Katrín fetar í fótspor Steingríms Hermannssonar Höskuldur Kári Schram skrifar 17. nóvember 2016 18:45 Takist Katrínu Jakobsdóttur að mynda fimm flokka ríkisstjórn verður það annað sinn sem slík stjórn hefur verið mynduð frá stofnun lýðveldisins. Sú fyrsta var við völd á árunum 1988 til 1991 undir stjórn Steingríms Hermannssonar þáverandi formanns Framsóknarflokks. Ríkisstjórn Steingríms tók við eftir að þriggja flokka stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar þáverandi formanns Sjálfstæðisflokks sprakk í beinni útsendingu á stöð tvö þann 17. september árið 1988. Í fyrstu voru fjórir flokkar í stjórninni. Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsókn og Samtök um jafnréttir og félagshyggju en sá flokkur var stofnaður utan um sérframboð Stefáns Valgeirssonar. Stjórnin var með 32 þingmenn en síðar bættist Borgaraflokkurinn við og voru stjórnarflokkarnir þá komnir með samtals 38 þingmenn. Margir telja nánast ómögulegt að halda saman fimm flokka ríkisstjórn til lengri tíma. Ríkisstjórn Steingríms kláraði hins vegar kjörtímabilið og fengu þrír stærstu stjórnarflokkarnir góða kosningu í kosningunum 1991. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Steingrímur hafi ennfremur sýnt að fimm flokka ríkisstjórn geti komið miklu í verk. „Þessi stjórn losaði um fjármagnsflutninga til landsins. Þessi stjórn samdi um EES. Samningurinn var nánast á borðinu þegar hún hætti. Og í tíð þessarar stjórnar voru gerðir þjóðarsáttarsamningarnir og það mætti nefna ýmislegt fleira. Þessi stjórn virtist vera vel starfhæf. Steingrímur var að vísu mjög lipur forsætisráðherra en þeir gátu leyst mál og þeir voru að afgreiða mörg mjög erfið mál,“ segir Ólafur. Hann telur alls ekki útilokað að Katrín nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Viðreisn, Bjartri framtíð, Pírötum og Samfylkingu. „Ég held að málefnalega sé tiltölulega lítill munur á þessum fimm flokkum. Eiginlega allt virðist umsemjanlegt. Nema að Píratarnir verði mjög harðir á því að það verði að samþykkja stjórnarskrártillögurnar í heild. Ég held að það sem þetta gæti helst strandað á væri spurning um traust. Það er að segja að ef einhverjir af hinum flokkunum treystu ekki Pírötum í svona ferðalag,“ segir Ólafur. Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Takist Katrínu Jakobsdóttur að mynda fimm flokka ríkisstjórn verður það annað sinn sem slík stjórn hefur verið mynduð frá stofnun lýðveldisins. Sú fyrsta var við völd á árunum 1988 til 1991 undir stjórn Steingríms Hermannssonar þáverandi formanns Framsóknarflokks. Ríkisstjórn Steingríms tók við eftir að þriggja flokka stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar þáverandi formanns Sjálfstæðisflokks sprakk í beinni útsendingu á stöð tvö þann 17. september árið 1988. Í fyrstu voru fjórir flokkar í stjórninni. Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsókn og Samtök um jafnréttir og félagshyggju en sá flokkur var stofnaður utan um sérframboð Stefáns Valgeirssonar. Stjórnin var með 32 þingmenn en síðar bættist Borgaraflokkurinn við og voru stjórnarflokkarnir þá komnir með samtals 38 þingmenn. Margir telja nánast ómögulegt að halda saman fimm flokka ríkisstjórn til lengri tíma. Ríkisstjórn Steingríms kláraði hins vegar kjörtímabilið og fengu þrír stærstu stjórnarflokkarnir góða kosningu í kosningunum 1991. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Steingrímur hafi ennfremur sýnt að fimm flokka ríkisstjórn geti komið miklu í verk. „Þessi stjórn losaði um fjármagnsflutninga til landsins. Þessi stjórn samdi um EES. Samningurinn var nánast á borðinu þegar hún hætti. Og í tíð þessarar stjórnar voru gerðir þjóðarsáttarsamningarnir og það mætti nefna ýmislegt fleira. Þessi stjórn virtist vera vel starfhæf. Steingrímur var að vísu mjög lipur forsætisráðherra en þeir gátu leyst mál og þeir voru að afgreiða mörg mjög erfið mál,“ segir Ólafur. Hann telur alls ekki útilokað að Katrín nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Viðreisn, Bjartri framtíð, Pírötum og Samfylkingu. „Ég held að málefnalega sé tiltölulega lítill munur á þessum fimm flokkum. Eiginlega allt virðist umsemjanlegt. Nema að Píratarnir verði mjög harðir á því að það verði að samþykkja stjórnarskrártillögurnar í heild. Ég held að það sem þetta gæti helst strandað á væri spurning um traust. Það er að segja að ef einhverjir af hinum flokkunum treystu ekki Pírötum í svona ferðalag,“ segir Ólafur.
Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira