Heimilislausir Píratar vilja græna herbergið Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. nóvember 2016 07:00 Þingflokkur Framsóknar fundaði í græna herberginu í gær. Vísir/Lillý Þingflokkur Pírata er þrefalt stærri í dag en hann var fyrir kosningarnar um síðustu helgi. Birgitta Jónsdóttir pírati segir flokkinn ekki ætla að nota sama þingflokksherbergi, enda sé það of lítið. „Flokkar eiga ekki nein þingflokksherbergi. Við gerum ráð fyrir að við förum í græna herbergið,“ segir Birgitta. Það passi best fyrir stærð þingflokks Pírata, en Framsóknarflokkurinn var í græna herberginu á síðasta kjörtímabili. Birgitta segir þingmenn vera mjög mikið í þinghúsinu, einkum við þinglok um jól og á vorin. Þá sé nauðsynlegt að geta haft þannig aðstöðu að allir geti verið á sama stað. Píratar hafa haldið tvo þingflokksfundi frá síðustu kosningum. Vegna plássleysis í gamla þingflokksherberginu hefur flokkurinn fengið lánað herbergi forsætisnefndar þingsins. „Við erum bara heimilislaus eins og er. Skrifstofurnar okkar eru bara fyrir þriggja manna þingflokk. En við gerum ráð fyrir því að þetta leysist allt,“ segir Birgitta. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, segir umræðuna um skipan í þingherbergin vera ótímabæra. „Við erum bara enn þá að fara yfir þetta af því að gula herbergið sem við höfum alltaf verið í er heldur þröngt og það er ekki kominn neinn botn í það hvernig við leysum það. Skrifstofa þingsins hefur yfirumsjón með því og það væri hægt að leysa það með ýmsu móti, meðal annars með græna herberginu. En við erum ekki búin að botna það,“ segir Svandís. Hún bendir á að enn hafi ekki verið ákveðið hvenær þingið kemur saman, ekkert sé vitað hvernig næsta ríkisstjórn verður og þessi mál þurfi að skoðast samhliða því. Þessa dagana er verið að skipta upp herberginu sem Samfylkingin hefur verið í. Ástæðan er sú að þingflokkarnir verða sjö, en voru sex á síðasta kjörtímabili og því vantar eitt herbergi. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að verið sé að ganga frá herbergjaskipaninni þessa dagana. Ekkert hafi verið ákveðið endanlega. „Þetta er ákaflega þröngt og erfitt að eiga við þetta. Ég er búinn að leggja ákveðnar hugmyndir fyrir flokkana en það er auðvitað háð því hvað menn þurfa mikið pláss og hvort þeir geta verið áfram á sínum stað eða þurfa að skipta,“ segir Helgi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þingflokkur Pírata er þrefalt stærri í dag en hann var fyrir kosningarnar um síðustu helgi. Birgitta Jónsdóttir pírati segir flokkinn ekki ætla að nota sama þingflokksherbergi, enda sé það of lítið. „Flokkar eiga ekki nein þingflokksherbergi. Við gerum ráð fyrir að við förum í græna herbergið,“ segir Birgitta. Það passi best fyrir stærð þingflokks Pírata, en Framsóknarflokkurinn var í græna herberginu á síðasta kjörtímabili. Birgitta segir þingmenn vera mjög mikið í þinghúsinu, einkum við þinglok um jól og á vorin. Þá sé nauðsynlegt að geta haft þannig aðstöðu að allir geti verið á sama stað. Píratar hafa haldið tvo þingflokksfundi frá síðustu kosningum. Vegna plássleysis í gamla þingflokksherberginu hefur flokkurinn fengið lánað herbergi forsætisnefndar þingsins. „Við erum bara heimilislaus eins og er. Skrifstofurnar okkar eru bara fyrir þriggja manna þingflokk. En við gerum ráð fyrir því að þetta leysist allt,“ segir Birgitta. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, segir umræðuna um skipan í þingherbergin vera ótímabæra. „Við erum bara enn þá að fara yfir þetta af því að gula herbergið sem við höfum alltaf verið í er heldur þröngt og það er ekki kominn neinn botn í það hvernig við leysum það. Skrifstofa þingsins hefur yfirumsjón með því og það væri hægt að leysa það með ýmsu móti, meðal annars með græna herberginu. En við erum ekki búin að botna það,“ segir Svandís. Hún bendir á að enn hafi ekki verið ákveðið hvenær þingið kemur saman, ekkert sé vitað hvernig næsta ríkisstjórn verður og þessi mál þurfi að skoðast samhliða því. Þessa dagana er verið að skipta upp herberginu sem Samfylkingin hefur verið í. Ástæðan er sú að þingflokkarnir verða sjö, en voru sex á síðasta kjörtímabili og því vantar eitt herbergi. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að verið sé að ganga frá herbergjaskipaninni þessa dagana. Ekkert hafi verið ákveðið endanlega. „Þetta er ákaflega þröngt og erfitt að eiga við þetta. Ég er búinn að leggja ákveðnar hugmyndir fyrir flokkana en það er auðvitað háð því hvað menn þurfa mikið pláss og hvort þeir geta verið áfram á sínum stað eða þurfa að skipta,“ segir Helgi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira