Íslandsmeistararnir leituðu sér hjálpar eftir skelfilega byrjun Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2016 15:15 Viðar Halldórsson hjálpaði leikmönnum Hauka að taka hausinn á sér í gegn. vísir/vilhelm Íslandsmeistarar Hauka í Olís-deild karla í handbolta byrjuðu deildarkeppnina í ár alveg skelfilega. Þeir unnu aðeins einn leik af fyrstu fjórum en botninum náði liðið þegar það fékk á sig 41 mark í 41-37 tapi gegn Fram í lok september. Haukar hafa verið þekktir fyrir frábæran varnarleik undanfarin ár en Hafnafjarðarliðið varð Íslandsmeistari annað árið í röð í maí á þessu ári og í tíunda sinn í sögu félagsins. Spilamennska Hauka hefur batnað að undanförnu en liðið er búið að vinna þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og er nú aðeins tveimur stigum frá liðunum í 2.-4. sæti deildarinnar. En það er ástæða fyrir bættri spilamennsku liðsins. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, leitaði til Doktors Viðars Halldórssonar, félagsfræðings, sem kom inn í þetta með Gunnari í smá tíma. „Hann var með okkur núna í októbermánuði. Það sem mér fannst vanta og hefur gerst hjá betri liðum en hjá okkur og þú getur bara horft á öll þessi sport sem til eru að þegar þú vinnur eitthvað stórt tvö ár í röð þá fer að vanta upp á hugarfarið og hungrið,“ segir Gunnar í viðtali við fimmeinn.is.Gunnar Magnússon leitaði til vinar síns Doktors Viðars Halldórssonar.vísir/ernir„Mér fannst hugarfarið ekki í lagi í septembermánuði og það var orðið stórt vandamál að mér fannst. Þetta kom mér sjálfum á óvart því við áttum ekki við þetta vandamál að etja í fyrra. Mér fannst liðið vanta aðstoð með þetta í september og því kallaði ég á Viðar Halldórsson og það var hann sem hjálpaði okkur að komast aftur á sporið,“ sagði Gunnar. Gunnar telur Haukaliðið eiga enn þá möguleika á deildarmeistaratitlinum en liðið er átta stigum á eftir toppliði Aftureldingar. „Ef við lögum framistöðuna þá getum við gert hvað sem er, en grunnurinn að því er að við lögum varnarleikinn og fáum markvörslu,“ segir Gunnar. Aðspurður hvort umræðan um gengi Haukanna fari í taugarnar á sér segir Gunnar Magnússon: „Nei, nei, hún á alveg rétt á sér og ég hef lúmskt gaman af henni. En það er rétt að það er búið að ræða mikið okkar slæma gengi og umræðan hefur svo sem átt rétt á sér, en það er samt mikið búið að ganga á, staðan er samt bara núna að það eru bara tvö stig í annað sætið og nóg af leikjum eftir. Við erum komnir inn í pakkann.“Allt viðtalið má lesa hér. Olís-deild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka í Olís-deild karla í handbolta byrjuðu deildarkeppnina í ár alveg skelfilega. Þeir unnu aðeins einn leik af fyrstu fjórum en botninum náði liðið þegar það fékk á sig 41 mark í 41-37 tapi gegn Fram í lok september. Haukar hafa verið þekktir fyrir frábæran varnarleik undanfarin ár en Hafnafjarðarliðið varð Íslandsmeistari annað árið í röð í maí á þessu ári og í tíunda sinn í sögu félagsins. Spilamennska Hauka hefur batnað að undanförnu en liðið er búið að vinna þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og er nú aðeins tveimur stigum frá liðunum í 2.-4. sæti deildarinnar. En það er ástæða fyrir bættri spilamennsku liðsins. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, leitaði til Doktors Viðars Halldórssonar, félagsfræðings, sem kom inn í þetta með Gunnari í smá tíma. „Hann var með okkur núna í októbermánuði. Það sem mér fannst vanta og hefur gerst hjá betri liðum en hjá okkur og þú getur bara horft á öll þessi sport sem til eru að þegar þú vinnur eitthvað stórt tvö ár í röð þá fer að vanta upp á hugarfarið og hungrið,“ segir Gunnar í viðtali við fimmeinn.is.Gunnar Magnússon leitaði til vinar síns Doktors Viðars Halldórssonar.vísir/ernir„Mér fannst hugarfarið ekki í lagi í septembermánuði og það var orðið stórt vandamál að mér fannst. Þetta kom mér sjálfum á óvart því við áttum ekki við þetta vandamál að etja í fyrra. Mér fannst liðið vanta aðstoð með þetta í september og því kallaði ég á Viðar Halldórsson og það var hann sem hjálpaði okkur að komast aftur á sporið,“ sagði Gunnar. Gunnar telur Haukaliðið eiga enn þá möguleika á deildarmeistaratitlinum en liðið er átta stigum á eftir toppliði Aftureldingar. „Ef við lögum framistöðuna þá getum við gert hvað sem er, en grunnurinn að því er að við lögum varnarleikinn og fáum markvörslu,“ segir Gunnar. Aðspurður hvort umræðan um gengi Haukanna fari í taugarnar á sér segir Gunnar Magnússon: „Nei, nei, hún á alveg rétt á sér og ég hef lúmskt gaman af henni. En það er rétt að það er búið að ræða mikið okkar slæma gengi og umræðan hefur svo sem átt rétt á sér, en það er samt mikið búið að ganga á, staðan er samt bara núna að það eru bara tvö stig í annað sætið og nóg af leikjum eftir. Við erum komnir inn í pakkann.“Allt viðtalið má lesa hér.
Olís-deild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira