Enska landsliðið í krikket er ekki að gera góða hluti þessa dagana en landslið fatlaðra er aftur á móti búið að eignast nýja hetju.
Liam Thomas lét nefnilega ekkert stoppa sig við það að koma boltanum á réttan stað í landsleik Englands og Pakistan.
Liam Thomas var í vörn en missti staurfótinn sinn í eitt skiptið þegar hann var að elta boltann. Í stað þess að gefast upp þá hélt Thomas áfram hoppandi um á öðrum fætinum.
Því miður fyrir Liam Thomas og félaga hans þá dugði hetjuleg frammistaða hans ekki til og liðið varð að sætta sig við naumt tap á móti Pakistan.
Guardian er einn fréttamiðlanna sem hefur birt myndbandið sem má sjá hér fyrir neðan.
England cricketer Liam Thomas continues fielding after losing artificial leg https://t.co/byy0ijgnGM pic.twitter.com/LR8bKIjFJl
— Guardian sport (@guardian_sport) October 31, 2016