Erlendir ferðamenn aðstoðuðu konu eftir slys og tóku upp á myndband Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2016 19:40 Auður brýnir fyrir öllum að bílbeltin bjargi mannslífum. Myndir/Facebook-síða auðar „Ég kippi í stýrið, fer á skiltið og þrjár veltur. Sjálf rak ég höfuðið í gluggann sem brotnar og fæ skurð. Síðan fæ ég flösku í andlitið og rek höfuðið í stýrið og man svo ekkert meira. Í myndbandinu er ég öskrandi en ég man ekkert eftir því,“ segir Auður Geirsdóttir sem lenti í bílslysi á Suðurlandsvegi, skammt frá Litlu kaffistofunni í gær. Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang og tóku aðkomuna upp á myndband þar sem heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. Auður segist hafa verið að keyra fyrir aftan vörubíl og mikið slabb og hálka hafi verið á veginum. „Það fór mikið slabb á rúðuna hjá mér svo ég sá mjög lítið. Ég var búinn að vera mjög lengi fyrir aftan bílinn svo ég ákvað að taka fram úr honum. Ég var með rúðuþurrkurnar í botni og færi mig yfir og svo breyttist tvöfaldi vegurinn í einfaldan þannig að ég ók á skilti með þessum afleiðingum.“Hún segist ekki muna eftir mönnunum sem komu að bílnum hennar og tóku upp myndbandið. „Ég man ekkert eftir þeim en ég man eftir tveimur hjúkrunarfræðingum sem einnig áttu leið hjá, hjálpuðu mér út úr bílnum og sinntu mér þarna á staðnum. Ég veit ekkert hvað þær heita en ég er þeim ótrúlega þakklát,“ segir Auður, en sjúkrabíll kom svo á slysstaðinn og flutti hana á Landspítalann. Auður fékk svo símtal í dag þar sem bent var á að myndband hefði verið birt á netinu þar sem sjá mátti hana öskrandi í bíl sínum skömmu eftir slysið. „Ég man ekkert eftir þessum mönnum eða að þeir hafi verið að taka upp. Mér finnst mjög ógnvekjandi að sjá þetta myndband. Ég man ekkert eftir þessu. Mér finnst samt gott að þetta hafi verið tekið upp til að hægt sé að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera með bílbelti í umferðinni. Það var samt skrýtið að sjá sjálfa mig í þessu myndbandi. Ég fór að hágráta þegar ég sá það.“ Auður er nú komin heim af sjúkrahúsi þar sem henni eru gefin verkjastillandi lyf. „Mér er samt illt í bakinu og höfðinu en er annars góð. Ég á bara að slaka á næstu daga. Það var vel hugsað um mig á spítalanum og er starfsfólkinu þar ótrúlega þakklát,“ segir Auður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
„Ég kippi í stýrið, fer á skiltið og þrjár veltur. Sjálf rak ég höfuðið í gluggann sem brotnar og fæ skurð. Síðan fæ ég flösku í andlitið og rek höfuðið í stýrið og man svo ekkert meira. Í myndbandinu er ég öskrandi en ég man ekkert eftir því,“ segir Auður Geirsdóttir sem lenti í bílslysi á Suðurlandsvegi, skammt frá Litlu kaffistofunni í gær. Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang og tóku aðkomuna upp á myndband þar sem heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. Auður segist hafa verið að keyra fyrir aftan vörubíl og mikið slabb og hálka hafi verið á veginum. „Það fór mikið slabb á rúðuna hjá mér svo ég sá mjög lítið. Ég var búinn að vera mjög lengi fyrir aftan bílinn svo ég ákvað að taka fram úr honum. Ég var með rúðuþurrkurnar í botni og færi mig yfir og svo breyttist tvöfaldi vegurinn í einfaldan þannig að ég ók á skilti með þessum afleiðingum.“Hún segist ekki muna eftir mönnunum sem komu að bílnum hennar og tóku upp myndbandið. „Ég man ekkert eftir þeim en ég man eftir tveimur hjúkrunarfræðingum sem einnig áttu leið hjá, hjálpuðu mér út úr bílnum og sinntu mér þarna á staðnum. Ég veit ekkert hvað þær heita en ég er þeim ótrúlega þakklát,“ segir Auður, en sjúkrabíll kom svo á slysstaðinn og flutti hana á Landspítalann. Auður fékk svo símtal í dag þar sem bent var á að myndband hefði verið birt á netinu þar sem sjá mátti hana öskrandi í bíl sínum skömmu eftir slysið. „Ég man ekkert eftir þessum mönnum eða að þeir hafi verið að taka upp. Mér finnst mjög ógnvekjandi að sjá þetta myndband. Ég man ekkert eftir þessu. Mér finnst samt gott að þetta hafi verið tekið upp til að hægt sé að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera með bílbelti í umferðinni. Það var samt skrýtið að sjá sjálfa mig í þessu myndbandi. Ég fór að hágráta þegar ég sá það.“ Auður er nú komin heim af sjúkrahúsi þar sem henni eru gefin verkjastillandi lyf. „Mér er samt illt í bakinu og höfðinu en er annars góð. Ég á bara að slaka á næstu daga. Það var vel hugsað um mig á spítalanum og er starfsfólkinu þar ótrúlega þakklát,“ segir Auður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira