Oddný: Samfylkingin tekur ekki þátt í næstu ríkisstjórn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2016 16:55 Oddný Harðardóttir, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, kom á fund til forseta Guðna Th. Jóhannessonar rétt fyrir klukkan 16 í dag en hún var sá sú sjöunda og sú síðasta í röðinni til að mæta á Bessastaði til að ræða komandi stjórnarmyndunarviðræður. Gaf hún sér tíma til að ræða við fjölmiðlamenn á Bessastöðum að loknum fundi þeirra áður en að hún las upp yfirlýsingu þess efnis að hún myndi segja af sér sem formaður Samfylkingarinnar og að Logi Einarsson varaformaður myndi taka við. Í spjalli sínu við fjölmiðlamenn kom fram að Samfylkingin myndi ekki taka þátt í þeirri ríkisstjórn sem mynduð verður. „Við erum ekki að fara í ríkisstjórn, það er augljóst. Við munum styðja öll góð mál. Verði möguleiki á einhversskonar umbótastjórn munum við styðja hana,“ sagði Oddný en hún var einnig spurð að því hvort að Samfylkingin myndi verja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli ásamt Pírötum líkt og Píratar hafa lagt til.„Við getum vel hugsað okkur að styðja slíka stjórn sem væri mynduð af stjórnarandstöðunni ásamt Viðreisn. Auðvitað ekki blindandi, við myndum vilja sjá um hvað slíkir flokkar myndu gera sáttmála en það er mjög líklegt að við myndum styðja slíka stjórn og verja hana falli.“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur tilkynnt að hann muni halda viðræðum sínum við forystufólk flokkanna áfram á morgun með það fyrir augum að taka afstöðu til veitingar umboðs til stjórnarmyndunar á næstu dögum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Björt framtíð leggur til að Viðreisn fái stjórnarmyndunarumboð „Við sjáum mikla samvinnu og samlegð með okkur og Viðreisn sem er nýr miðjuflokkur“ 31. október 2016 15:55 Forsetinn heldur viðræðum við forystufólk flokkanna áfram á morgun 31. október 2016 16:42 Tillaga Pírata um minnihlutastjórn á borðinu ef illa gengur að mynda meirihluta „Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð forystumanna Viðreisnar verða við þessu.“ 31. október 2016 14:06 Oddný segir af sér sem formaður Samfylkingar Tilkynnti um afsögn sína á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 16:31 Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55 Viðreisn útilokar ekki minnihlutastjórn með Bjartri framtíð og VG Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 14 í dag til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna. 31. október 2016 14:12 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Oddný Harðardóttir, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, kom á fund til forseta Guðna Th. Jóhannessonar rétt fyrir klukkan 16 í dag en hún var sá sú sjöunda og sú síðasta í röðinni til að mæta á Bessastaði til að ræða komandi stjórnarmyndunarviðræður. Gaf hún sér tíma til að ræða við fjölmiðlamenn á Bessastöðum að loknum fundi þeirra áður en að hún las upp yfirlýsingu þess efnis að hún myndi segja af sér sem formaður Samfylkingarinnar og að Logi Einarsson varaformaður myndi taka við. Í spjalli sínu við fjölmiðlamenn kom fram að Samfylkingin myndi ekki taka þátt í þeirri ríkisstjórn sem mynduð verður. „Við erum ekki að fara í ríkisstjórn, það er augljóst. Við munum styðja öll góð mál. Verði möguleiki á einhversskonar umbótastjórn munum við styðja hana,“ sagði Oddný en hún var einnig spurð að því hvort að Samfylkingin myndi verja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli ásamt Pírötum líkt og Píratar hafa lagt til.„Við getum vel hugsað okkur að styðja slíka stjórn sem væri mynduð af stjórnarandstöðunni ásamt Viðreisn. Auðvitað ekki blindandi, við myndum vilja sjá um hvað slíkir flokkar myndu gera sáttmála en það er mjög líklegt að við myndum styðja slíka stjórn og verja hana falli.“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur tilkynnt að hann muni halda viðræðum sínum við forystufólk flokkanna áfram á morgun með það fyrir augum að taka afstöðu til veitingar umboðs til stjórnarmyndunar á næstu dögum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Björt framtíð leggur til að Viðreisn fái stjórnarmyndunarumboð „Við sjáum mikla samvinnu og samlegð með okkur og Viðreisn sem er nýr miðjuflokkur“ 31. október 2016 15:55 Forsetinn heldur viðræðum við forystufólk flokkanna áfram á morgun 31. október 2016 16:42 Tillaga Pírata um minnihlutastjórn á borðinu ef illa gengur að mynda meirihluta „Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð forystumanna Viðreisnar verða við þessu.“ 31. október 2016 14:06 Oddný segir af sér sem formaður Samfylkingar Tilkynnti um afsögn sína á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 16:31 Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55 Viðreisn útilokar ekki minnihlutastjórn með Bjartri framtíð og VG Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 14 í dag til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna. 31. október 2016 14:12 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Björt framtíð leggur til að Viðreisn fái stjórnarmyndunarumboð „Við sjáum mikla samvinnu og samlegð með okkur og Viðreisn sem er nýr miðjuflokkur“ 31. október 2016 15:55
Tillaga Pírata um minnihlutastjórn á borðinu ef illa gengur að mynda meirihluta „Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð forystumanna Viðreisnar verða við þessu.“ 31. október 2016 14:06
Oddný segir af sér sem formaður Samfylkingar Tilkynnti um afsögn sína á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 16:31
Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55
Viðreisn útilokar ekki minnihlutastjórn með Bjartri framtíð og VG Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 14 í dag til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna. 31. október 2016 14:12