Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2016 10:13 Fólki sýnist peningum rigna yfir þingheim og aðra æðstu menn hins opinbera, allt í boði Kjararáðs. Mikil reiði hefur brotist út á samskiptamiðlinum Facebook vegna mikilla hækkana sem Kjararáð kynnti strax daginn eftir kosningar. Og sér ekki fyrir endann á því. Þeir eru vissulega til sem benda á að þingmenn eigi að vera vel launaðir en þeir eru kveðnir í kútinn. Illugi Jökulsson rithöfundur orðar það beint út á sinni Facebooksíðu: Nú ganga belgingar um Facebook og slá á axlir hver annars og segja: „Hohoho, við erum svo miklir menn að við erum ekki hræddir við að ganga gegn óttalegu lýðskruminu, við styðjum sko þessa hækkun, þingmenn eiga hana svo sannarlega skilið.“ Þessir miklu menn mega eiga sitt skjallbandalag sjálfir. Ég ætla að vera í liði með Kristni Sigmundssyni og Agli í þessu máli. Það datt víst út hvað Kristinn sagði, en það var þetta: „Hvernig getur fólk réttlætt fyrir sjálfu sér að taka við þessari hækkun. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag svo ekki sé meira sagt.“Illugi ætlar ekki að vera með þeim í liði sem vilja verja gengdarlausar hækkanir æðstu ráðamanna þjóðarinnar.Ekki er ofsagt að reiði ríki nú á Facebook. Enda eru hækkanirnar ekki í nokkru samhengi við þróun á vinnumarkaði – launaþrælar þessa lands furða sig á hækkunum sem eru hærri en sem nemur föstum launum þeirra sjálfra. Enn liggur ekki nákvæmlega fyrir hvað þessar rausnarlegu hækkanir munu kosta ríkisstjóð en víst er að þeir fjármunir eru verulegir.Þegar hefur verið efnt til undirskriftasöfnunarÞessari reiði sem nú gætir á Facebook og víðar hefur verið mætt með því að bjóða uppá undirskriftasöfnun á netinu þar sem hvatt er til þess að Kjararáð verði lagt niður. „Gengdarlausar hækkanir kjararáðs á launum embættismanna og kjörinna fulltrúa eru löngu komnar út fyrir allt velsæmi og það er tími komin til að við segjum okkar skoðun á því svo mark sé á takandi,“ segir á þeirri síðu sem var að fara í loftið og þar hafa, þegar þetta er ritað, þegar hátt í 2000 manns skrifað undir.Borgarstjórinn brjálaðurDagur B. Eggertsson borgarstjóri var rétt í þessu að birta færslu á Facebook þar sem hann fordæmir ákvörðun Kjararáðs um rausnarlega hækkun launa æðstu starfsmanna ríkisins. Hann furðar sig á þögn í landsmálapólitíkinni.Dagur fordæmir launahækkanirnar harðlega.visir/arnþór„Það ríkir dauðþögn úr landsmálapólitíkinni um úrskurð kjararáðs um laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands. Það gengur ekki. Það er fráleitt að laun toppanna í samfélaginu hækki langt umfram þær línur sem sömu toppar hafa lagt varðandi kjaraþróun í landinu - í nafni stöðugleika. Þetta er óréttlátt og rangt og má ekki standa. Ég skora hér með á nýja ríkisstjórn og nýtt Alþingi að gera það að sínu fyrsta verki að grípa þarna inn í. Það er þeirra hlutverk. Ef þetta fær að standa þá er samstarf stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um þróun kjaramála í fullkomnu uppnámi. Þá er stöðugleiki úr sögunni og allir tapa. Það er augljóst mál.“Þorsteinn Víglundssona í klípuRétt er hjá Degi að ekki hafa margir úr þeim hópi sem munu njóta góðs af þessum miklu hækkunum tjáð sig, en þá er þó að finna og æ fleiri eru að koma fram á sjónarsviðið.Augu margra beinast nú að Þorsteini Víglundssyni og honum líst ekki á blikuna.Þorsteinn Víglundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar, var í morgunútvarpi Rásar 2 þar sem hann gagnrýnir þennan gjörning; að hópar sem kjararáð ákveði kjörin fyrir dragist löngum aftur úr og séu svo rifnir upp í háum hækkunum á nokkurra ára fresti. Hann gerir ráð fyrir því að beita sér fyrir breytingum á lögum um kjararáð á þinginu. Þorsteinn var formaður framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og hefur áður varað við launahækkunum á almennum vinnumarkaði, það ógni stöðuguleika og sé ávísun á verðbólgu. Hann er því í sérkennilegri stöðu – að það fyrsta sem hann mætir sjálfur eru rausnarlegar leiðréttingar sem hljóta að setja kjarasamninga í algjört uppnám. Þorsteinn segir að búast megi við því að hann beiti sér fyrir breytingum á lögunum um kjararáð á þingi.Hvað varð um aðgerðirnar sem Bjarni hafði boðað? Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði reyndar boðað frumvarp um breytingar á kjararáði eftir síðasta upphlaup sem varð vegna þessara hækkana sem eru ekki í nokkru samhengi við launahækkanir sem almennir launamenn fá. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Skaganum hefur fordæmt þessar hækkanir harðlega: Forseti lýðveldisins hækkar í launum um ríflega hálfa milljón sem eru tvöföld lágmarkslaun.Sveinbjörg Birna skammast sínOrð Dags borgarstjóra eru reyndar að einhverju leyti misvísandi því Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi bendir á að laun borgarfulltrúa hækki líka verulega. „Laun borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar hækkuðu líka í dag, um 265.000 tæplega. Það virðist enginn tala um það.“ Sveinbjörg bætir svo í með annarri færslu á Facebook og segist hreinlega skammast sín fyrir að þiggja þessa hækkun:Sveinbjörg Birna skammast sín fyrir þær launahækkanir sem henni eru nú skammtaðar.„Ég hef alltaf þurft að semja um mín laun við vinnuveitendur, oft verið feimin að biðja um launahækkanir, fundist ég alltaf þurfa að gera betur og meira til að koma til greina. Aldrei talið eftir mér að vinna yfirvinnu, launaða eður ei. Hef aldrei sótt um stöðuhækkun en nokkrum sinnum skipt um vinnu. Þegar ég var kosin í borgarstjórn vissi ég ekki hve launin voru, en eftir að hafa kynnt mér þau þá var það alveg ..... Ja ekki er fólk í þessu út af laununum. En fékk óumbeðna launahækkun í fyrra afturvirka, sem ég var mjög glöð með. En nú einu ári seinna, aðra launahækkun..... Nú skammast ég mín. Mamma mín sem hefur verið atvinnulaus í of mörg ár fær amk að njóta þess með mér núna og einhver vel valin málefni. Ég hef áhyggjur af verðbólgu og því fordæmi sem verið er að setja um frekari samninga aðila vinnumarkaðarins. Góða nótt.“Tímasetningin gagnrýndÞó vert sé að minna á að Kjararáð starfar samkvæmt lögum og ákvarðanir beri að tilkynna á þessum tíma þykir mörgum tímasetningin algerlega út í hött. Fólk hreinlega grunar að maðkur sé í mysunni því ekki er úr vegi að þetta hefði getað breytt niðurstöðum kosninga þeim í vil sem helst hafa talað fyrir kerfisbreytingum. Eva Hauksdóttir er ein þeirra sem bendir á þetta: „Á meðan þjóðin kaus Sjálfstæðisflokkinn, sat Kjararáð á fundi. Tímasetningin er svo dásamleg að ég trúi því varla að það hafi ekki verið planað,“ segir Eva.Eva Hauksdóttir laganemi og samfélagsrýnir veltir mjög fyrir sér þessari ákvörðun Kjararáðs og henni finnst tímasetningin athyglisverð.Lára Hanna Einarsdóttir samfélagsrýnir bregður fyrir sig háðinu og birtir mynd af meðlimum Kjararáðs: „Þessi hópur fólks var svo elskulegur við ráðamenn þjóðarinnar að hækka launin þeirra um allt að 500 þúsund krónur á mánuði. Erum við þeim ekki mjög þakklát?