Karl Th. hundskammar félaga sína í ritstjórafélaginu Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2016 17:17 Karl Th. hundskammar þá Illuga, Eirík og Smára í harðorðum pistli: Ættu að skammast sín og biðjast afsökunar. Karl Th. Birgisson, ritstjóri veftímaritsins Herðubreiðar, hellir sér yfir þá Gunnar Smára Egilsson ritstjóra, Eirík Jónsson ritstjóra og Illuga Jökulsson fyrrverandi ritstjóra í pistli sem hann birti á Herðubreið nú síðdegis. Innihald pistilsins rís undir fyrirsögn hans: „Skammist ykkar“. Karl segir þá gefa sér, og þannig dylgja um, að eiginkona Sturlu Pálssonar framkvæmdastjóra í Seðlabankanum, Helga Jónsdóttir, hafi gert Engeyingum viðvart að bankarnir, allir nema Kaupþing, myndu falla. Um er að ræða ákaflega mikilvægar innherjaupplýsingar, þær verða vart mikilvægari þó ýmsir hafi eflaust talið sig sjá í hvað stefndi. Fram hefur komið að Sturla braut trúnað og sagði konu sinni Helgu í hvað stefndi. Helga er náfrænka Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og af hinni umsvifamiklu Engeyjarætt.Fantasíður blaðamannanna „Að lágmarki þrír fjölmiðlamenn birtu í gærkvöldi dylgjur um það, hvernig Bjarni Benediktsson tengdist leka á upplýsingum úr Seðlabankanum haustið 2008. Þær voru samstofna og eiga það sameiginlegt, að þær eru fantasíur blaðamannanna,“ skrifar Karl. Hann finnur þó Eiríki það til afsökunar að í frétt sem hann birti á vef sínum hafi verið sleginn fyrirvari. Því var ekki að heilsa í tilfellum hinna tveggja sem slógu því á fast á Facebook-síðum sínum að Helga hafi gert frændum sínum viðvart. Karl vandar um við Illuga, Eirík og Smára með tilþrifum í pistli sínum: „Ætli finnist aðrir tveir fjölmiðlamenn sem hneykslast jafnmikið á því daglangt hversu óvönduð íslensk umræða er, rangt farið með staðreyndir, dylgjað, bullað og snúið út úr, og hversu slæm áhrif slík hegðun hefur á samfélagið og lýðræðið?“Ættu að biðjast afsökunar Karl spyr hvað hafi komið þeim til þess arna og birta sem staðreyndir hugdettur um einstakling af því að hann heitir Bjarni Benediktsson? – spyr Karl og endar pistil sinn með kröfu um afsökunarbeiðni: „Hver sem skýringin er, þá er framkoman óboðleg ef við eigum einhvern tímann að komast upp úr sóða- og slóðahugsun. Og þeir ættu að biðjast afsökunar sirka núna.“ Fyrir áhugamenn um fjölmiðla eru þessar umvandanir Karls sérlega athyglisverðar en allir eru þeir fjórir af sama skólanum í blaðamennsku, sem Matthías Johannessen hefur kallað heiðgula í endurminningarbók sinni, og hafa þeir starfað með einum hætti eða öðrum á fjölmiðlum svo sem Pressunni, DV og Fréttablaðinu. Allir hafa þeir svo starfað sem ritstjórar og eru þar með félagar í ritstjórafélaginu, ef taka má svo óformlega til orða.Uppfært 17:42Er Kalli orðin einhver Facebooklögga? Svo virðist sem umvandanir Karls falli í grýttan jarðveg meðal þeirra sem fyrir þeim urðu. Karl deildi pistli sínum í Facebookhóp sem heitir Fjölmiðlanördar og Gunnar Smári hefur þegar svarað fyrir sitt leyti, á þeim vettvangi: „Bíddu, ert þú einhver Facebook-lögga Kalli? Eða ert þú orðinn stóri bróðir okkar Illuga og Eiríks? Ekki vantar mig fleiri slíka. Ég ætti ekki annað eftir en að biðja þig um leyfi til að fá að rekja ættir á Facebook eða hýja á Engeyinga,“ skrifar Gunnar Smári og hann er á því að sókn sé besta vörnin og segir að Karl megi skammast sín fyrir að taka ljósmynd af sér af vefnum ... „þjófurinn þinn.“ Tengdar fréttir Almannahagsmunir trompa trúnaðarsamband við ástvin "Það kann að vera bara mannlegt að vilja láta ástvini ganga fyrir þessum skyldum en þá virðist nokkuð augljóst að um leið hefur maður valið að hætta að gegna hlutverkinu.“ 20. október 2016 16:05 Bjarni um ásakanir á hendur Engeyjarættinni: „Þetta er bara ógeðslegt“ Bjarni Benediktsson fjármálaræðherra ræddi umræðu sem skapaðist eftir umfjöllun um símtalið umtalaða í miðju bankahruninu. 