Ólafía náði sér ekki á strik á lokadeginum og hafnaði í 26. sæti Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. nóvember 2016 12:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær í Abú Dabí. Mynd/LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 26. sæti á Fatima Bint Mubarak mótinu í golfi en mótið er hluti af LET-mótaröðinni, næst sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum og þeirri sterkustu í Evrópu. Ólafía leiddi eftir fyrsta hring og hélt forskotinu út annan hringinn en eftir að hafa leikið á tveimur höggum yfir pari í gær mátti hún varla við mistökum á lokahringnum. Ólafía sem lék í ráshóp með sigurvegara mótsins, Beth Allen, byrjaði daginn á pari á fyrstu þremur holunum. Tveir skollar á 4. og 7. holu gerðu það að verkum að hún var tveimur höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar. Náði hún að komast á parið í dag með tveimur fuglum á 11. og 12. holu vallarins en hún varð fyrir áfalli á 14. holu þegar hún fékk tvöfaldan skolla. Lenti innáhögg hennar þá á gangbraut við hlið teigsins í öðru höggi. Fylgdi hún því eftir með öðrum tvöföldum skolla á 15. braut og féll hún niður í 26. sæti en hún endaði hringinn og mótið á þremur pörum í röð. Var hringur dagsins versti hringur hennar á mótinu en hún endaði 14. höggum á eftir efsta kylfing. Ólafía er á fyrsta tímabili sínu á LET-mótaröðinni en hún er aðeins annar íslenski kylfingurinn sem tekur þátt á mótaröðinni. Þá verður Ólafía aftur á ferðinni í lok nóvember þegar hún tekur þátt í loka úrtökumótinu fyrir LPGA, sterkstu mótaröð í heimi. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 26. sæti á Fatima Bint Mubarak mótinu í golfi en mótið er hluti af LET-mótaröðinni, næst sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum og þeirri sterkustu í Evrópu. Ólafía leiddi eftir fyrsta hring og hélt forskotinu út annan hringinn en eftir að hafa leikið á tveimur höggum yfir pari í gær mátti hún varla við mistökum á lokahringnum. Ólafía sem lék í ráshóp með sigurvegara mótsins, Beth Allen, byrjaði daginn á pari á fyrstu þremur holunum. Tveir skollar á 4. og 7. holu gerðu það að verkum að hún var tveimur höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar. Náði hún að komast á parið í dag með tveimur fuglum á 11. og 12. holu vallarins en hún varð fyrir áfalli á 14. holu þegar hún fékk tvöfaldan skolla. Lenti innáhögg hennar þá á gangbraut við hlið teigsins í öðru höggi. Fylgdi hún því eftir með öðrum tvöföldum skolla á 15. braut og féll hún niður í 26. sæti en hún endaði hringinn og mótið á þremur pörum í röð. Var hringur dagsins versti hringur hennar á mótinu en hún endaði 14. höggum á eftir efsta kylfing. Ólafía er á fyrsta tímabili sínu á LET-mótaröðinni en hún er aðeins annar íslenski kylfingurinn sem tekur þátt á mótaröðinni. Þá verður Ólafía aftur á ferðinni í lok nóvember þegar hún tekur þátt í loka úrtökumótinu fyrir LPGA, sterkstu mótaröð í heimi.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira