Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (Nato) hefur varað Donald Trump, næsta forseta Bandaríkjanna, við að framfylgja þeirri stefnu gagnvart Nato sem hann boðaði í kosningabaráttunin í Bandaríkjunum.
Trump sagði ítrekað fyrir nýafstaðnar kosningarnar í Bandaríkjunum að herbandalagið væri úrelt og krafðist hann þess að önnur bandalagsríki myndu taka aukinn þátt í kostnaðinum við rekstur bandalagsins. Þá hefur hann einnig sagt að hann myndi hugsa sig tvisvar um áður en að hann myndi senda Bandaríkin til varnar annarra aðildarríkja í tilefni árasar.
Myndi það brjóta í bága við grundvallarákvæði í Atlantshafssamningnum sem segir að ríki Nató líti á árás á annað aðildarríki sem árás gegn öllum ríkjum bandalagsins.
Stoltenberg tekur undir með Trump að það gæti verið gott fyrir önnur ríki að taka aukinn þátt í kostnaðinum við Nato. Það sé þó ekki í boði fyrir Bandaríkin né Evrópuríki að verða sér á báti hvað varðar öryggismál, það væru hagsmunir beggja aðila að tryggja frið í Evrópu.
Sagði Stoltenberg að Evrópa stæði nú frammi fyrir einni mestu ógn í öryggismálum sem sést hafi í langan tíma.
„Það er ekki í boði fyrir Evrópu né Bandaríkin að verða sér á báti í öryggismálum. Nú er ekki tíminn til þess að draga í efa samstarf Bandaríkjanna og Evrópu. “
Framkvæmdastjóri Nato varar Donald Trump við

Tengdar fréttir

Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo
Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands.

Trump reynir að friða alþjóðasamfélagið á lokametrunum
Kosningateymi Donald Trump vinnur nú hörðum höndum við að bæta orðspor hans hjá alþjóðasamfélaginu á lokametrum kosningabaráttunnar. Bandaríkjamenn ganga til kosninga á morgun.

Þjóðaröryggisráðgjafar innan Repúblikanaflokksins vara við Donald Trump
Fimmtíu þjóðaröryggisráðgjafar innan vébanda Repúblikanaflokksins hafa varað við að forsetaframbjóðandinn Donald Trump verði gáleysislegasti forsetinn í sögu landsins, nái hann kjöri.

Biden segir íbúum Eystrasaltsríkja að ekki taka orð Trump alvarlega
Varaforseti Bandaríkjanna heimsótti Lettland fyrr í dag.

Ísland gæti glatað öflugum bandamanni
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólannn á Bifröst segir Trump hafa talað fyrir mikilli einangrunarstefnu í utanríkismálum.