Heimsbyggðin bíður úrslitanna í ofvæni Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. nóvember 2016 06:45 Stuðningsmenn Trumps á kosningafundi í Virginíu þar sem stóryrðin gagnvart Hillary Clinton voru ekki spöruð frekar en venjulega. vísir/afp Bandarískir kjósendur taka í dag af skarið um það hvort þeirra Hillary Clinton eða Donalds Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna. Clinton yrði fyrsta konan sem gegnir þessu valdamikla embætti, en Trump gæti orðið til alls vís. Hillary Clinton og Donald Trump hafa síðustu daga bæði verið á miklum þeytingi á milli kosningafunda, í von um að næla sér í sem allra flest atkvæði á lokametrunum í þeim ríkjum þar sem óvissan er einna mest.Í gær kom Clinton fram á kosningafundi í Michigan, Norður-Karólínu og Pennsylvaníu en Trump notaði síðasta daginn til að heimsækja fjögur af ríkjum Bandaríkjanna: Flórída, Norður-Karólínu, Pennsylvaníu og New Hampshire. Barack Obama forseti hefur einnig blandað sér í kosningabaráttuna til stuðnings Clinton og stefndi á að koma fram á síðasta kosningafundi hennar í Pennsylvaníu. „Við erum á góðri ferð,“ sagði Clinton og hét því að unna sér ekki hvíldar fyrr en síðasta atkvæðið hefur verið talið. Kosið verður í dag en skoðanakannanir sýna að afar mjótt er á mununum, þótt Clinton hafi haft nokkurra prósenta forskot fram á síðasta dag. Mikil óvissa ríkir um það hvort yfirlýsingar alríkislögreglunnar FBI muni hafa frekari áhrif á fylgi frambjóðendanna. Aðeins tveimur dögum fyrir kosningadag kom nýjasta yfirlýsingin frá James B. Comey, yfirmanni FBI, þar sem hann segist ekki sjá neina ástæðu til að rannsaka tölvupóst Clinton frekar. Aðeins viku fyrr hafði hann skýrt frá því að í tengslum við rannsókn á fyrrverandi eiginmanni helstu aðstoðarkonu hennar hafi fundist tölvupóstsamskipti við Clinton sem hugsanlega gæti þurft að rannsaka frekar. Sú yfirlýsing virtist hafa merkjanleg áhrif á skoðanakannanir. Sigurlíkur Donalds Trump jukust töluvert, ekki reyndar vegna þess að fylgi Clintons hafi dalað neitt heldur var það fylgi Trumps sem jókst nokkuð hratt. Demókratar reiddust mjög þessari yfirlýsingu og hafa sumir sakað FBI um að draga taum Trumps, en þegar nýjasta yfirlýsingin kom sagði Trump ekkert að marka FBI: „Hillary Clinton er sek. Hún veit það. FBI veit það,“ sagði hann og sakaði FBI um að vera á hennar bandi. Síðustu dagana hefur bilið á milli þeirra staðið nokkurn veginn í stað og verið í kringum tvö prósent, sem þýðir að ekki þarf mikið til þess að Trump hrósi sigri þótt Clinton hafi vissulega vinninginn enn þá. Mestar líkur standa til þess að Clinton hafi sigur á Trump, líklega frekar nauman, en hvorki er hægt að útiloka að Trump vinni nauman sigur á henni né að Clinton sigri þegar allt kemur til alls með miklum yfirburðum. Þessir tveir óvæntu möguleikar eru báðir í raun vel mögulegir, miðað við skoðanakannanir síðustu daga og vikna. Venjulega taka úrslitin að skýrast á miðvikudagsmorgni, en það gæti dregist verulega ef litlu munar í einhverjum ríkjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Stuðningsmenn Hillary Clintons á útifundi í Flórída á sunnudag þar sem Barack Obama forseti kom fram.vísir/afp Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira
Bandarískir kjósendur taka í dag af skarið um það hvort þeirra Hillary Clinton eða Donalds Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna. Clinton yrði fyrsta konan sem gegnir þessu valdamikla embætti, en Trump gæti orðið til alls vís. Hillary Clinton og Donald Trump hafa síðustu daga bæði verið á miklum þeytingi á milli kosningafunda, í von um að næla sér í sem allra flest atkvæði á lokametrunum í þeim ríkjum þar sem óvissan er einna mest.Í gær kom Clinton fram á kosningafundi í Michigan, Norður-Karólínu og Pennsylvaníu en Trump notaði síðasta daginn til að heimsækja fjögur af ríkjum Bandaríkjanna: Flórída, Norður-Karólínu, Pennsylvaníu og New Hampshire. Barack Obama forseti hefur einnig blandað sér í kosningabaráttuna til stuðnings Clinton og stefndi á að koma fram á síðasta kosningafundi hennar í Pennsylvaníu. „Við erum á góðri ferð,“ sagði Clinton og hét því að unna sér ekki hvíldar fyrr en síðasta atkvæðið hefur verið talið. Kosið verður í dag en skoðanakannanir sýna að afar mjótt er á mununum, þótt Clinton hafi haft nokkurra prósenta forskot fram á síðasta dag. Mikil óvissa ríkir um það hvort yfirlýsingar alríkislögreglunnar FBI muni hafa frekari áhrif á fylgi frambjóðendanna. Aðeins tveimur dögum fyrir kosningadag kom nýjasta yfirlýsingin frá James B. Comey, yfirmanni FBI, þar sem hann segist ekki sjá neina ástæðu til að rannsaka tölvupóst Clinton frekar. Aðeins viku fyrr hafði hann skýrt frá því að í tengslum við rannsókn á fyrrverandi eiginmanni helstu aðstoðarkonu hennar hafi fundist tölvupóstsamskipti við Clinton sem hugsanlega gæti þurft að rannsaka frekar. Sú yfirlýsing virtist hafa merkjanleg áhrif á skoðanakannanir. Sigurlíkur Donalds Trump jukust töluvert, ekki reyndar vegna þess að fylgi Clintons hafi dalað neitt heldur var það fylgi Trumps sem jókst nokkuð hratt. Demókratar reiddust mjög þessari yfirlýsingu og hafa sumir sakað FBI um að draga taum Trumps, en þegar nýjasta yfirlýsingin kom sagði Trump ekkert að marka FBI: „Hillary Clinton er sek. Hún veit það. FBI veit það,“ sagði hann og sakaði FBI um að vera á hennar bandi. Síðustu dagana hefur bilið á milli þeirra staðið nokkurn veginn í stað og verið í kringum tvö prósent, sem þýðir að ekki þarf mikið til þess að Trump hrósi sigri þótt Clinton hafi vissulega vinninginn enn þá. Mestar líkur standa til þess að Clinton hafi sigur á Trump, líklega frekar nauman, en hvorki er hægt að útiloka að Trump vinni nauman sigur á henni né að Clinton sigri þegar allt kemur til alls með miklum yfirburðum. Þessir tveir óvæntu möguleikar eru báðir í raun vel mögulegir, miðað við skoðanakannanir síðustu daga og vikna. Venjulega taka úrslitin að skýrast á miðvikudagsmorgni, en það gæti dregist verulega ef litlu munar í einhverjum ríkjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Stuðningsmenn Hillary Clintons á útifundi í Flórída á sunnudag þar sem Barack Obama forseti kom fram.vísir/afp
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira
Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45
Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30
Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00