Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 85-70 | Sigur í fyrsta leik undir stjórn Bjarna Aron Ingi Valtýsson í Röstinni skrifar 6. nóvember 2016 18:30 Ashley Grimes er stigahæsti leikmaður Grindavíkur í vetur. vísir/stefán Grindavík vann sinn fyrsta leik undir stjórn Bjarna Magnússonar 85-70 gegn nágrönnunum í Njarðvík í 16-liða úrslitum Maltbikarsins en leikið var í Grindavík. Bjarni Magnússon var ráðinn sem þjálfari Grindavíkurstúlkna fyrir leikinn. Björn Steinar Brynjólfsson var látinn fara eftir fyrstu 6 leiki liðsins í Dominos deildinni. Bjarni fékk gullið tækifæri til þess að bæta gengi liðsins og koma þeim í 8-liða úrslit. Síðast þegar Grindavík og Njarðvík mættust í deildinni höfðu Njarðvíkingar betur með öruggum fjórtán stiga sigri í Grindavík. En síðan þá höfðu Grindvíkingar gert breytingar og skipt um þjálfara. Ashley Grims hefur dregið vagninn fyrir Grindavík í deildinni í vetur enda með 21,6 stig að meðaltali í leik, 10,6 fráköst og 3,9 stoðsendingar. Þá hefur Carmen Tyson-Thomas, leikmaður Njarðvíkur, verið yfirburðaleikmaður í deildinni í vetur með 38,9 stig og 16,3 fráköst að meðaltali í leik. Í fyrsta leikhluta komu heimastúlkur mun ákveðnari til leiks og komust í 17-2 forystu. María Ben Erlingsdóttir fór fyrir stigaskori Grindvíkinga með 11 stig. Ekkert gekk upp hjá gestunum gegn sterkri vörn Grindvíkinga. Þær tvöfölduðu vel á Carmen sem skoraði lítið. Gestirnir úr Njarðvík mættu mun öflugri til leiks í öðrum leikhluta og unnu hann 22-19. Þær héldu vel í við Grindavíkurliðið þrátt fyrir að vera að elta allan tímann. Carmen náði að losa sig betur frá sterkri vörn heimastúlkna og skoraði 14 stig. Þriðji leikhluti byrjaði frekar klaufalega hjá báðum liðum. Það var mikið stress á leikmönnum og bæði lið töpuðu boltum ítrekað og hittu ekki úr auðveldum skotum. Ekki skánaði ástandið fyrir Njarðvík þegar Tyson-Thomas fór meidd af velli og ljóst að hún myndi ekki spila meira í leiknum. Grindavík fór því að bíta frá sér og fór með sextán stiga forystu inn í lokaleikhlutann, 67-51. Bæði lið skoruðu bæði lið 10 stig á fyrstu 3 mínútunum í fjórða leikhluta. Eftir það dró svolítið úr leiknum og Njarðvíkingar þurftu að setja allt í það að halda sér inní honum sem dugði þó ekki til. Leikurinn endaði með verðskulduðum sigri Grindavíkur, 85-70.Af hverju vann Grindavík? Grindavíkurstúlkur komu vel einbeittar inn í leikinn og ætluðu heldur betur að láta Njarðvík finna fyrir því. Liðsheild og samvinna skilaði heimaliðinu góðum sigri. Eftir fyrsta leikhluta voru heimastúlkur með 13 stiga forystu og héldu því forskoti allan leikinn. Maríu Ben Erlingsdóttur leið vel undir körfunni og skilaði 21 stigi fyrir heimakonur. Bjarni Magnússon hefur náð að koma góðri stemningu í lið Grindavíkur og var allt annað að sjá liðið í þessum leik heldur en síðustu leikjum. Það var mikil leikgleði og sigurvilji sem skilaði þessum sigri hjá Grindavík.Bestu menn vallarins Í liði Grindavík var María Ben Erlingsdóttir stigahæst með 21 stig eins og kom fram hér að ofan. María var að spila virkilega vel í dag, flottar hreyfingar undir körfunni og spilaði vel fyrir félaga sína í sókn sem skilaði liðinu auðveldum körfum. Bestar hjá Njarðvík voru María Ben Jónsdóttir sem var með 14 stig og 6 fráköst og Júlía Scheving Steindórsdóttir sem skilaði 10 stigum og 8 fráköstum. Þessar tvær stigu upp í seinni hálfleik þegar Carmen Tyson-Thomas þurfti að yfirgefa leikvöllinn vegna meiðsla en Carmen skoraði 18 stig á þeim 19 mínútum sem hún spilaði.Hvað gekk illa? Gestirnir frá Njarðvík komu ekki tilbúnar til leiks í fyrsta leikhluta sem skildu liðin að. Fyrir gestina var erfitt að elta allan leikinn, sérstaklega þegar þeirra besti maður þurfti að yfirgefa völlinn vegan meiðsla eins og kom fram hér að ofan. En ungt lið Njarðvíkur náði að halda sér vel inní leiknum í seinni hálfleik og gaf ekkert eftir.Bjarni: Ánægður með kraftinn í liðinu Bjarni Magnússon var að stýra sínum fyrsta leik með Grindavíkurliðið og var sáttur með vinnuna og dugnaðinn sem stelpurnar sýndu. „Við lögðum upp með að bæta varnaleikinn á þessum 2 dögum,” sagði Bjarni sem tók við liði Grindavíkur fyrir aðeins tveimur dögum. Spurður út í stemninguna hjá liðinu sagði Bjarni að mikið hefði gengið á síðustu dagana. „Það er ekki hægt að kenna einum manni um lélegt gengi. Ég vildi keyra þetta áfram á krafti og leikgleði sem stelpurnar gerðu,” sagði Bjarni en óhætt er að segja að liðsheildin og gleðin hafi skinið af leikmönnum Grindavíkur í dag.Agnar: Stelpurnar gáfust ekki upp Agnar Gunnarsson, þjálfari Njarðvikur, var ánægður með stelpurnar þrátt fyrir tap í dag. „Stelpurnar spiluðu mjög vel í seinni hálfleik og gáfu ekkert eftir,” sagði Agnar en stelpurnar misstu ekki Grindvíkinga langt frá sér þrátt fyrir að missa sinn besta mann af velli í hálfleik. „Sumar stelpur hjá okkur voru að spila sinn sjötta leik í efstu deild á meðan Grindavíkurliðið er með yfir 100 landsleiki,” sagði Agnar og hélt áfram að hrósa stelpunum fyrir frábæra framistöðu á móti sterku liði Grindvíkinga.Bein lýsing: Grindavík - NjarðvíkTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Grindavík vann sinn fyrsta leik undir stjórn Bjarna Magnússonar 85-70 gegn nágrönnunum í Njarðvík í 16-liða úrslitum Maltbikarsins en leikið var í Grindavík. Bjarni Magnússon var ráðinn sem þjálfari Grindavíkurstúlkna fyrir leikinn. Björn Steinar Brynjólfsson var látinn fara eftir fyrstu 6 leiki liðsins í Dominos deildinni. Bjarni fékk gullið tækifæri til þess að bæta gengi liðsins og koma þeim í 8-liða úrslit. Síðast þegar Grindavík og Njarðvík mættust í deildinni höfðu Njarðvíkingar betur með öruggum fjórtán stiga sigri í Grindavík. En síðan þá höfðu Grindvíkingar gert breytingar og skipt um þjálfara. Ashley Grims hefur dregið vagninn fyrir Grindavík í deildinni í vetur enda með 21,6 stig að meðaltali í leik, 10,6 fráköst og 3,9 stoðsendingar. Þá hefur Carmen Tyson-Thomas, leikmaður Njarðvíkur, verið yfirburðaleikmaður í deildinni í vetur með 38,9 stig og 16,3 fráköst að meðaltali í leik. Í fyrsta leikhluta komu heimastúlkur mun ákveðnari til leiks og komust í 17-2 forystu. María Ben Erlingsdóttir fór fyrir stigaskori Grindvíkinga með 11 stig. Ekkert gekk upp hjá gestunum gegn sterkri vörn Grindvíkinga. Þær tvöfölduðu vel á Carmen sem skoraði lítið. Gestirnir úr Njarðvík mættu mun öflugri til leiks í öðrum leikhluta og unnu hann 22-19. Þær héldu vel í við Grindavíkurliðið þrátt fyrir að vera að elta allan tímann. Carmen náði að losa sig betur frá sterkri vörn heimastúlkna og skoraði 14 stig. Þriðji leikhluti byrjaði frekar klaufalega hjá báðum liðum. Það var mikið stress á leikmönnum og bæði lið töpuðu boltum ítrekað og hittu ekki úr auðveldum skotum. Ekki skánaði ástandið fyrir Njarðvík þegar Tyson-Thomas fór meidd af velli og ljóst að hún myndi ekki spila meira í leiknum. Grindavík fór því að bíta frá sér og fór með sextán stiga forystu inn í lokaleikhlutann, 67-51. Bæði lið skoruðu bæði lið 10 stig á fyrstu 3 mínútunum í fjórða leikhluta. Eftir það dró svolítið úr leiknum og Njarðvíkingar þurftu að setja allt í það að halda sér inní honum sem dugði þó ekki til. Leikurinn endaði með verðskulduðum sigri Grindavíkur, 85-70.Af hverju vann Grindavík? Grindavíkurstúlkur komu vel einbeittar inn í leikinn og ætluðu heldur betur að láta Njarðvík finna fyrir því. Liðsheild og samvinna skilaði heimaliðinu góðum sigri. Eftir fyrsta leikhluta voru heimastúlkur með 13 stiga forystu og héldu því forskoti allan leikinn. Maríu Ben Erlingsdóttur leið vel undir körfunni og skilaði 21 stigi fyrir heimakonur. Bjarni Magnússon hefur náð að koma góðri stemningu í lið Grindavíkur og var allt annað að sjá liðið í þessum leik heldur en síðustu leikjum. Það var mikil leikgleði og sigurvilji sem skilaði þessum sigri hjá Grindavík.Bestu menn vallarins Í liði Grindavík var María Ben Erlingsdóttir stigahæst með 21 stig eins og kom fram hér að ofan. María var að spila virkilega vel í dag, flottar hreyfingar undir körfunni og spilaði vel fyrir félaga sína í sókn sem skilaði liðinu auðveldum körfum. Bestar hjá Njarðvík voru María Ben Jónsdóttir sem var með 14 stig og 6 fráköst og Júlía Scheving Steindórsdóttir sem skilaði 10 stigum og 8 fráköstum. Þessar tvær stigu upp í seinni hálfleik þegar Carmen Tyson-Thomas þurfti að yfirgefa leikvöllinn vegna meiðsla en Carmen skoraði 18 stig á þeim 19 mínútum sem hún spilaði.Hvað gekk illa? Gestirnir frá Njarðvík komu ekki tilbúnar til leiks í fyrsta leikhluta sem skildu liðin að. Fyrir gestina var erfitt að elta allan leikinn, sérstaklega þegar þeirra besti maður þurfti að yfirgefa völlinn vegan meiðsla eins og kom fram hér að ofan. En ungt lið Njarðvíkur náði að halda sér vel inní leiknum í seinni hálfleik og gaf ekkert eftir.Bjarni: Ánægður með kraftinn í liðinu Bjarni Magnússon var að stýra sínum fyrsta leik með Grindavíkurliðið og var sáttur með vinnuna og dugnaðinn sem stelpurnar sýndu. „Við lögðum upp með að bæta varnaleikinn á þessum 2 dögum,” sagði Bjarni sem tók við liði Grindavíkur fyrir aðeins tveimur dögum. Spurður út í stemninguna hjá liðinu sagði Bjarni að mikið hefði gengið á síðustu dagana. „Það er ekki hægt að kenna einum manni um lélegt gengi. Ég vildi keyra þetta áfram á krafti og leikgleði sem stelpurnar gerðu,” sagði Bjarni en óhætt er að segja að liðsheildin og gleðin hafi skinið af leikmönnum Grindavíkur í dag.Agnar: Stelpurnar gáfust ekki upp Agnar Gunnarsson, þjálfari Njarðvikur, var ánægður með stelpurnar þrátt fyrir tap í dag. „Stelpurnar spiluðu mjög vel í seinni hálfleik og gáfu ekkert eftir,” sagði Agnar en stelpurnar misstu ekki Grindvíkinga langt frá sér þrátt fyrir að missa sinn besta mann af velli í hálfleik. „Sumar stelpur hjá okkur voru að spila sinn sjötta leik í efstu deild á meðan Grindavíkurliðið er með yfir 100 landsleiki,” sagði Agnar og hélt áfram að hrósa stelpunum fyrir frábæra framistöðu á móti sterku liði Grindvíkinga.Bein lýsing: Grindavík - NjarðvíkTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira