Hafa aflýst norðurljósaferðum fyrir hundruð á hverjum degi Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Þegar veðurskilyrði eru góð fara hundruð ferðamanna í norðurljósaferðir á hverjum degi. vísir/ernir Aflýsa hefur þurft norðurljósaferðum fyrir nokkur hundruð manns á dag vegna óhagstæðs veðurs undanfarna daga, að því er Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions – Gray Line, greinir frá. Fyrirtækið selur sjálft norðurljósaferðir og þjónar auk þess mörgum innlendum ferðaskrifstofum. Þórir segir viðskiptavinina hafa góðan skilning á því að veðrið á Íslandi geti breyst. „Við leggjum áherslu á að við séum að selja leitina að norðurljósum. Ekkert sé öruggt í þessum efnum, bæði vegna veðrabreytinga og vegna þess að virkni norðurljósanna er mjög mismunandi.“ Að sögn Þóris búa viðskiptavinir yfir meiri þekkingu á þessu en áður. „Aukinni þekkingu fylgir þolinmæði,“ tekur hann fram og bætir við að leiðsögumennirnir búi núna yfir gríðarlegri þekkingu á því sem er að gerast í himinhvolfunum og miðli henni til viðskiptavina.Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions - Gray Line.Fjöldi viðskiptavina sem Gray Line ekur í norðurljósaferðir er að jafnaði 200 til 300 á dag. „Þegar við fórum að selja leitina að norðurljósum fyrir 15 árum voru viðskiptavinirnir 20 til 30 á dag. Þá bárust fleiri athugasemdir vegna óánægju en nú. Menn höfðu minni þekkingu á því sem þeir voru að kaupa þá,“ segir Þórir. Ef norðurljósaferð er aflýst fá viðskiptavinir endurgreitt. Sjáist ekki norðurljós í skoðunarferð geta viðskiptavinir farið í skoðunaferð án endurgjalds innan tveggja ára. „Við höfum farið með 1.600 manns á einu kvöldi þegar ekki hefur verið hægt að fara í nokkra daga eða þegar ekki hafa sést ljós,“ greinir Þórir frá. Björn Reynisson, sölustjóri hjá Saga Travel, sem selur norðurljósaferðir bæði fyrir sunnan og norðan, segir skilyrði fyrir norðurljósaferðir hafa verið góð fyrir norðan að undanförnu. „Það hafa nokkrir tugir verið í þessum ferðum á hverjum degi.“ Björn greinir frá að nokkrir viðskipavinir hafi komið sérstaklega norður í norðurljósaferðir vegna slæmra veðurskilyrða fyrir sunnan.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Sjá meira
Aflýsa hefur þurft norðurljósaferðum fyrir nokkur hundruð manns á dag vegna óhagstæðs veðurs undanfarna daga, að því er Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions – Gray Line, greinir frá. Fyrirtækið selur sjálft norðurljósaferðir og þjónar auk þess mörgum innlendum ferðaskrifstofum. Þórir segir viðskiptavinina hafa góðan skilning á því að veðrið á Íslandi geti breyst. „Við leggjum áherslu á að við séum að selja leitina að norðurljósum. Ekkert sé öruggt í þessum efnum, bæði vegna veðrabreytinga og vegna þess að virkni norðurljósanna er mjög mismunandi.“ Að sögn Þóris búa viðskiptavinir yfir meiri þekkingu á þessu en áður. „Aukinni þekkingu fylgir þolinmæði,“ tekur hann fram og bætir við að leiðsögumennirnir búi núna yfir gríðarlegri þekkingu á því sem er að gerast í himinhvolfunum og miðli henni til viðskiptavina.Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions - Gray Line.Fjöldi viðskiptavina sem Gray Line ekur í norðurljósaferðir er að jafnaði 200 til 300 á dag. „Þegar við fórum að selja leitina að norðurljósum fyrir 15 árum voru viðskiptavinirnir 20 til 30 á dag. Þá bárust fleiri athugasemdir vegna óánægju en nú. Menn höfðu minni þekkingu á því sem þeir voru að kaupa þá,“ segir Þórir. Ef norðurljósaferð er aflýst fá viðskiptavinir endurgreitt. Sjáist ekki norðurljós í skoðunarferð geta viðskiptavinir farið í skoðunaferð án endurgjalds innan tveggja ára. „Við höfum farið með 1.600 manns á einu kvöldi þegar ekki hefur verið hægt að fara í nokkra daga eða þegar ekki hafa sést ljós,“ greinir Þórir frá. Björn Reynisson, sölustjóri hjá Saga Travel, sem selur norðurljósaferðir bæði fyrir sunnan og norðan, segir skilyrði fyrir norðurljósaferðir hafa verið góð fyrir norðan að undanförnu. „Það hafa nokkrir tugir verið í þessum ferðum á hverjum degi.“ Björn greinir frá að nokkrir viðskipavinir hafi komið sérstaklega norður í norðurljósaferðir vegna slæmra veðurskilyrða fyrir sunnan.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Sjá meira