Verðlaunamynd íslensks ljósmyndara veldur usla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2016 14:22 Myndin sem Ólafur tók og hefur vakið mikla athygli og valdið usla í kommentakerfum. mynd/ólafur gestsson/scanpix Ljósmynd sem Íslendingurinn Ólafur Steinar Gestsson tók í mars síðastliðnum á borgarafundi í Kalundborg í Danmörku hefur undirstrikað vaxandi andúð Dana í garð innflytjenda sem sýnir sig með afgerandi hætti í kommentakerfi vefs Ekstrabladet. Ljósmyndin hefur ekki aðeins vakið athygli í Danmörku heldur einnig utan landsteinanna þar sem hún vann svokölluð Award of Excellence í keppninni College Photographer of the Year í flokknum fréttaljósmyndir. Keppnin er haldin árlega á meðal nema í ljósmyndun en Ólafur er við nám í Danmarks Medie- og Journlisthöjskole. Myndina tók hann í starfsnámi hjá dagblaðinu Berlingske. Fjallað hefur verið um mynd Ólafs meðal annars á vef Quartz og Independent þar sem hún er sögð fanga óvinveitt andrúmsloft í garð innflytjenda, en í samtali við Vísi segir Ólafur að þessi mikla athygli sem myndin hefur fengið hafi komið honum á óvart.Mótmæli í Kalundborg út af móttökustóð flóttamannaEn hver er sagan á bak við myndina? „Það var borgarafundur þarna í Kalundborg en hann var haldinn því að átti að fara opna móttökustöð fyrir flóttamenn í bænum. Það höfðu verið mikil mótmæli í Kalundborg vegna þess og út af því ákvað bæjarstjórinn að halda borgarafund til að upplýsa um þetta allt. Á fundinn mætti svo fólk sem vildi fá flóttamenn í bæinn en líka fullt af fólki sem vildi ekki fá þá og ég upplifði andrúmsloftið svona frekar óvinveitt í garð flóttamanna á fundinum,“ segir Ólafur.Ólafur Steinar Gestsson.mynd/eric hougaardHann segist hafa verið að reyna að fanga það andrúmsloft en það hafi að vissu leyti verið nokkuð snúið því fundurinn var haldinn í íþróttahúsi sem var ekki beint fallegasta umhverfið.Myndin lýsandi fyrir stemninguna á fundinum „Svo allt í einu sé þessa stelpu standa þarna til hliðar við áhorfendurna. Ég veit svo sem ekki hver hún er eða hvort hún er múslimi eða hverjir áhorfendurnir eru eða hvort þeir hafi verið með eða á móti flóttamönnum á fundinum. En ég held að myndin sé samt lýsandi fyrir stemninguna á fundinum og skiptinguna á milli þessara tveggja hópa. Augnaráðið í fólkinu gefur til kynna að þau séu svona frekar skeptísk og hún horfir á þau,“ segir Ólafur. Hann hefur búið í Danmörku í 18 ár og segir aðspurður að honum þyki sem óvinsemd Dana í garð innflytjenda hafi aukist á síðustu árum. Hann nefnir kommentakerfið á Ekstrabladet sem dæmi en myndin birtist á vef þess blaðs. „Í kommentunum er mjög harður tónn. Margir eru með skít út í stelpuna og svo eru aðrir sem nota myndina til þess að kommenta bara svona almennt á innflytjendur og flóttamenn.“ Þó að athyglin sem myndin hefur fengið komi Ólafi á óvart er hann ánægður með að fleiri fatti symbolismann í henni. „Ég er mjög feginn að hún sé svona „universal,““ segir Ólafur. Flóttamenn Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Ljósmynd sem Íslendingurinn Ólafur Steinar Gestsson tók í mars síðastliðnum á borgarafundi í Kalundborg í Danmörku hefur undirstrikað vaxandi andúð Dana í garð innflytjenda sem sýnir sig með afgerandi hætti í kommentakerfi vefs Ekstrabladet. Ljósmyndin hefur ekki aðeins vakið athygli í Danmörku heldur einnig utan landsteinanna þar sem hún vann svokölluð Award of Excellence í keppninni College Photographer of the Year í flokknum fréttaljósmyndir. Keppnin er haldin árlega á meðal nema í ljósmyndun en Ólafur er við nám í Danmarks Medie- og Journlisthöjskole. Myndina tók hann í starfsnámi hjá dagblaðinu Berlingske. Fjallað hefur verið um mynd Ólafs meðal annars á vef Quartz og Independent þar sem hún er sögð fanga óvinveitt andrúmsloft í garð innflytjenda, en í samtali við Vísi segir Ólafur að þessi mikla athygli sem myndin hefur fengið hafi komið honum á óvart.Mótmæli í Kalundborg út af móttökustóð flóttamannaEn hver er sagan á bak við myndina? „Það var borgarafundur þarna í Kalundborg en hann var haldinn því að átti að fara opna móttökustöð fyrir flóttamenn í bænum. Það höfðu verið mikil mótmæli í Kalundborg vegna þess og út af því ákvað bæjarstjórinn að halda borgarafund til að upplýsa um þetta allt. Á fundinn mætti svo fólk sem vildi fá flóttamenn í bæinn en líka fullt af fólki sem vildi ekki fá þá og ég upplifði andrúmsloftið svona frekar óvinveitt í garð flóttamanna á fundinum,“ segir Ólafur.Ólafur Steinar Gestsson.mynd/eric hougaardHann segist hafa verið að reyna að fanga það andrúmsloft en það hafi að vissu leyti verið nokkuð snúið því fundurinn var haldinn í íþróttahúsi sem var ekki beint fallegasta umhverfið.Myndin lýsandi fyrir stemninguna á fundinum „Svo allt í einu sé þessa stelpu standa þarna til hliðar við áhorfendurna. Ég veit svo sem ekki hver hún er eða hvort hún er múslimi eða hverjir áhorfendurnir eru eða hvort þeir hafi verið með eða á móti flóttamönnum á fundinum. En ég held að myndin sé samt lýsandi fyrir stemninguna á fundinum og skiptinguna á milli þessara tveggja hópa. Augnaráðið í fólkinu gefur til kynna að þau séu svona frekar skeptísk og hún horfir á þau,“ segir Ólafur. Hann hefur búið í Danmörku í 18 ár og segir aðspurður að honum þyki sem óvinsemd Dana í garð innflytjenda hafi aukist á síðustu árum. Hann nefnir kommentakerfið á Ekstrabladet sem dæmi en myndin birtist á vef þess blaðs. „Í kommentunum er mjög harður tónn. Margir eru með skít út í stelpuna og svo eru aðrir sem nota myndina til þess að kommenta bara svona almennt á innflytjendur og flóttamenn.“ Þó að athyglin sem myndin hefur fengið komi Ólafi á óvart er hann ánægður með að fleiri fatti symbolismann í henni. „Ég er mjög feginn að hún sé svona „universal,““ segir Ólafur.
Flóttamenn Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira