Grétar Ari: Var með smá samviskubit Smári Jökull Jónsson skrifar 10. nóvember 2016 20:33 Grétar Ari í landsleiknum gegn Tékkum. vísir/ernir Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deildinni í handknattleik gegn ÍBV í kvöld. Grétar Ari var á láni hjá Selfyssingum í upphafi tímabils. Hann fór beint í byrjunarliðið og átti fínan leik í stórsigri Hauka í kvöld. „Mér fannst við bara nokkuð góðir og sannfærandi. Það eru nokkur atriði sem þarf að laga, nokkur dauðafæri sem við klikkum á í byrjun og vörnin og ég gerum nokkur mistök. Það má fínpússa þetta hjá okkur, en þetta var gott,“ sagði Grétar Ari í viðtali við Vísi að leik loknum. Grétar Ari sneri frekar óvænt aftur í lið Hauka eftir að hafa byrjað tímabilið á láni hjá Selfyssingum. Hann viðurkenndi að þetta hefði verið fremur erfið ákvörðun. „Ég viðurkenni það að ég var með pínu samviskubit. En það er þannig í þessum bransa að þú þarft að vera svolítið sjálfselskur. Í raun þá held ég að Selfyssingum gæti gengið betur með það markvarðapar sem þeir eru með núna." Einhvern veginn fannst mér ég aldrei finna mig nógu vel. Þetta var ekki alveg að ganga upp. Ég hefði viljað reyna áfram og reyna lengur. Kannski var ég óþolinmóður,“ sagði Grétar og bætti við að það hefði skipt máli að Haukar væri hans heimalið. „Mér líður mjög vel hér. Ef ég á að einfalda þetta þá eru þetta tveir klúbbar sem ég get blómstrað með, annar er heima en hinn er í burtu.“ Það hefur verið nóg um að vera hjá Grétari að undanförnu. Ekki nóg með að hann hafi skipt aftur yfir í Haukana heldur var hann valinn í landsliðshópinn og fékk óvænt að spila í heimaleiknum gegn Tékkum. „Ég bjóst í raun ekki við því að spila neitt. Ég hélt ég væri að fara að æfa með þeim og að Aron yrði markvörður númer tvö. Ég hélt ég hefði verið valinn sem æfingamarkvörður til að kynna mér þetta fyrir mögulega eitthvað framtíðarhlutverk.“ „Síðan meiðist Aron og Geir velur mig fram yfir Sveinbjörn sem kom mér líka á óvart. Ég er auðvitað ánægður og þakklátur fyrir tækifærið. Ég lærði fullt og það sem hjálpar mér mest við að komast inn í þennan alþjóðlega bolta er að sjá hvað ég þarf að laga og æfa mig í til að geta spilað erlendist,“ sagði Grétar Ari að lokum. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deildinni í handknattleik gegn ÍBV í kvöld. Grétar Ari var á láni hjá Selfyssingum í upphafi tímabils. Hann fór beint í byrjunarliðið og átti fínan leik í stórsigri Hauka í kvöld. „Mér fannst við bara nokkuð góðir og sannfærandi. Það eru nokkur atriði sem þarf að laga, nokkur dauðafæri sem við klikkum á í byrjun og vörnin og ég gerum nokkur mistök. Það má fínpússa þetta hjá okkur, en þetta var gott,“ sagði Grétar Ari í viðtali við Vísi að leik loknum. Grétar Ari sneri frekar óvænt aftur í lið Hauka eftir að hafa byrjað tímabilið á láni hjá Selfyssingum. Hann viðurkenndi að þetta hefði verið fremur erfið ákvörðun. „Ég viðurkenni það að ég var með pínu samviskubit. En það er þannig í þessum bransa að þú þarft að vera svolítið sjálfselskur. Í raun þá held ég að Selfyssingum gæti gengið betur með það markvarðapar sem þeir eru með núna." Einhvern veginn fannst mér ég aldrei finna mig nógu vel. Þetta var ekki alveg að ganga upp. Ég hefði viljað reyna áfram og reyna lengur. Kannski var ég óþolinmóður,“ sagði Grétar og bætti við að það hefði skipt máli að Haukar væri hans heimalið. „Mér líður mjög vel hér. Ef ég á að einfalda þetta þá eru þetta tveir klúbbar sem ég get blómstrað með, annar er heima en hinn er í burtu.“ Það hefur verið nóg um að vera hjá Grétari að undanförnu. Ekki nóg með að hann hafi skipt aftur yfir í Haukana heldur var hann valinn í landsliðshópinn og fékk óvænt að spila í heimaleiknum gegn Tékkum. „Ég bjóst í raun ekki við því að spila neitt. Ég hélt ég væri að fara að æfa með þeim og að Aron yrði markvörður númer tvö. Ég hélt ég hefði verið valinn sem æfingamarkvörður til að kynna mér þetta fyrir mögulega eitthvað framtíðarhlutverk.“ „Síðan meiðist Aron og Geir velur mig fram yfir Sveinbjörn sem kom mér líka á óvart. Ég er auðvitað ánægður og þakklátur fyrir tækifærið. Ég lærði fullt og það sem hjálpar mér mest við að komast inn í þennan alþjóðlega bolta er að sjá hvað ég þarf að laga og æfa mig í til að geta spilað erlendist,“ sagði Grétar Ari að lokum.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti