„Það er sorglegt að þessar breytingar bitni á innlendri framleiðslu“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. október 2016 13:49 Nýjar reglur um áfengiskaup sagðar bitna á innlendri framleiðslu. Mynd/Anton Breytingar á reglum um áfengiskaup ferðamanna í fríhöfninni í flugstöð Leifs Eiríkssonar bitna á innlendri framleiðslu. Þetta er mat forsvarsmanna Vífilfells og Ölgerðarinnar en rætt er við þá á vef Túrista þar sem fjallað er um áhrif þessara breytinga. Reglunum um áfengiskaup ferðamanna var breytt á þá leið í sumarbyrjun að nú geta ferðamenn á leið um fríhöfn flugstöðvar Leifs Eiríkssonar nýtt allan tollinn til kaupa á aðeins sterku áfengi, léttvíni eða bjór. Áður þurfti að blanda saman sortum í samræmi við fimm ólíka samsetningar þar sem mest var hægt að kaupa einn lítra af sterku áfengi en nú er hámarkið 1,5 lítrar, sá sem vill eingöngu vín getur nú tekið sex flöskur í stað fjögurra og er nú hægt að kaupa sex hálfs lítra kippur af áfengu öli en áður var hámarkið fjórar kippur. Túristi greinir frá því að sala á áfengi í Fríhöfninni hafi dregist saman í lítrum talið frá því þessar breytingar tóku gildi þar sem meira er keypt af víni í stað bjórs. Þetta þýðir að minna selst af bjór sem er framleiddur á Íslandi en meira selst af innfluttu víni. „Það er sorglegt að þessar breytingar bitni á innlendri framleiðslu en sala á innfluttu léttvíni aukist,“ segir Erla Jóna Einarsdóttir hjá Ölgerðinni við Túrista. „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt þar sem bjórinn er að megninu til framleiddur á Íslandi á meðan stór hluti af sterka áfenginu og allt vínið er flutt inn,“ er haft eftir Hreiðari Þór Jónssyni hjá Vífilfelli á vef Túrista. Vínheildsalar eru hins vegar afar ánægðir með þessa breytingu, líkt og kemur fram í máli Sigurðar Hannessonar, hjá RJC, sem segist vera sáttur við þá reynslu sem komin er á nýju reglurnar því sala á léttvíni hefur aukist. Sjá nánar á vef Túrista hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Breytingar á reglum um áfengiskaup ferðamanna í fríhöfninni í flugstöð Leifs Eiríkssonar bitna á innlendri framleiðslu. Þetta er mat forsvarsmanna Vífilfells og Ölgerðarinnar en rætt er við þá á vef Túrista þar sem fjallað er um áhrif þessara breytinga. Reglunum um áfengiskaup ferðamanna var breytt á þá leið í sumarbyrjun að nú geta ferðamenn á leið um fríhöfn flugstöðvar Leifs Eiríkssonar nýtt allan tollinn til kaupa á aðeins sterku áfengi, léttvíni eða bjór. Áður þurfti að blanda saman sortum í samræmi við fimm ólíka samsetningar þar sem mest var hægt að kaupa einn lítra af sterku áfengi en nú er hámarkið 1,5 lítrar, sá sem vill eingöngu vín getur nú tekið sex flöskur í stað fjögurra og er nú hægt að kaupa sex hálfs lítra kippur af áfengu öli en áður var hámarkið fjórar kippur. Túristi greinir frá því að sala á áfengi í Fríhöfninni hafi dregist saman í lítrum talið frá því þessar breytingar tóku gildi þar sem meira er keypt af víni í stað bjórs. Þetta þýðir að minna selst af bjór sem er framleiddur á Íslandi en meira selst af innfluttu víni. „Það er sorglegt að þessar breytingar bitni á innlendri framleiðslu en sala á innfluttu léttvíni aukist,“ segir Erla Jóna Einarsdóttir hjá Ölgerðinni við Túrista. „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt þar sem bjórinn er að megninu til framleiddur á Íslandi á meðan stór hluti af sterka áfenginu og allt vínið er flutt inn,“ er haft eftir Hreiðari Þór Jónssyni hjá Vífilfelli á vef Túrista. Vínheildsalar eru hins vegar afar ánægðir með þessa breytingu, líkt og kemur fram í máli Sigurðar Hannessonar, hjá RJC, sem segist vera sáttur við þá reynslu sem komin er á nýju reglurnar því sala á léttvíni hefur aukist. Sjá nánar á vef Túrista hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira