns þar sem hann hefur ekki efni á því að ráða sér lögmann. Í þeim gögnum má einnig sjá að Magni var árið 1996 dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir innbrot og þjófnað. Hann hefur einnig verið sakfelldur fyrir þrjú brot á umferðarlögum. Fyrir að keyra án réttinda og fyrir að keyra bíl í ólagi árið 2009 og fyrir að keyra á ofsahraða árið 2013. Sara Hatt, unnusta Magna, segir í viðtali við Stundina að Magni sé saklaus. Ákæran sé hefndaraðgerð af hálfu fyrrum eiginkonu Magna, sem Jacksonville.com greinir frá að hafi sakað hann um heimilisofbeldi. Eiginkonan fyrrverandi og besti vinur hennar segir Hatt að hafi þegið þrjú þúsund bandaríkjadali fyrir að segja til Magna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Flórídafanginn Tengdar fréttir Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45