Buffer gekk úr búrinu og tilkynnti svo röng úrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2016 13:00 Það var mikill ruglingur eftir magnaðan bardagan þeirra Tyron Woodley og Stephen Thompson um veltivigtartitilinn í UFC á laugardagskvöld. Eftir fimm lotu hörkubardaga þurfti dómaraúrskurð til að fá niðurstöðu í bardagann. Og það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Í þann mund sem að Bruce Buffer, kynnir kvöldsins, ætlaði að tilkynna niðurstöðu dómaranna hætti hann skyndilega við og gekk út úr búrinu. Hann sneri svo aftur stuttu síðar og tilkynnti að Woodley hafi unnið. Það reyndist hins vegar rangt þar sem að meirihluti dómara úrskurðaði að niðurstaðan hefði verið jafntefli. Sjá einnig: Conor McGregor tvöfaldur meistari Stigaskor tveggja dómara var eins, 47-47, en þriðji dómarinn dæmdi Woodley sigur, 48-47. En meirihluti dómaranna ræður og því var rétt niðurstaða jafntefli. Það var svo leiðrétt í miðju viðtali Joe Rogan við Woodley sem hélt þó titlinum sínum þrátt fyrir jafnteflið. En Woodley gat engan veginn leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna. Dana White, forseti UFC, reyndi að útskýra misskilninginn eftir bardagann en það er íþróttanefnd New York-fylkis sem skipar dómaranna og sér um þeirra störf. „Nefndin var bara að reyna að gera þetta rétt. Þeir voru að fara aftur yfir niðurstöðuna,“ sagði White spurður um af hverju Buffer hafi farið úr hringnum. „Ég veit ekki hvað gekk á. Það átti sér stað klúður og þeir vildu vera vissir um að þetta væri allt saman rétt. Þess vegna þurftum við að tilkynna þetta aftur.“ White segir þó skárra að misskliningurinn hafi verið á þennan vegu fremur en að rangur maður hafi fengið beltið. MMA Tengdar fréttir Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Það var mikill ruglingur eftir magnaðan bardagan þeirra Tyron Woodley og Stephen Thompson um veltivigtartitilinn í UFC á laugardagskvöld. Eftir fimm lotu hörkubardaga þurfti dómaraúrskurð til að fá niðurstöðu í bardagann. Og það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Í þann mund sem að Bruce Buffer, kynnir kvöldsins, ætlaði að tilkynna niðurstöðu dómaranna hætti hann skyndilega við og gekk út úr búrinu. Hann sneri svo aftur stuttu síðar og tilkynnti að Woodley hafi unnið. Það reyndist hins vegar rangt þar sem að meirihluti dómara úrskurðaði að niðurstaðan hefði verið jafntefli. Sjá einnig: Conor McGregor tvöfaldur meistari Stigaskor tveggja dómara var eins, 47-47, en þriðji dómarinn dæmdi Woodley sigur, 48-47. En meirihluti dómaranna ræður og því var rétt niðurstaða jafntefli. Það var svo leiðrétt í miðju viðtali Joe Rogan við Woodley sem hélt þó titlinum sínum þrátt fyrir jafnteflið. En Woodley gat engan veginn leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna. Dana White, forseti UFC, reyndi að útskýra misskilninginn eftir bardagann en það er íþróttanefnd New York-fylkis sem skipar dómaranna og sér um þeirra störf. „Nefndin var bara að reyna að gera þetta rétt. Þeir voru að fara aftur yfir niðurstöðuna,“ sagði White spurður um af hverju Buffer hafi farið úr hringnum. „Ég veit ekki hvað gekk á. Það átti sér stað klúður og þeir vildu vera vissir um að þetta væri allt saman rétt. Þess vegna þurftum við að tilkynna þetta aftur.“ White segir þó skárra að misskliningurinn hafi verið á þennan vegu fremur en að rangur maður hafi fengið beltið.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15
UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30
Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27