Ekki horfa Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 00:00 Aleppo. Mosul. Jemen. Drukknuð börn í Miðjarðarhafinu. Það er föstudagur og þungt yfir mér. Ógnvænlegt ástand hefur verið að byggjast upp í norðurhluta Nígeríu og löndunum í kring. Vannærð börn eru í lífshættu. Fullt af þeim. Það óhugnanlega er að venjulega láta vannærð börn lífið af orsökum tengdum vannæringu, s.s. lungnabólgu, malaríu og niðurgangspestum. En nú er staðan svo slæm að sums staðar í Borno-héraði svelta þau til dauða. Þótt hungursneyð hafi ekki enn verið formlega lýst yfir er hlutfall barna með alvarlega bráðavannæringu á pari við það sem sást í sumum héruðum í Sómalíu í hungursneyðinni árið 2011. Svo há tala sést nánast aldrei í heiminum. Hálf milljón barna í fjórum ríkjum er í lífshættu. Þetta er þögul neyð sem nánast enginn veit um. Ég fyllist vanmætti. Hvað á ég að gera með þetta, hver hefur heyrt um Borno?! Allt í einu get ég ekki meira af óhugnanlegum myndum af börnum sem þjást. Hristi mig svo til. Ef við gætum veitt öllum þeim börnum í Borno sem þjást af vannæringu meðferð væri hægt að bjarga meira en 99 prósentum þeirra. Það er rosalegt.Myndir á Facebook Þess vegna viljum við hjá UNICEF á Íslandi núna segja þetta: Ekki horfa … hjálpaðu. Við sýnum því skilning að margir eru orðnir ónæmir fyrir hörmungum í fréttum og á samfélagsmiðlum. Það þarf ekki að horfa á myndir á Facebook af illa höldnum vannærðum börnum til að veita hjálp. Það er líka hægt að treysta hjálparsamtökum eins og UNICEF til að gera allt sem þau geta til að bjarga lífi barnanna. UNICEF vinnur dag og nótt í Sýrlandi og í yfir 190 öðrum löndum við að hjálpa börnum. Í dag hefjum við neyðarsöfnun vegna barna í Nígeríu og nágrannaríkjunum. Fyrir sms-ið BARN í númerið 1900 er til dæmis hægt að útvega barni meðferð gegn vannæringu í heila viku. Þú þarft ekki að horfa en þú getur hjálpað. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Aleppo. Mosul. Jemen. Drukknuð börn í Miðjarðarhafinu. Það er föstudagur og þungt yfir mér. Ógnvænlegt ástand hefur verið að byggjast upp í norðurhluta Nígeríu og löndunum í kring. Vannærð börn eru í lífshættu. Fullt af þeim. Það óhugnanlega er að venjulega láta vannærð börn lífið af orsökum tengdum vannæringu, s.s. lungnabólgu, malaríu og niðurgangspestum. En nú er staðan svo slæm að sums staðar í Borno-héraði svelta þau til dauða. Þótt hungursneyð hafi ekki enn verið formlega lýst yfir er hlutfall barna með alvarlega bráðavannæringu á pari við það sem sást í sumum héruðum í Sómalíu í hungursneyðinni árið 2011. Svo há tala sést nánast aldrei í heiminum. Hálf milljón barna í fjórum ríkjum er í lífshættu. Þetta er þögul neyð sem nánast enginn veit um. Ég fyllist vanmætti. Hvað á ég að gera með þetta, hver hefur heyrt um Borno?! Allt í einu get ég ekki meira af óhugnanlegum myndum af börnum sem þjást. Hristi mig svo til. Ef við gætum veitt öllum þeim börnum í Borno sem þjást af vannæringu meðferð væri hægt að bjarga meira en 99 prósentum þeirra. Það er rosalegt.Myndir á Facebook Þess vegna viljum við hjá UNICEF á Íslandi núna segja þetta: Ekki horfa … hjálpaðu. Við sýnum því skilning að margir eru orðnir ónæmir fyrir hörmungum í fréttum og á samfélagsmiðlum. Það þarf ekki að horfa á myndir á Facebook af illa höldnum vannærðum börnum til að veita hjálp. Það er líka hægt að treysta hjálparsamtökum eins og UNICEF til að gera allt sem þau geta til að bjarga lífi barnanna. UNICEF vinnur dag og nótt í Sýrlandi og í yfir 190 öðrum löndum við að hjálpa börnum. Í dag hefjum við neyðarsöfnun vegna barna í Nígeríu og nágrannaríkjunum. Fyrir sms-ið BARN í númerið 1900 er til dæmis hægt að útvega barni meðferð gegn vannæringu í heila viku. Þú þarft ekki að horfa en þú getur hjálpað. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar