Rjúpnaskytta saknað: Erfiðar aðstæður til leitar á Snæfellsnesi Ásgeir Erlendsson skrifar 6. nóvember 2016 09:43 Skytturnar héldu til veiða frá Slitvindastöðum í Staðarsveit. Vísir/Loftmyndir Leit að tveimur rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi sem staðið hefur yfir í hálfan sólarhring hefur enn engan árangur borið. Aðstæður til leitar í nótt voru erfiðar en liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Reykjanesi og allt norður í Skagafjörð tekur nú þátt í leitinni. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og Vesturlandi voru kallaðar út um klukkan hálfellefu í gærkvöldi til leitar að tveimur rjúpnaskyttum sem í gærmorgun héldu til veiða frá Slitvindastöðum í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þar höfðu mennirnir tveir dvalið í sumarbústað í eigu fjölskyldu annars þeirra en meira er ekki vitað um ferðir þeirra. Liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu tekur þátt í leitinni auk þess sem áætlunarhópur Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið kallaður saman í björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð til að aðstoða við skipulagningu leitaraðgerða. Einar Þór Strand í aðgerðarstjórn Landsbjargar á Snæfellsnesi segir aðstæður hafa verið erfiðar til leitar í nótt þar sem dimm þoka hefur legið yfir leitarsvæðinu, sem er erfitt yfirferðar. „Við tókum í nótt hraðleit á svæðinu eins og hægt var en það var náttúrulega ekkert skyggni, bæði myrkur og þoka,“ segir Einar. „Nú er kominn auka mannskapur á svæðið og þeir eru að fara að ganga upp í þessum töluðu orðum.“ Þegar taka hátt í áttatíu manns þátt í leitinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina í nótt, meðal annars til að reyna að staðsetja síma mannanna, og verður mögulega kölluð aftur út í dag. Einar segist þó telja að hún kæmi að litlu gagni sem stendur vegna þess hve lélegt skyggni er. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg mun björgunarsveitarfólki á leitarsvæðinu fjölga verulega eftir því sem líður á morguninn. Einar segir þó ekki hvern sem er geta tekið þátt í leitinni. Leitarsvæðið er mjög bratt, nokkuð um skriður á svæðinu og nánast ekkert skyggni, sem fyrr segir. Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira
Leit að tveimur rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi sem staðið hefur yfir í hálfan sólarhring hefur enn engan árangur borið. Aðstæður til leitar í nótt voru erfiðar en liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Reykjanesi og allt norður í Skagafjörð tekur nú þátt í leitinni. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og Vesturlandi voru kallaðar út um klukkan hálfellefu í gærkvöldi til leitar að tveimur rjúpnaskyttum sem í gærmorgun héldu til veiða frá Slitvindastöðum í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þar höfðu mennirnir tveir dvalið í sumarbústað í eigu fjölskyldu annars þeirra en meira er ekki vitað um ferðir þeirra. Liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu tekur þátt í leitinni auk þess sem áætlunarhópur Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið kallaður saman í björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð til að aðstoða við skipulagningu leitaraðgerða. Einar Þór Strand í aðgerðarstjórn Landsbjargar á Snæfellsnesi segir aðstæður hafa verið erfiðar til leitar í nótt þar sem dimm þoka hefur legið yfir leitarsvæðinu, sem er erfitt yfirferðar. „Við tókum í nótt hraðleit á svæðinu eins og hægt var en það var náttúrulega ekkert skyggni, bæði myrkur og þoka,“ segir Einar. „Nú er kominn auka mannskapur á svæðið og þeir eru að fara að ganga upp í þessum töluðu orðum.“ Þegar taka hátt í áttatíu manns þátt í leitinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina í nótt, meðal annars til að reyna að staðsetja síma mannanna, og verður mögulega kölluð aftur út í dag. Einar segist þó telja að hún kæmi að litlu gagni sem stendur vegna þess hve lélegt skyggni er. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg mun björgunarsveitarfólki á leitarsvæðinu fjölga verulega eftir því sem líður á morguninn. Einar segir þó ekki hvern sem er geta tekið þátt í leitinni. Leitarsvæðið er mjög bratt, nokkuð um skriður á svæðinu og nánast ekkert skyggni, sem fyrr segir.
Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira