New York Times segir Ísland vera moskítólausa paradís Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2016 15:01 Myndin er samsett Vísir/Vilhelm Það þekkja það ef til vill margir sem ferðast hafa til fjarlægari landa hversu hvimleiðar moskító-flugur geta verið. Hingað til hafa þær ekki náð fótfestu hér á landi og fyrir það er pistlahöfundur New York Times einstaklega þakklátur. Í pistli sem birtist á vefsíðu blaðins og ber nafnið „Moskítólausa eyparadís Evrópu: Ísland“ veltir pistlahöfundur því fyrir sér hvernig standi eiginlega á hér á landi megi ekki finna moskítóflugur í massavís, miðað við að flugurnar þrífist í öllum helstu nágrannalöndum okkar. Leitar höfundur svara hjá Gísla Má Gíslasyni, prófessors í líffræði við HÍ, sem gefur þau svör að þrátt fyrir að það sé ekki vitað með vissu sé loftslagið á Íslandi líklegasta ástæðan fyrir því að Ísland sé moskítófrítt land. Gísli varar þó við því að haldi hlýnun jarðar áfram sé þó mjög líklegt að moskítóflugan hasli sér völl hér á landi og „verði þá öllum til ama“ líkt og Gísli orðar það. Hann tekur þó fram að líklega muni silungurinn græða á komu þeirra enda muni þær að öllum líkindum verða mikilvæg fæða fyrir silunginn. Í umfjöllun New York Times um Ísland og moskítóskortinn segir þó að finna megi eina moskítóflugu hér á Íslandi. Hún sé á Náttufræðistofnun Íslands en það var Gísli sjálfur sem handsamaði hana um borð í flugvél sem kom frá Grænlandi, eftir mikinn eltingarleik. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir „Það má ekki gleyma því að í byrjun þá leit Covid-19 býsna ógnvekjandi út“ Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Það þekkja það ef til vill margir sem ferðast hafa til fjarlægari landa hversu hvimleiðar moskító-flugur geta verið. Hingað til hafa þær ekki náð fótfestu hér á landi og fyrir það er pistlahöfundur New York Times einstaklega þakklátur. Í pistli sem birtist á vefsíðu blaðins og ber nafnið „Moskítólausa eyparadís Evrópu: Ísland“ veltir pistlahöfundur því fyrir sér hvernig standi eiginlega á hér á landi megi ekki finna moskítóflugur í massavís, miðað við að flugurnar þrífist í öllum helstu nágrannalöndum okkar. Leitar höfundur svara hjá Gísla Má Gíslasyni, prófessors í líffræði við HÍ, sem gefur þau svör að þrátt fyrir að það sé ekki vitað með vissu sé loftslagið á Íslandi líklegasta ástæðan fyrir því að Ísland sé moskítófrítt land. Gísli varar þó við því að haldi hlýnun jarðar áfram sé þó mjög líklegt að moskítóflugan hasli sér völl hér á landi og „verði þá öllum til ama“ líkt og Gísli orðar það. Hann tekur þó fram að líklega muni silungurinn græða á komu þeirra enda muni þær að öllum líkindum verða mikilvæg fæða fyrir silunginn. Í umfjöllun New York Times um Ísland og moskítóskortinn segir þó að finna megi eina moskítóflugu hér á Íslandi. Hún sé á Náttufræðistofnun Íslands en það var Gísli sjálfur sem handsamaði hana um borð í flugvél sem kom frá Grænlandi, eftir mikinn eltingarleik.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir „Það má ekki gleyma því að í byrjun þá leit Covid-19 býsna ógnvekjandi út“ Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira