Íslensku blakliðin voru að standa sig vel á Norður-Evrópumóti kvenna í blaki sem fór fram í Danmörku og Noregi um helgina.
Kvennalið HK náði í dag þeim frábæra árangri að komast í úrslitin á mótinu en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið kemst í úrslit á Norður-Evrópumótinu.
HK-stelpurnar náðu reyndar ekki að vinna sinn riðil en þær fara áfram sem það lið sem náði bestum árangri í öðru sæti. HK spilaðim tvo leiki, tapaði fyrir Bröndby VK 1-3 en vann Oslo Volley 3-0.
Þetta varð ljóst um leið og danska liðið Team Köge náði hrinu af sænska liðinu Engelholm. Köge vann þriðju hrinuna 27-25 og tryggði þar með HK-liðinu farseðil í úrslitin.
Afturelding vann tvo fyrstu leiki sína á mótinu á móti Ikast (3-1) og Randaberg (3-2) en varð að sætta sig við 3-0 tap á móti danska liðinu Amager í lokaleiknum. Afturelding endaði því í öðru sæti eins og HK en Kópavogsstelpurnar voru með betri árangur og fara því í úrslitin.
Dönsku liðin Amager VK, Bröndby VK og Holte IF unnu sína riðla og komust áfram og Kópavogsliðið bættist svo í hópinn. Riðlarnir fóru fram Randaberg í Noregi og svo í Bröndby og Holte í Danmörku.
Úrslitin á Norður-Evrópumóti kvenna fara ekki fram fyrr en helgina 20 til 22. janúar þannig að HK-stelpur fá bæði nægan tíma til að fagna þessu sem og að undirbúa sig fyrir komandi átök.
HK fyrsta íslenska liðið sem kemst í úrslit á N-Evrópumóti kvenna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn


„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti



„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti



Fleiri fréttir