20. október 2016 17:12 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Karl Th. Birgisson, ritstjóri veftímaritsins Herðubreiðar, hellir sér yfir þá Gunnar Smára Egilsson ritstjóra, Eirík Jónsson ritstjóra og Illuga Jökulsson fyrrverandi ritstjóra í pistli sem hann birti á Herðubreið nú síðdegis. Innihald pistilsins rís undir fyrirsögn hans: „Skammist ykkar“. Karl segir þá gefa sér, og þannig dylgja um, að eiginkona Sturlu Pálssonar framkvæmdastjóra í Seðlabankanum, Helga Jónsdóttir, hafi gert Engeyingum viðvart að bankarnir, allir nema Kaupþing, myndu falla. Um er að ræða ákaflega mikilvægar innherjaupplýsingar, þær verða vart mikilvægari þó ýmsir hafi eflaust talið sig sjá í hvað stefndi. Fram hefur komið að Sturla braut trúnað og sagði konu sinni Helgu í hvað stefndi. Helga er náfrænka Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og af hinni umsvifamiklu Engeyjarætt.Fantasíður blaðamannanna „Að lágmarki þrír fjölmiðlamenn birtu í gærkvöldi dylgjur um það, hvernig Bjarni Benediktsson tengdist leka á upplýsingum úr Seðlabankanum haustið 2008. Þær voru samstofna og eiga það sameiginlegt, að þær eru fantasíur blaðamannanna,“ skrifar Karl. Hann finnur þó Eiríki það til afsökunar að í frétt sem hann birti á vef sínum hafi verið sleginn fyrirvari. Því var ekki að heilsa í tilfellum hinna tveggja sem slógu því á fast á Facebook-síðum sínum að Helga hafi gert frændum sínum viðvart. Karl vandar um við Illuga, Eirík og Smára með tilþrifum í pistli sínum: „Ætli finnist aðrir tveir fjölmiðlamenn sem hneykslast jafnmikið á því daglangt hversu óvönduð íslensk umræða er, rangt farið með staðreyndir, dylgjað, bullað og snúið út úr, og hversu slæm áhrif slík hegðun hefur á samfélagið og lýðræðið?“Ættu að biðjast afsökunar Karl spyr hvað hafi komið þeim til þess arna og birta sem staðreyndir hugdettur um einstakling af því að hann heitir Bjarni Benediktsson? – spyr Karl og endar pistil sinn með kröfu um afsökunarbeiðni: „Hver sem skýringin er, þá er framkoman óboðleg ef við eigum einhvern tímann að komast upp úr sóða- og slóðahugsun. Og þeir ættu að biðjast afsökunar sirka núna.“ Fyrir áhugamenn um fjölmiðla eru þessar umvandanir Karls sérlega athyglisverðar en allir eru þeir fjórir af sama skólanum í blaðamennsku, sem Matthías Johannessen hefur kallað heiðgula í endurminningarbók sinni, og hafa þeir starfað með einum hætti eða öðrum á fjölmiðlum svo sem Pressunni, DV og Fréttablaðinu. Allir hafa þeir svo starfað sem ritstjórar og eru þar með félagar í ritstjórafélaginu, ef taka má svo óformlega til orða.Uppfært 17:42Er Kalli orðin einhver Facebooklögga? Svo virðist sem umvandanir Karls falli í grýttan jarðveg meðal þeirra sem fyrir þeim urðu. Karl deildi pistli sínum í Facebookhóp sem heitir Fjölmiðlanördar og Gunnar Smári hefur þegar svarað fyrir sitt leyti, á þeim vettvangi: „Bíddu, ert þú einhver Facebook-lögga Kalli? Eða ert þú orðinn stóri bróðir okkar Illuga og Eiríks? Ekki vantar mig fleiri slíka. Ég ætti ekki annað eftir en að biðja þig um leyfi til að fá að rekja ættir á Facebook eða hýja á Engeyinga,“ skrifar Gunnar Smári og hann er á því að sókn sé besta vörnin og segir að Karl megi skammast sín fyrir að taka ljósmynd af sér af vefnum ... „þjófurinn þinn.“
Tengdar fréttir Almannahagsmunir trompa trúnaðarsamband við ástvin "Það kann að vera bara mannlegt að vilja láta ástvini ganga fyrir þessum skyldum en þá virðist nokkuð augljóst að um leið hefur maður valið að hætta að gegna hlutverkinu.“ 20. október 2016 16:05 Bjarni um ásakanir á hendur Engeyjarættinni: „Þetta er bara ógeðslegt“ Bjarni Benediktsson fjármálaræðherra ræddi umræðu sem skapaðist eftir umfjöllun um símtalið umtalaða í miðju bankahruninu. 20. október 2016 17:12 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Almannahagsmunir trompa trúnaðarsamband við ástvin "Það kann að vera bara mannlegt að vilja láta ástvini ganga fyrir þessum skyldum en þá virðist nokkuð augljóst að um leið hefur maður valið að hætta að gegna hlutverkinu.“ 20. október 2016 16:05
Bjarni um ásakanir á hendur Engeyjarættinni: „Þetta er bara ógeðslegt“ Bjarni Benediktsson fjármálaræðherra ræddi umræðu sem skapaðist eftir umfjöllun um símtalið umtalaða í miðju bankahruninu. 20. október 2016 17:12
Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent