Segir Mayweather ekki þora í alvöru bardaga og vill 100 milljónir dala fyrir að boxa við hann Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2016 10:15 Conor McGregor, tvöfaldur heimsmeistari í UFC, vill 100 milljónir dala í reiðufé fyrir að boxa við besta hnefaleikakappa sögunnar, Floyd Mayweather Jr. Hann segir Mayweather hræddan við „alvöru bardaga“. Sögusagnir um mögulegan ofurbardaga tveggja kjaftforustu og bestu manna sinna íþrótta voru háværar fyrr á árinu en svo virtist sem hugmyndin væri dauð og grafin. Conor kveikti aftur á móti eld undir henni á þriðjudagskvöldið. Írski Íslandsvinurinn, sem er enn að fagna sigrinum á Eddie Alvarez, fór upp á svið á næturklúbbnum Oak í New York og sagði fólkinu í salnum hvað þyrfti til ef hann ætti að berjast við Floyd Mayweather sem er 49-0 á ferlinum og af flestum talinn besti boxari sögunnar, pund fyrir pund. „Floyd er ekki tilbúinn í þetta,“ hrópaði Conor í hljóðnemann er tónlistin var stöðvuð svo vélbyssukjafturinn gæti komist að. „Ég virði Floyd mikið. Hann er góður viðskiptamaður og algjört dýr í því sem hann gerir. En þegar kemur að alvöru bardaga [MMA en ekki hnefaleikum, innsk. blm.] vill Floyd ekkert með það hafa.“ „Hann vill hnefaleikabardaga en ekki alvöru bardaga. Ég vil 100 milljónir í reiðufé ef ég á að berjast við hann undir hnefaleikareglum. Hann er hræddur við alvöru bardaga,“ sagði Conor McGregor. Ræða Conors náðist á myndband sem slúðurvefurinn TMZ birti á Youtube-síðu sinni en það má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Pogba leikur eftir göngulag Conor McGregor Írinn kjaftfori er með sjálfstraustið í lagi og göngulagið er eftir því. 15. nóvember 2016 23:15 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 UFC vildi ekki hafa Diaz í húsinu þegar Conor tók seinna beltið: „Þeir gáfu Nick Jonas sætið mitt“ Nate Diaz er tilbúinn að berjast gegn Conor McGregor í þriðja sinn en ætlar ekki að grátbiðja um bardagann. 16. nóvember 2016 14:00 Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00 Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Conor McGregor, tvöfaldur heimsmeistari í UFC, vill 100 milljónir dala í reiðufé fyrir að boxa við besta hnefaleikakappa sögunnar, Floyd Mayweather Jr. Hann segir Mayweather hræddan við „alvöru bardaga“. Sögusagnir um mögulegan ofurbardaga tveggja kjaftforustu og bestu manna sinna íþrótta voru háværar fyrr á árinu en svo virtist sem hugmyndin væri dauð og grafin. Conor kveikti aftur á móti eld undir henni á þriðjudagskvöldið. Írski Íslandsvinurinn, sem er enn að fagna sigrinum á Eddie Alvarez, fór upp á svið á næturklúbbnum Oak í New York og sagði fólkinu í salnum hvað þyrfti til ef hann ætti að berjast við Floyd Mayweather sem er 49-0 á ferlinum og af flestum talinn besti boxari sögunnar, pund fyrir pund. „Floyd er ekki tilbúinn í þetta,“ hrópaði Conor í hljóðnemann er tónlistin var stöðvuð svo vélbyssukjafturinn gæti komist að. „Ég virði Floyd mikið. Hann er góður viðskiptamaður og algjört dýr í því sem hann gerir. En þegar kemur að alvöru bardaga [MMA en ekki hnefaleikum, innsk. blm.] vill Floyd ekkert með það hafa.“ „Hann vill hnefaleikabardaga en ekki alvöru bardaga. Ég vil 100 milljónir í reiðufé ef ég á að berjast við hann undir hnefaleikareglum. Hann er hræddur við alvöru bardaga,“ sagði Conor McGregor. Ræða Conors náðist á myndband sem slúðurvefurinn TMZ birti á Youtube-síðu sinni en það má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Pogba leikur eftir göngulag Conor McGregor Írinn kjaftfori er með sjálfstraustið í lagi og göngulagið er eftir því. 15. nóvember 2016 23:15 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 UFC vildi ekki hafa Diaz í húsinu þegar Conor tók seinna beltið: „Þeir gáfu Nick Jonas sætið mitt“ Nate Diaz er tilbúinn að berjast gegn Conor McGregor í þriðja sinn en ætlar ekki að grátbiðja um bardagann. 16. nóvember 2016 14:00 Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00 Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Pogba leikur eftir göngulag Conor McGregor Írinn kjaftfori er með sjálfstraustið í lagi og göngulagið er eftir því. 15. nóvember 2016 23:15
Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15
UFC vildi ekki hafa Diaz í húsinu þegar Conor tók seinna beltið: „Þeir gáfu Nick Jonas sætið mitt“ Nate Diaz er tilbúinn að berjast gegn Conor McGregor í þriðja sinn en ætlar ekki að grátbiðja um bardagann. 16. nóvember 2016 14:00
Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00
Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00