Biðlaun þingmanna og ráðherra gætu orðið nær 160 milljónir Sæunn Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2016 07:00 Metfjöldi þingmanna lætur af störfum og því gæti stefnt í metgreiðslu biðlauna. vísir/valli Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals. Metfjöldi þingmanna lætur af störfum og því gæti verið slegið met í heildarupphæð biðlauna. Þingmennirnir sem hætta eru 31 að tölu. Hver einasti þingmaður sem hefur setið eitt kjörtímabil á rétt á þremur mánuðum í biðlaun, en þeir sem hafa setið í tvö kjörtímabil, eða lengur, eiga rétt á sex mánuðum.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.„Þetta er allt lögbundið og svo kemur það til frádráttar ef menn fara í önnur störf á þessum tíma,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Þetta verður eitthvað meira en venjulega en þetta hefur stundum verið mikið, það er 31 núna en voru að mig minnir 27 síðast, þannig að það er kannski ekki einhver stórmunur,“ segir Helgi. Þingfararkaup alþingismanna er 1,1 milljón króna eftir nýjan úrskurð kjararáðs sem tók gildi 30. október 2016. Sautján þingmenn sem hafa setið í tvö kjörtímabil eða lengur eiga rétt á sex mánaða biðlaunum, sem nema þá 6,6 milljónum á mann. Þetta gerir samtals 112,2 milljónir króna. Fjórtán þingmenn hafa hins vegar setið eitt kjörtímabil og eiga því rétt á þriggja mánaða biðlaunum, sem nema þá 3,3 milljónum á mann eða 46,2 milljónum alls. Laun fyrrverandi ráðherra, sem bætast ofan á þingfararkaupið, eru þá ekki tekin með í reikninginn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals. Metfjöldi þingmanna lætur af störfum og því gæti verið slegið met í heildarupphæð biðlauna. Þingmennirnir sem hætta eru 31 að tölu. Hver einasti þingmaður sem hefur setið eitt kjörtímabil á rétt á þremur mánuðum í biðlaun, en þeir sem hafa setið í tvö kjörtímabil, eða lengur, eiga rétt á sex mánuðum.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.„Þetta er allt lögbundið og svo kemur það til frádráttar ef menn fara í önnur störf á þessum tíma,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Þetta verður eitthvað meira en venjulega en þetta hefur stundum verið mikið, það er 31 núna en voru að mig minnir 27 síðast, þannig að það er kannski ekki einhver stórmunur,“ segir Helgi. Þingfararkaup alþingismanna er 1,1 milljón króna eftir nýjan úrskurð kjararáðs sem tók gildi 30. október 2016. Sautján þingmenn sem hafa setið í tvö kjörtímabil eða lengur eiga rétt á sex mánaða biðlaunum, sem nema þá 6,6 milljónum á mann. Þetta gerir samtals 112,2 milljónir króna. Fjórtán þingmenn hafa hins vegar setið eitt kjörtímabil og eiga því rétt á þriggja mánaða biðlaunum, sem nema þá 3,3 milljónum á mann eða 46,2 milljónum alls. Laun fyrrverandi ráðherra, sem bætast ofan á þingfararkaupið, eru þá ekki tekin með í reikninginn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00