Segir Mayweather ekki þora í alvöru bardaga og vill 100 milljónir dala fyrir að boxa við hann Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2016 10:15 Conor McGregor, tvöfaldur heimsmeistari í UFC, vill 100 milljónir dala í reiðufé fyrir að boxa við besta hnefaleikakappa sögunnar, Floyd Mayweather Jr. Hann segir Mayweather hræddan við „alvöru bardaga“. Sögusagnir um mögulegan ofurbardaga tveggja kjaftforustu og bestu manna sinna íþrótta voru háværar fyrr á árinu en svo virtist sem hugmyndin væri dauð og grafin. Conor kveikti aftur á móti eld undir henni á þriðjudagskvöldið. Írski Íslandsvinurinn, sem er enn að fagna sigrinum á Eddie Alvarez, fór upp á svið á næturklúbbnum Oak í New York og sagði fólkinu í salnum hvað þyrfti til ef hann ætti að berjast við Floyd Mayweather sem er 49-0 á ferlinum og af flestum talinn besti boxari sögunnar, pund fyrir pund. „Floyd er ekki tilbúinn í þetta,“ hrópaði Conor í hljóðnemann er tónlistin var stöðvuð svo vélbyssukjafturinn gæti komist að. „Ég virði Floyd mikið. Hann er góður viðskiptamaður og algjört dýr í því sem hann gerir. En þegar kemur að alvöru bardaga [MMA en ekki hnefaleikum, innsk. blm.] vill Floyd ekkert með það hafa.“ „Hann vill hnefaleikabardaga en ekki alvöru bardaga. Ég vil 100 milljónir í reiðufé ef ég á að berjast við hann undir hnefaleikareglum. Hann er hræddur við alvöru bardaga,“ sagði Conor McGregor. Ræða Conors náðist á myndband sem slúðurvefurinn TMZ birti á Youtube-síðu sinni en það má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Pogba leikur eftir göngulag Conor McGregor Írinn kjaftfori er með sjálfstraustið í lagi og göngulagið er eftir því. 15. nóvember 2016 23:15 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 UFC vildi ekki hafa Diaz í húsinu þegar Conor tók seinna beltið: „Þeir gáfu Nick Jonas sætið mitt“ Nate Diaz er tilbúinn að berjast gegn Conor McGregor í þriðja sinn en ætlar ekki að grátbiðja um bardagann. 16. nóvember 2016 14:00 Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00 Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira
Conor McGregor, tvöfaldur heimsmeistari í UFC, vill 100 milljónir dala í reiðufé fyrir að boxa við besta hnefaleikakappa sögunnar, Floyd Mayweather Jr. Hann segir Mayweather hræddan við „alvöru bardaga“. Sögusagnir um mögulegan ofurbardaga tveggja kjaftforustu og bestu manna sinna íþrótta voru háværar fyrr á árinu en svo virtist sem hugmyndin væri dauð og grafin. Conor kveikti aftur á móti eld undir henni á þriðjudagskvöldið. Írski Íslandsvinurinn, sem er enn að fagna sigrinum á Eddie Alvarez, fór upp á svið á næturklúbbnum Oak í New York og sagði fólkinu í salnum hvað þyrfti til ef hann ætti að berjast við Floyd Mayweather sem er 49-0 á ferlinum og af flestum talinn besti boxari sögunnar, pund fyrir pund. „Floyd er ekki tilbúinn í þetta,“ hrópaði Conor í hljóðnemann er tónlistin var stöðvuð svo vélbyssukjafturinn gæti komist að. „Ég virði Floyd mikið. Hann er góður viðskiptamaður og algjört dýr í því sem hann gerir. En þegar kemur að alvöru bardaga [MMA en ekki hnefaleikum, innsk. blm.] vill Floyd ekkert með það hafa.“ „Hann vill hnefaleikabardaga en ekki alvöru bardaga. Ég vil 100 milljónir í reiðufé ef ég á að berjast við hann undir hnefaleikareglum. Hann er hræddur við alvöru bardaga,“ sagði Conor McGregor. Ræða Conors náðist á myndband sem slúðurvefurinn TMZ birti á Youtube-síðu sinni en það má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Pogba leikur eftir göngulag Conor McGregor Írinn kjaftfori er með sjálfstraustið í lagi og göngulagið er eftir því. 15. nóvember 2016 23:15 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 UFC vildi ekki hafa Diaz í húsinu þegar Conor tók seinna beltið: „Þeir gáfu Nick Jonas sætið mitt“ Nate Diaz er tilbúinn að berjast gegn Conor McGregor í þriðja sinn en ætlar ekki að grátbiðja um bardagann. 16. nóvember 2016 14:00 Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00 Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira
Pogba leikur eftir göngulag Conor McGregor Írinn kjaftfori er með sjálfstraustið í lagi og göngulagið er eftir því. 15. nóvember 2016 23:15
Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15
UFC vildi ekki hafa Diaz í húsinu þegar Conor tók seinna beltið: „Þeir gáfu Nick Jonas sætið mitt“ Nate Diaz er tilbúinn að berjast gegn Conor McGregor í þriðja sinn en ætlar ekki að grátbiðja um bardagann. 16. nóvember 2016 14:00
Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00
Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00