Fjárframlög til Landspítala ekki í takti við aukna þjónustu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. október 2016 20:00 Viðbótarfjárþörf Landspítalans eru 11,7 milljarðar fyrir næsta ár en fjárframlög til spítalans eru ekki í takti við aukna þjónustu. Þetta segir forstjóri Landspítalans sem telur brýnt að minna á stöðuna nú að kosningum loknum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans segir fjárþörf spítalans vera töluverða. „Við metum það sem svo að á næsta ári þurfum við um það bil 11,7 milljarða til þess að geta veitt framúrskarandi þjónustu og byggt hana rétt um. Til viðbótar við fjármálaætlun fyrri ríkisstjórnar þá sýnist okkur við þurfa nálægt 66 milljörðum næstu fimm árin inn í Landspítalann,“ segir Páll og bætir við að samkvæmt fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar þá sé gert ráð fyrir tveimur milljörðum aukalega í sérhæfða spítalaþjónustu á árinu 2017. „Þetta er mjög fjarri því sem við teljum vera þörf spítalans. Við teljum brýnt að minna á þetta núna þegar menn eru að byrja að hugsa til framtíðar eftir kosningar,“ segir Páll. Af þeim rúmu 11,7 milljörðum sem spítalinn þurfi til viðbótar við fjárframlög þarf 400 milljónir í aukið framboð þjónustu til að stytta biðlista, rúma tvo milljarðar að lágmarki vegna viðhalds, rúmar 400 milljónir í lágmarksþörf vegna tækjakaupa og 400 milljónir í rekstur brjóstamiðstöðvar en stofnkostnaður hennar eru rúmar 550 milljónir. Þá segir Páll fjárframlög ekki vera í takti til aukna þjónustu en árleg aukning á eftirspurn vegna mannfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar er 1,7 prósent. Þá hefur fjölgun ferðamanna hér á landi áhrif en 14.303 ferðamenn komu á Bráðamóttöku Landspítalans á árunum 2001-2014. „Ár frá ári þá eykst álagið gríðarlega vegna ferðamanna. Svo dæmi sé tekið þá eru 10 prósent sjúklinga á gjörgæsludeild spítalans síðasta árið erlendir ferðamenn,“ segir Páll Matthíasson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Viðbótarfjárþörf Landspítalans eru 11,7 milljarðar fyrir næsta ár en fjárframlög til spítalans eru ekki í takti við aukna þjónustu. Þetta segir forstjóri Landspítalans sem telur brýnt að minna á stöðuna nú að kosningum loknum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans segir fjárþörf spítalans vera töluverða. „Við metum það sem svo að á næsta ári þurfum við um það bil 11,7 milljarða til þess að geta veitt framúrskarandi þjónustu og byggt hana rétt um. Til viðbótar við fjármálaætlun fyrri ríkisstjórnar þá sýnist okkur við þurfa nálægt 66 milljörðum næstu fimm árin inn í Landspítalann,“ segir Páll og bætir við að samkvæmt fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar þá sé gert ráð fyrir tveimur milljörðum aukalega í sérhæfða spítalaþjónustu á árinu 2017. „Þetta er mjög fjarri því sem við teljum vera þörf spítalans. Við teljum brýnt að minna á þetta núna þegar menn eru að byrja að hugsa til framtíðar eftir kosningar,“ segir Páll. Af þeim rúmu 11,7 milljörðum sem spítalinn þurfi til viðbótar við fjárframlög þarf 400 milljónir í aukið framboð þjónustu til að stytta biðlista, rúma tvo milljarðar að lágmarki vegna viðhalds, rúmar 400 milljónir í lágmarksþörf vegna tækjakaupa og 400 milljónir í rekstur brjóstamiðstöðvar en stofnkostnaður hennar eru rúmar 550 milljónir. Þá segir Páll fjárframlög ekki vera í takti til aukna þjónustu en árleg aukning á eftirspurn vegna mannfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar er 1,7 prósent. Þá hefur fjölgun ferðamanna hér á landi áhrif en 14.303 ferðamenn komu á Bráðamóttöku Landspítalans á árunum 2001-2014. „Ár frá ári þá eykst álagið gríðarlega vegna ferðamanna. Svo dæmi sé tekið þá eru 10 prósent sjúklinga á gjörgæsludeild spítalans síðasta árið erlendir ferðamenn,“ segir Páll Matthíasson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira