Saksóknarar í Sviss lögðu hald á ellefu lúxusbíla í gær sem allir eru í eigu varaforseta Afríkuríkisins Miðbaugs-Gíneu.
Teodorin Obiang Nguema, sem er raunar sonur forseta landsins, er sakaður um peningaþvætti í Sviss, en hann hefur ekki tjáð sig um málið.
Varaforsetinn er reyndar í vandræðum víðar um heim því í Frakklandi hefur hann einnig verið sakaður um svipaða hluti. Á meðal bílanna sem teknir voru er Porsche sem metinn er á 800 þúsund dollara og Bugatti Veyron sem metinn er á tvær milljónir dala.
Saksóknarar halda því fram að forsetinn hafi dregið sér fé úr hinum mikla olíusjóði landsins og notað í lúxusvarning auk þess sem hann hefur safnað minjagripum tengdum poppstjörnunni Michael Jackson í gríð og erg.
Safnaði minjagripum tengdum Michael Jackson fyrir almannafé
