Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2016 11:32 Mótmælendur á Austurvelli köstuðu eggjum á Alþingishúsið eftir birtingu Panamaskjalanna í apríl. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, segir ljóst að dagar Brúneggja séu taldir eftir umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um starfsemi Brúneggja. Hún gagnrýnir harðlega eftirlitsstofnanir landsins. „Enda leikurinn til þess gerður að knésetja íslenskan landbúnað - það er agenda RÚV og „góða fólksins,“ segir Vigdís í Facebook-færslu í gærkvöldi. Færslan hefur vakið mikla athygli en þar vísar Vigdís, fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, í fjárlögin fyrir árið 2016 þar sem Matvælastofnun eru eyrnamerktir 1,6 milljarður króna. „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ spyr Vigdís og skýtur föstum skotum á Matvælastofnun. Það hafa fleiri gert og sérstaklega gagnrýnt að neytendur hafi ekki verið upplýstir um að eggjaframleiðandi seldi „vistvæn“ egg í lengri tíma án þess að uppfylla nokkur skilyrði þess efnis. Hvar eru karlarnir? Vigdís notar tækifærið og bendir á þær 450 milljónir milljóna króna sem Samkeppniseftirlitið fær á fjárlögum en nýlega var sekt eftirlitsins á MS lækkuð um 440 milljónir króna, í 40 milljónir króna. Vigdís segir sektina einkennilega og telur að hún verði að lokum felld niður hjá dómstólum. Simon Mar Sturluson, hjá Íslenskri bláskel í Stykkishólmi, blandar sér í umræðuna og tjáir Vigdísi að framleiðendur greiði Matvælastofnun 22.500 krónur á tímann fyrir úttekt sérfræðinga. „Hvaða rugl er þetta,“ svarar Vigdís að bragði og er greinilega ósátt við eftirlitsstofnanir landsins. Þingmaðurinn fyrrverandi rifjar upp heimsókn sína á Jafnréttisstofu þar sem þeirri spurningu var varpað fram: „Hvar er karlarnir?“ Þá hafi verið fátt um svör en þau hafi að lokum verið á þá leið að það væru ekki nógu hæfir karlar sem sæktu um. „Þá svaraði ég - já karlarnir í bönkunum segja þetta um konurnar sem sækja um.“ Að neðan má sjá færslu Vigdísar en töluverð umræða hefur orðið í þræðinum sem henni fylgir. Brúneggjamálið Ríkisútvarpið Alþingi Landbúnaður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, segir ljóst að dagar Brúneggja séu taldir eftir umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um starfsemi Brúneggja. Hún gagnrýnir harðlega eftirlitsstofnanir landsins. „Enda leikurinn til þess gerður að knésetja íslenskan landbúnað - það er agenda RÚV og „góða fólksins,“ segir Vigdís í Facebook-færslu í gærkvöldi. Færslan hefur vakið mikla athygli en þar vísar Vigdís, fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, í fjárlögin fyrir árið 2016 þar sem Matvælastofnun eru eyrnamerktir 1,6 milljarður króna. „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ spyr Vigdís og skýtur föstum skotum á Matvælastofnun. Það hafa fleiri gert og sérstaklega gagnrýnt að neytendur hafi ekki verið upplýstir um að eggjaframleiðandi seldi „vistvæn“ egg í lengri tíma án þess að uppfylla nokkur skilyrði þess efnis. Hvar eru karlarnir? Vigdís notar tækifærið og bendir á þær 450 milljónir milljóna króna sem Samkeppniseftirlitið fær á fjárlögum en nýlega var sekt eftirlitsins á MS lækkuð um 440 milljónir króna, í 40 milljónir króna. Vigdís segir sektina einkennilega og telur að hún verði að lokum felld niður hjá dómstólum. Simon Mar Sturluson, hjá Íslenskri bláskel í Stykkishólmi, blandar sér í umræðuna og tjáir Vigdísi að framleiðendur greiði Matvælastofnun 22.500 krónur á tímann fyrir úttekt sérfræðinga. „Hvaða rugl er þetta,“ svarar Vigdís að bragði og er greinilega ósátt við eftirlitsstofnanir landsins. Þingmaðurinn fyrrverandi rifjar upp heimsókn sína á Jafnréttisstofu þar sem þeirri spurningu var varpað fram: „Hvar er karlarnir?“ Þá hafi verið fátt um svör en þau hafi að lokum verið á þá leið að það væru ekki nógu hæfir karlar sem sæktu um. „Þá svaraði ég - já karlarnir í bönkunum segja þetta um konurnar sem sækja um.“ Að neðan má sjá færslu Vigdísar en töluverð umræða hefur orðið í þræðinum sem henni fylgir.
Brúneggjamálið Ríkisútvarpið Alþingi Landbúnaður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira