Kvennalið Aftureldingar vann sögulegan sigur í í Norður-Evrópu keppni félagsliða í blaki í Randaberg í Noregi í kvöld.
Afturelding vann þá 3-1 sigur á danska liðinu Ikast en þetta í fyrsta skipti sem íslenskt blaklið nær þessum áfanga.
Kristín Salín Þórhallsdóttir, uppspilari Aftureldingar, átti frábæran leik og hún var valin besti leikmaður leiksins.
Ikast hafði betur í fyrstu hrinu, 26-28, en Afturelding snéri leiknum sér í hag og vann næstu þrjár hrinur, 25-20, 25-23, 25-17 og þar með leikinn 3-1.
Í hinum leik riðilsins vann Amager heimastúlkur í Randaberg 3-1. Afturelding mætir Randaberg á morgun klukkan 16:30 að íslenskum tíma.

