Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 er það helst að sjómenn og útgerðarmenn eru vongóðir um að hægt verði að binda enda á verkfall sjómanna í kvöld. Þeir funda nú með ríkissáttasemjara. Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var formlega gangsett í dag. Þetta er fyrsta verksmiðja sinnar tegundar á Íslandi.

Þúsundir manna flúðu heimili sín eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir Nýja Sjáland í morgun. Skjálftinn mældist sjö komma átta stig.

Jólabókaflóðið í ár verður eitt það stærsta frá upphafi þegar kemur að íslenskum skáldverkum, bókaunnendum til mikillar gleði.

Íslenskur piltur fékk draum sinn uppfylltan þegar hann ferðaðist um landið með poppstjörnunni Justin Bieber sem kom og sótti hann í skólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×