“ Skipan kjararáðs er frá 1. júlí 2014 til og með 30. júní 2018: Aðalmenn: Jónas Þór Guðmundsson, formaður, kosinn af Alþingi Óskar Bergsson, varaformaður, kosinn af Alþingi Svanhildur Kaaber, kosin af Alþingi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, skipaður af Hæstarétti Hulda Árnadóttir, skipuð af fjármála- og efnahagsráðherraÞessi hópur er heldur betur í deiglunni á samfélagsmiðlunum. Kjararáðið.Varamenn: Eva Dís Pálmadóttir, kosin af Alþingi Örlygur Hnefill Jónsson, kosinn af Alþingi Ingibjörg Ingadóttir, kosin af Alþingi Berglind Svavarsdóttir, lögmaður, skipuð af Hæstarétti Þórlindur Kjartansson, skipaður af fjármála- og efnahagsráðherraPeningar teknir af fólki með ofbeldi Fólk reyndar keppist við að tjá sig um Kjararáð á Facebook. Einn þeirra er nýr þingmaður Viðreisnar, Pawel Bartoszek „Ungi Sleggju-Pawel hefði örugglega litið á það sem ég er að fara segja sem argasta popúlisma en við tveir þurfum þá bara að ræða saman á eftir.... Jú,jú, laun þingmanna þurfa að vera samkeppnishæf, þeir fjárhagslega sjálfstæðir og allt það. En engu að síður: Hækkanir á þingfarakaupi sem kjararáð færði okkur eru of háar. Þetta eru peningar sem teknir eru af öðru fólki með ofbeldi. Það er ekki endilega sjálfsagt að ég, verkefnastjóri hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki, fái hærri upphæð við hver mánaðarmót við það að setjast á þing. Í rauninni er það algjört rugl. Og þannig má lengi áfram telja -- fólk á vart orð í eigu sinni svo ofboðið er því. Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34 Vilhjálmur ósáttur við „allsráðandi“ hræsni Segir ekkert Salek samkomulag gilda hjá Kjararáði. 31. október 2016 20:26 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Mikil reiði hefur brotist út á samskiptamiðlinum Facebook vegna mikilla hækkana sem Kjararáð kynnti strax daginn eftir kosningar. Og sér ekki fyrir endann á því. Þeir eru vissulega til sem benda á að þingmenn eigi að vera vel launaðir en þeir eru kveðnir í kútinn. Illugi Jökulsson rithöfundur orðar það beint út á sinni Facebooksíðu: Nú ganga belgingar um Facebook og slá á axlir hver annars og segja: „Hohoho, við erum svo miklir menn að við erum ekki hræddir við að ganga gegn óttalegu lýðskruminu, við styðjum sko þessa hækkun, þingmenn eiga hana svo sannarlega skilið.“ Þessir miklu menn mega eiga sitt skjallbandalag sjálfir. Ég ætla að vera í liði með Kristni Sigmundssyni og Agli í þessu máli. Það datt víst út hvað Kristinn sagði, en það var þetta: „Hvernig getur fólk réttlætt fyrir sjálfu sér að taka við þessari hækkun. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag svo ekki sé meira sagt.“Illugi ætlar ekki að vera með þeim í liði sem vilja verja gengdarlausar hækkanir æðstu ráðamanna þjóðarinnar.Ekki er ofsagt að reiði ríki nú á Facebook. Enda eru hækkanirnar ekki í nokkru samhengi við þróun á vinnumarkaði – launaþrælar þessa lands furða sig á hækkunum sem eru hærri en sem nemur föstum launum þeirra sjálfra. Enn liggur ekki nákvæmlega fyrir hvað þessar rausnarlegu hækkanir munu kosta ríkisstjóð en víst er að þeir fjármunir eru verulegir.Þegar hefur verið efnt til undirskriftasöfnunarÞessari reiði sem nú gætir á Facebook og víðar hefur verið mætt með því að bjóða uppá undirskriftasöfnun á netinu þar sem hvatt er til þess að Kjararáð verði lagt niður. „Gengdarlausar hækkanir kjararáðs á launum embættismanna og kjörinna fulltrúa eru löngu komnar út fyrir allt velsæmi og það er tími komin til að við segjum okkar skoðun á því svo mark sé á takandi,“ segir á þeirri síðu sem var að fara í loftið og þar hafa, þegar þetta er ritað, þegar hátt í 2000 manns skrifað undir.Borgarstjórinn brjálaðurDagur B. Eggertsson borgarstjóri var rétt í þessu að birta færslu á Facebook þar sem hann fordæmir ákvörðun Kjararáðs um rausnarlega hækkun launa æðstu starfsmanna ríkisins. Hann furðar sig á þögn í landsmálapólitíkinni.Dagur fordæmir launahækkanirnar harðlega.visir/arnþór„Það ríkir dauðþögn úr landsmálapólitíkinni um úrskurð kjararáðs um laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands. Það gengur ekki. Það er fráleitt að laun toppanna í samfélaginu hækki langt umfram þær línur sem sömu toppar hafa lagt varðandi kjaraþróun í landinu - í nafni stöðugleika. Þetta er óréttlátt og rangt og má ekki standa. Ég skora hér með á nýja ríkisstjórn og nýtt Alþingi að gera það að sínu fyrsta verki að grípa þarna inn í. Það er þeirra hlutverk. Ef þetta fær að standa þá er samstarf stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um þróun kjaramála í fullkomnu uppnámi. Þá er stöðugleiki úr sögunni og allir tapa. Það er augljóst mál.“Þorsteinn Víglundssona í klípuRétt er hjá Degi að ekki hafa margir úr þeim hópi sem munu njóta góðs af þessum miklu hækkunum tjáð sig, en þá er þó að finna og æ fleiri eru að koma fram á sjónarsviðið.Augu margra beinast nú að Þorsteini Víglundssyni og honum líst ekki á blikuna.Þorsteinn Víglundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar, var í morgunútvarpi Rásar 2 þar sem hann gagnrýnir þennan gjörning; að hópar sem kjararáð ákveði kjörin fyrir dragist löngum aftur úr og séu svo rifnir upp í háum hækkunum á nokkurra ára fresti. Hann gerir ráð fyrir því að beita sér fyrir breytingum á lögum um kjararáð á þinginu. Þorsteinn var formaður framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og hefur áður varað við launahækkunum á almennum vinnumarkaði, það ógni stöðuguleika og sé ávísun á verðbólgu. Hann er því í sérkennilegri stöðu – að það fyrsta sem hann mætir sjálfur eru rausnarlegar leiðréttingar sem hljóta að setja kjarasamninga í algjört uppnám. Þorsteinn segir að búast megi við því að hann beiti sér fyrir breytingum á lögunum um kjararáð á þingi.Hvað varð um aðgerðirnar sem Bjarni hafði boðað? Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði reyndar boðað frumvarp um breytingar á kjararáði eftir síðasta upphlaup sem varð vegna þessara hækkana sem eru ekki í nokkru samhengi við launahækkanir sem almennir launamenn fá. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Skaganum hefur fordæmt þessar hækkanir harðlega: Forseti lýðveldisins hækkar í launum um ríflega hálfa milljón sem eru tvöföld lágmarkslaun.Sveinbjörg Birna skammast sínOrð Dags borgarstjóra eru reyndar að einhverju leyti misvísandi því Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi bendir á að laun borgarfulltrúa hækki líka verulega. „Laun borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar hækkuðu líka í dag, um 265.000 tæplega. Það virðist enginn tala um það.“ Sveinbjörg bætir svo í með annarri færslu á Facebook og segist hreinlega skammast sín fyrir að þiggja þessa hækkun:Sveinbjörg Birna skammast sín fyrir þær launahækkanir sem henni eru nú skammtaðar.„Ég hef alltaf þurft að semja um mín laun við vinnuveitendur, oft verið feimin að biðja um launahækkanir, fundist ég alltaf þurfa að gera betur og meira til að koma til greina. Aldrei talið eftir mér að vinna yfirvinnu, launaða eður ei. Hef aldrei sótt um stöðuhækkun en nokkrum sinnum skipt um vinnu. Þegar ég var kosin í borgarstjórn vissi ég ekki hve launin voru, en eftir að hafa kynnt mér þau þá var það alveg ..... Ja ekki er fólk í þessu út af laununum. En fékk óumbeðna launahækkun í fyrra afturvirka, sem ég var mjög glöð með. En nú einu ári seinna, aðra launahækkun..... Nú skammast ég mín. Mamma mín sem hefur verið atvinnulaus í of mörg ár fær amk að njóta þess með mér núna og einhver vel valin málefni. Ég hef áhyggjur af verðbólgu og því fordæmi sem verið er að setja um frekari samninga aðila vinnumarkaðarins. Góða nótt.“Tímasetningin gagnrýndÞó vert sé að minna á að Kjararáð starfar samkvæmt lögum og ákvarðanir beri að tilkynna á þessum tíma þykir mörgum tímasetningin algerlega út í hött. Fólk hreinlega grunar að maðkur sé í mysunni því ekki er úr vegi að þetta hefði getað breytt niðurstöðum kosninga þeim í vil sem helst hafa talað fyrir kerfisbreytingum. Eva Hauksdóttir er ein þeirra sem bendir á þetta: „Á meðan þjóðin kaus Sjálfstæðisflokkinn, sat Kjararáð á fundi. Tímasetningin er svo dásamleg að ég trúi því varla að það hafi ekki verið planað,“ segir Eva.Eva Hauksdóttir laganemi og samfélagsrýnir veltir mjög fyrir sér þessari ákvörðun Kjararáðs og henni finnst tímasetningin athyglisverð.Lára Hanna Einarsdóttir samfélagsrýnir bregður fyrir sig háðinu og birtir mynd af meðlimum Kjararáðs: „Þessi hópur fólks var svo elskulegur við ráðamenn þjóðarinnar að hækka launin þeirra um allt að 500 þúsund krónur á mánuði. Erum við þeim ekki mjög þakklát?“ Skipan kjararáðs er frá 1. júlí 2014 til og með 30. júní 2018: Aðalmenn: Jónas Þór Guðmundsson, formaður, kosinn af Alþingi Óskar Bergsson, varaformaður, kosinn af Alþingi Svanhildur Kaaber, kosin af Alþingi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, skipaður af Hæstarétti Hulda Árnadóttir, skipuð af fjármála- og efnahagsráðherraÞessi hópur er heldur betur í deiglunni á samfélagsmiðlunum. Kjararáðið.Varamenn: Eva Dís Pálmadóttir, kosin af Alþingi Örlygur Hnefill Jónsson, kosinn af Alþingi Ingibjörg Ingadóttir, kosin af Alþingi Berglind Svavarsdóttir, lögmaður, skipuð af Hæstarétti Þórlindur Kjartansson, skipaður af fjármála- og efnahagsráðherraPeningar teknir af fólki með ofbeldi Fólk reyndar keppist við að tjá sig um Kjararáð á Facebook. Einn þeirra er nýr þingmaður Viðreisnar, Pawel Bartoszek „Ungi Sleggju-Pawel hefði örugglega litið á það sem ég er að fara segja sem argasta popúlisma en við tveir þurfum þá bara að ræða saman á eftir.... Jú,jú, laun þingmanna þurfa að vera samkeppnishæf, þeir fjárhagslega sjálfstæðir og allt það. En engu að síður: Hækkanir á þingfarakaupi sem kjararáð færði okkur eru of háar. Þetta eru peningar sem teknir eru af öðru fólki með ofbeldi. Það er ekki endilega sjálfsagt að ég, verkefnastjóri hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki, fái hærri upphæð við hver mánaðarmót við það að setjast á þing. Í rauninni er það algjört rugl. Og þannig má lengi áfram telja -- fólk á vart orð í eigu sinni svo ofboðið er því.
Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34 Vilhjálmur ósáttur við „allsráðandi“ hræsni Segir ekkert Salek samkomulag gilda hjá Kjararáði. 31. október 2016 20:26 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00
Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34
Vilhjálmur ósáttur við „allsráðandi“ hræsni Segir ekkert Salek samkomulag gilda hjá Kjararáði. 31. október 2016 20:26