Brasilíumaðurinn Jose Aldo flaug til Las Vegas í gær þar sem hann fundaði með Dana White, forseta UFC, en Aldo segist vera hættur í MMA og vill losna undan samningi við UFC.
Hann er hundfúll að fá ekki að mæta Conor McGregor í New York í bardaga um fjaðurvigtarbeltið. Hann sagðist því vera búinn að fá leið á þessu öllu og er hættur.
Hann virðist ekki vera hættur við að hætta þó svo það væri mýkri tónn í honum eftir fundinn.
„Það er ómögulegt að segja hvað gerist í framtíðinni. Við verðum bara að bíða og sjá. Það sem hefur þó ekki breyst er vilji minn til þess að hætta,“ sagði Aldo við blaðamenn í Las Vegas.
„Mér leið þannig er ég flaug frá Brasilíu og mér líður enn eins. Hvað gerist síðan í framtíðinni veit enginn.“
Þó svo hann sé enn fúll er ekki að heyra að hann sé endanlega búinn að skella hurðinni á eftir sér.
„Þetta var fyrsta samtalið og við gætum verið á leið niður betri veg. Það er margt að breytast hjá UFC þessa dagana.“
Aldo: Framtíðin er óráðin

Tengdar fréttir

Aldo er til í að tapa viljandi
Jose Aldo er svo mikið í mun um að losna undan samningi að hann mun ekki víla fyrir sér að tapa viljandi til þess að losna frá sambandinu.

Ekki einu sinni bardagi við Conor mun hugga Aldo
Jose Aldo var ekkert að grínast er hann sagði í reiðikasti á dögunum að hann væri hættur í MMA og vildi losna undan samningi hjá UFC.

Aldo segist vera hættur í MMA
Brasilíumaðurinn segir að Conor McGregor stýri UFC og hann hefur engan áhuga á því að vera starfsmaður Írans.