Minnihlutaflokkarnir núverandi á þingi, Björt framtíð, Samfylking, Vinstri græn og Píratar funda líklega um helgina til að fara yfir mögulega fleti á samstarfi eftir kosningar og myndun bandalags.
Viðreisn mun ekki boðið til þessara samræðna þar eð forsvarsmenn Viðreisnar hafa hafnað því að ræða við Pírata fyrr en eftir kosningar.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, stakk upp á því á mánudag að fundur yrði haldinn þar sem allir minnihlutaflokkarnir kæmu að samtali um myndun kosningabandalags. Samfylkingin var því ein flokka sem mætti til einkasamtalsins við Pírata því Björt framtíð og VG hafa ekki hitt Pírata á slíkum fundi.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Minnihlutinn án Viðreisnar
Sveinn Arnarsson skrifar
