Hafa aflýst norðurljósaferðum fyrir hundruð á hverjum degi Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Þegar veðurskilyrði eru góð fara hundruð ferðamanna í norðurljósaferðir á hverjum degi. vísir/ernir Aflýsa hefur þurft norðurljósaferðum fyrir nokkur hundruð manns á dag vegna óhagstæðs veðurs undanfarna daga, að því er Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions – Gray Line, greinir frá. Fyrirtækið selur sjálft norðurljósaferðir og þjónar auk þess mörgum innlendum ferðaskrifstofum. Þórir segir viðskiptavinina hafa góðan skilning á því að veðrið á Íslandi geti breyst. „Við leggjum áherslu á að við séum að selja leitina að norðurljósum. Ekkert sé öruggt í þessum efnum, bæði vegna veðrabreytinga og vegna þess að virkni norðurljósanna er mjög mismunandi.“ Að sögn Þóris búa viðskiptavinir yfir meiri þekkingu á þessu en áður. „Aukinni þekkingu fylgir þolinmæði,“ tekur hann fram og bætir við að leiðsögumennirnir búi núna yfir gríðarlegri þekkingu á því sem er að gerast í himinhvolfunum og miðli henni til viðskiptavina.Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions - Gray Line.Fjöldi viðskiptavina sem Gray Line ekur í norðurljósaferðir er að jafnaði 200 til 300 á dag. „Þegar við fórum að selja leitina að norðurljósum fyrir 15 árum voru viðskiptavinirnir 20 til 30 á dag. Þá bárust fleiri athugasemdir vegna óánægju en nú. Menn höfðu minni þekkingu á því sem þeir voru að kaupa þá,“ segir Þórir. Ef norðurljósaferð er aflýst fá viðskiptavinir endurgreitt. Sjáist ekki norðurljós í skoðunarferð geta viðskiptavinir farið í skoðunaferð án endurgjalds innan tveggja ára. „Við höfum farið með 1.600 manns á einu kvöldi þegar ekki hefur verið hægt að fara í nokkra daga eða þegar ekki hafa sést ljós,“ greinir Þórir frá. Björn Reynisson, sölustjóri hjá Saga Travel, sem selur norðurljósaferðir bæði fyrir sunnan og norðan, segir skilyrði fyrir norðurljósaferðir hafa verið góð fyrir norðan að undanförnu. „Það hafa nokkrir tugir verið í þessum ferðum á hverjum degi.“ Björn greinir frá að nokkrir viðskipavinir hafi komið sérstaklega norður í norðurljósaferðir vegna slæmra veðurskilyrða fyrir sunnan.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Aflýsa hefur þurft norðurljósaferðum fyrir nokkur hundruð manns á dag vegna óhagstæðs veðurs undanfarna daga, að því er Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions – Gray Line, greinir frá. Fyrirtækið selur sjálft norðurljósaferðir og þjónar auk þess mörgum innlendum ferðaskrifstofum. Þórir segir viðskiptavinina hafa góðan skilning á því að veðrið á Íslandi geti breyst. „Við leggjum áherslu á að við séum að selja leitina að norðurljósum. Ekkert sé öruggt í þessum efnum, bæði vegna veðrabreytinga og vegna þess að virkni norðurljósanna er mjög mismunandi.“ Að sögn Þóris búa viðskiptavinir yfir meiri þekkingu á þessu en áður. „Aukinni þekkingu fylgir þolinmæði,“ tekur hann fram og bætir við að leiðsögumennirnir búi núna yfir gríðarlegri þekkingu á því sem er að gerast í himinhvolfunum og miðli henni til viðskiptavina.Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions - Gray Line.Fjöldi viðskiptavina sem Gray Line ekur í norðurljósaferðir er að jafnaði 200 til 300 á dag. „Þegar við fórum að selja leitina að norðurljósum fyrir 15 árum voru viðskiptavinirnir 20 til 30 á dag. Þá bárust fleiri athugasemdir vegna óánægju en nú. Menn höfðu minni þekkingu á því sem þeir voru að kaupa þá,“ segir Þórir. Ef norðurljósaferð er aflýst fá viðskiptavinir endurgreitt. Sjáist ekki norðurljós í skoðunarferð geta viðskiptavinir farið í skoðunaferð án endurgjalds innan tveggja ára. „Við höfum farið með 1.600 manns á einu kvöldi þegar ekki hefur verið hægt að fara í nokkra daga eða þegar ekki hafa sést ljós,“ greinir Þórir frá. Björn Reynisson, sölustjóri hjá Saga Travel, sem selur norðurljósaferðir bæði fyrir sunnan og norðan, segir skilyrði fyrir norðurljósaferðir hafa verið góð fyrir norðan að undanförnu. „Það hafa nokkrir tugir verið í þessum ferðum á hverjum degi.“ Björn greinir frá að nokkrir viðskipavinir hafi komið sérstaklega norður í norðurljósaferðir vegna slæmra veðurskilyrða fyrir sunnan.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira