New York Times segir Ísland vera moskítólausa paradís Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2016 15:01 Myndin er samsett Vísir/Vilhelm Það þekkja það ef til vill margir sem ferðast hafa til fjarlægari landa hversu hvimleiðar moskító-flugur geta verið. Hingað til hafa þær ekki náð fótfestu hér á landi og fyrir það er pistlahöfundur New York Times einstaklega þakklátur. Í pistli sem birtist á vefsíðu blaðins og ber nafnið „Moskítólausa eyparadís Evrópu: Ísland“ veltir pistlahöfundur því fyrir sér hvernig standi eiginlega á hér á landi megi ekki finna moskítóflugur í massavís, miðað við að flugurnar þrífist í öllum helstu nágrannalöndum okkar. Leitar höfundur svara hjá Gísla Má Gíslasyni, prófessors í líffræði við HÍ, sem gefur þau svör að þrátt fyrir að það sé ekki vitað með vissu sé loftslagið á Íslandi líklegasta ástæðan fyrir því að Ísland sé moskítófrítt land. Gísli varar þó við því að haldi hlýnun jarðar áfram sé þó mjög líklegt að moskítóflugan hasli sér völl hér á landi og „verði þá öllum til ama“ líkt og Gísli orðar það. Hann tekur þó fram að líklega muni silungurinn græða á komu þeirra enda muni þær að öllum líkindum verða mikilvæg fæða fyrir silunginn. Í umfjöllun New York Times um Ísland og moskítóskortinn segir þó að finna megi eina moskítóflugu hér á Íslandi. Hún sé á Náttufræðistofnun Íslands en það var Gísli sjálfur sem handsamaði hana um borð í flugvél sem kom frá Grænlandi, eftir mikinn eltingarleik. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Það þekkja það ef til vill margir sem ferðast hafa til fjarlægari landa hversu hvimleiðar moskító-flugur geta verið. Hingað til hafa þær ekki náð fótfestu hér á landi og fyrir það er pistlahöfundur New York Times einstaklega þakklátur. Í pistli sem birtist á vefsíðu blaðins og ber nafnið „Moskítólausa eyparadís Evrópu: Ísland“ veltir pistlahöfundur því fyrir sér hvernig standi eiginlega á hér á landi megi ekki finna moskítóflugur í massavís, miðað við að flugurnar þrífist í öllum helstu nágrannalöndum okkar. Leitar höfundur svara hjá Gísla Má Gíslasyni, prófessors í líffræði við HÍ, sem gefur þau svör að þrátt fyrir að það sé ekki vitað með vissu sé loftslagið á Íslandi líklegasta ástæðan fyrir því að Ísland sé moskítófrítt land. Gísli varar þó við því að haldi hlýnun jarðar áfram sé þó mjög líklegt að moskítóflugan hasli sér völl hér á landi og „verði þá öllum til ama“ líkt og Gísli orðar það. Hann tekur þó fram að líklega muni silungurinn græða á komu þeirra enda muni þær að öllum líkindum verða mikilvæg fæða fyrir silunginn. Í umfjöllun New York Times um Ísland og moskítóskortinn segir þó að finna megi eina moskítóflugu hér á Íslandi. Hún sé á Náttufræðistofnun Íslands en það var Gísli sjálfur sem handsamaði hana um borð í flugvél sem kom frá Grænlandi, eftir mikinn eltingarleik.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira