Michelle Obama kölluð „api á hælum“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 16:39 Fordómafull ummæli í garð forsetafrúar Bandaríkjanna hafa vakið mikla hneykslan vestanhafs. Vísir/Getty „Það verður hressandi að sjá siðfágaða, fallega og tignarlega forsetafrú í Hvíta húsinu. Ég er þreytt á að sjá apa á hælum.“ Svo hljóðar Facebook færsla konu að nafni Pamela Ramsey Taylor. Taylor rekur góðgerðarsamtök í Clay County í Vestur Virginíu. Það eru þó ekki fordómafull ummæli Taylor í garð forsetafrúarinnar sem hafa vakið hvað mesta hneykslan vestanhafs, heldur ummæli bæjarstjóra Clay, Beverly Whaling, við færsluna. „Bjargaðir deginum mínum Pam,“ skrifar Whaling. Um 491 íbúi býr í Clay og enginn af þeim er svartur, samkvæmt upplýsingum frá árinu 2010. Um 98% af 9000 íbúum Clay sýslu eru hvítir.85 þúsund manns krefjast brottreksturs Færsla Taylor hefur farið eins og eldur í sinu um Bandaríkin og vakið gríðarlega athygli fjölmiðla. Undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir brottrekstri bæði Whaling og Taylor hefur nú þegar náð 85 þúsund undirskriftum. Whaling, sem eyddi færslunni á mánudag, sagði við fréttastofu WSAZ, að hún viðurkenndi að ummælin gætu þótt fordómafull, en hafi ekki verið ætluð á þann hátt. Hún segist hafa verið að tjá persónulega skoðun sína á fegurð, sem kæmi húðlit ekki við. Hún segist íhuga málsókn vegna ærumeiðinga. Taylor rekur The Clay County Development group, sem er að hluta til fjármagnaður með ríkisstyrkjum. Samtökin þjónusta eldri borgara og láglaunafólk.Þá hefur Whaling einnig tjáð sig við fjölmiðla og segir ummæli sín ekki hafa átt að vera fordómafull. Hún baðst einnig afsökunar á að hafa farið fram úr sér. „Ég átti við að deginum hefði verið bjargað með breytingum í Hvíta húsinu! Mér þykir leiðinlegt ef ummæli mín hafa valdið særindum! Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki á neinn hátt fordómafull!“ sagði Whaling.Færsla Taylor, sem hún eyddi á mánudag.Vísir/SkjáskotVestur Virginía geri betur Belinda Biafore, formaður Demókrataflokksins í Vestur Virginíu, sendi einnig út afsökunarbeiðni til Michelle Obama fyrir hönd íbúa ríkisins. „Vestur Virginía er betri en þetta. Þessi öfgafullu, hatursfullu og fordómafullu gildi eru einmitt það sem flokkurinn mun halda áfram að berjast gegn í Vestur Virginíu,“ sagði í tilkynningu Biafore. Donald Trump hlaut 86,7% kosningu í Vestur Virginíu í forsetakosningunum fyrir viku síðan. Donald Trump Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
„Það verður hressandi að sjá siðfágaða, fallega og tignarlega forsetafrú í Hvíta húsinu. Ég er þreytt á að sjá apa á hælum.“ Svo hljóðar Facebook færsla konu að nafni Pamela Ramsey Taylor. Taylor rekur góðgerðarsamtök í Clay County í Vestur Virginíu. Það eru þó ekki fordómafull ummæli Taylor í garð forsetafrúarinnar sem hafa vakið hvað mesta hneykslan vestanhafs, heldur ummæli bæjarstjóra Clay, Beverly Whaling, við færsluna. „Bjargaðir deginum mínum Pam,“ skrifar Whaling. Um 491 íbúi býr í Clay og enginn af þeim er svartur, samkvæmt upplýsingum frá árinu 2010. Um 98% af 9000 íbúum Clay sýslu eru hvítir.85 þúsund manns krefjast brottreksturs Færsla Taylor hefur farið eins og eldur í sinu um Bandaríkin og vakið gríðarlega athygli fjölmiðla. Undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir brottrekstri bæði Whaling og Taylor hefur nú þegar náð 85 þúsund undirskriftum. Whaling, sem eyddi færslunni á mánudag, sagði við fréttastofu WSAZ, að hún viðurkenndi að ummælin gætu þótt fordómafull, en hafi ekki verið ætluð á þann hátt. Hún segist hafa verið að tjá persónulega skoðun sína á fegurð, sem kæmi húðlit ekki við. Hún segist íhuga málsókn vegna ærumeiðinga. Taylor rekur The Clay County Development group, sem er að hluta til fjármagnaður með ríkisstyrkjum. Samtökin þjónusta eldri borgara og láglaunafólk.Þá hefur Whaling einnig tjáð sig við fjölmiðla og segir ummæli sín ekki hafa átt að vera fordómafull. Hún baðst einnig afsökunar á að hafa farið fram úr sér. „Ég átti við að deginum hefði verið bjargað með breytingum í Hvíta húsinu! Mér þykir leiðinlegt ef ummæli mín hafa valdið særindum! Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki á neinn hátt fordómafull!“ sagði Whaling.Færsla Taylor, sem hún eyddi á mánudag.Vísir/SkjáskotVestur Virginía geri betur Belinda Biafore, formaður Demókrataflokksins í Vestur Virginíu, sendi einnig út afsökunarbeiðni til Michelle Obama fyrir hönd íbúa ríkisins. „Vestur Virginía er betri en þetta. Þessi öfgafullu, hatursfullu og fordómafullu gildi eru einmitt það sem flokkurinn mun halda áfram að berjast gegn í Vestur Virginíu,“ sagði í tilkynningu Biafore. Donald Trump hlaut 86,7% kosningu í Vestur Virginíu í forsetakosningunum fyrir viku síðan.
Donald Trump Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira