Evrópa fer ekki neitt! Andrés Pétursson skrifar 22. október 2016 07:00 Evrópumálin hafi ekki verið fyrirferðamikil í þessari kosningabaráttu. Samt sem áður höldum við Íslendingar áfram í gegnum EES-samninginn að taka inn í okkar löggjöf tilskipanir og reglugerðir sem aldrei fyrr. Evrópa heldur líka áfram að vera langmikilvægasti markaður fyrir íslenskar vörur og þjónustu þrátt fyrir áratuga vinnu að finna nýja markaði fyrir íslenskar vörur og þjónustu. Við tökum fullan þátt í rannsókna-, vísinda- þróunar-, mennta- og menningaráætlunum Evrópusambandsins og nýjasta útspil stjórnvalda er að lýsa yfir vilja til að taka þátt í geimferðaáætlun ESB. Samt sem áður fussa og sveia margir talsmenn stjórnarflokkanna og þreytast ekki á því að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu í Evrópusambandinu. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagur okkar er nátengdur þróun og horfum í evrópsku efnahagslífi. Íslendingar eru, hvort sem okkur líkar betur eða verr, nátengdir Evrópu og tilraunir til að breiða yfir þá staðreynd eru í raun grafalvarlegt fyrir samfélagsumræðuna. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar hafa verið ein aðalástæðan fyrir að sterk öflug alþjóðleg fyrirtæki hafa ekki vaxið og dafnað hér á landi. Marel, Össur og í raun CCP uxu upp í krafti fastgengisstefnu en hafa undanfarin 10-15 ár vaxið erlendis. Margir sprotar hafa vaxið upp á undanförnum árum en ekkert þessara fyrirtækja hafa náð ásættanlegri stærð hér landi. Þau hafa annað hvort sameinast erlendum samstarfsaðilum, flutt starfsemi sína úr landi eða lagt upp laupana. Menn hafa deilt um hver stóran hluta af löggjöf ESB Íslendingar eru að taka yfir en það er í sjálfu sér ekki aðalatriðið. Meginmálið er að þessi löggjöf er að hafa áhrif á daglegt líf Íslendinga á nánast hverjum einasta degi án þess að almenningur geri sér almennilega grein fyrir því. Þar má nefna íslensk samkeppnislög, lög um hollustuhætti og mengunarvarnar og lög um réttindi flugfarþega. Evrópsk löggjöf, sem innleidd er í íslenskan rétt á grundvelli samningsins leggur skyldur á herðar sveitarfélaga á ýmsum sviðum, svo sem á sviði umhverfismála, vegna stöðu þeirra sem vinnuveitenda og veitenda opinberrar þjónustu, vegna innkaupa sveitarfélaga og fyrirtækjareksturs þeirra. Þannig væri hægt að telja upp margvíslega löggjöf sem Íslendingar taka upp án þess að hafa nokkra aðkomu að setningu þessara laga nema að því leyti að Alþingi stimplar þau með reglulegu millibili. Því er ekki að leyna að stóraukinn ferðamannastraumur til landsins og hagstætt verðlag á íslenskum sjávarafurðum hefur reynst mikil búbót fyrir íslenskt samfélag. En óveðursskýin hrannast samt upp við sjóndeildarhringinn. Í raun má líkja ástandinu á Íslandi við svikalogn. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar er farið að skapa vandamál fyrir íslenska útflytjendur og í raun alla aðila sem standa í verslun og viðskiptum. Erfitt er að reka fyrirtæki í slíku ástandi. Mikill uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur leitt til þess að flytja hefur þurft mikið inn af ófaglærðu fólki í ýmsar greinar þjónustu- og byggingariðnaðarins. Á sama tíma hafa vel menntaðir Íslendingar átt í erfiðleikum að fá vinnu við sitt hæfi og margir af þeim hafa hrökklast úr landi. Þetta er áhyggjuefni ef horft er til lengri tíma fyrir íslenskt efnahagslíf. Þessi rússibanareið hefur því miður verið staðreynd í íslensku efnahagslífi undanfarna áratugi. Þessar sveiflur munu halda áfram á meðan að erum að reyna að reka minnsta myntsvæði í veröldinni. Með okkar örmynt eru Íslendingar háðir sterkum alþjóðlegum peningaöflum sem við höfum enga stjórn á. Ég vil hvetja alla til að sjá heimildamynd Péturs Einarssonar, fyrrum forstjóra Straums, Ransacked, sem núna er sýnd í Bíó Paradís, sem sýnir okkur þetta svart á hvítu. Ég hvet því kjósendur að leggja þeim flokkum lið sem þora að horfa fram á við með langtímahagsmuni íslensk samfélags í huga. Evrópa fer ekki neitt og þar liggur okkar framtíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Andrés Pétursson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópumálin hafi ekki verið fyrirferðamikil í þessari kosningabaráttu. Samt sem áður höldum við Íslendingar áfram í gegnum EES-samninginn að taka inn í okkar löggjöf tilskipanir og reglugerðir sem aldrei fyrr. Evrópa heldur líka áfram að vera langmikilvægasti markaður fyrir íslenskar vörur og þjónustu þrátt fyrir áratuga vinnu að finna nýja markaði fyrir íslenskar vörur og þjónustu. Við tökum fullan þátt í rannsókna-, vísinda- þróunar-, mennta- og menningaráætlunum Evrópusambandsins og nýjasta útspil stjórnvalda er að lýsa yfir vilja til að taka þátt í geimferðaáætlun ESB. Samt sem áður fussa og sveia margir talsmenn stjórnarflokkanna og þreytast ekki á því að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu í Evrópusambandinu. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagur okkar er nátengdur þróun og horfum í evrópsku efnahagslífi. Íslendingar eru, hvort sem okkur líkar betur eða verr, nátengdir Evrópu og tilraunir til að breiða yfir þá staðreynd eru í raun grafalvarlegt fyrir samfélagsumræðuna. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar hafa verið ein aðalástæðan fyrir að sterk öflug alþjóðleg fyrirtæki hafa ekki vaxið og dafnað hér á landi. Marel, Össur og í raun CCP uxu upp í krafti fastgengisstefnu en hafa undanfarin 10-15 ár vaxið erlendis. Margir sprotar hafa vaxið upp á undanförnum árum en ekkert þessara fyrirtækja hafa náð ásættanlegri stærð hér landi. Þau hafa annað hvort sameinast erlendum samstarfsaðilum, flutt starfsemi sína úr landi eða lagt upp laupana. Menn hafa deilt um hver stóran hluta af löggjöf ESB Íslendingar eru að taka yfir en það er í sjálfu sér ekki aðalatriðið. Meginmálið er að þessi löggjöf er að hafa áhrif á daglegt líf Íslendinga á nánast hverjum einasta degi án þess að almenningur geri sér almennilega grein fyrir því. Þar má nefna íslensk samkeppnislög, lög um hollustuhætti og mengunarvarnar og lög um réttindi flugfarþega. Evrópsk löggjöf, sem innleidd er í íslenskan rétt á grundvelli samningsins leggur skyldur á herðar sveitarfélaga á ýmsum sviðum, svo sem á sviði umhverfismála, vegna stöðu þeirra sem vinnuveitenda og veitenda opinberrar þjónustu, vegna innkaupa sveitarfélaga og fyrirtækjareksturs þeirra. Þannig væri hægt að telja upp margvíslega löggjöf sem Íslendingar taka upp án þess að hafa nokkra aðkomu að setningu þessara laga nema að því leyti að Alþingi stimplar þau með reglulegu millibili. Því er ekki að leyna að stóraukinn ferðamannastraumur til landsins og hagstætt verðlag á íslenskum sjávarafurðum hefur reynst mikil búbót fyrir íslenskt samfélag. En óveðursskýin hrannast samt upp við sjóndeildarhringinn. Í raun má líkja ástandinu á Íslandi við svikalogn. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar er farið að skapa vandamál fyrir íslenska útflytjendur og í raun alla aðila sem standa í verslun og viðskiptum. Erfitt er að reka fyrirtæki í slíku ástandi. Mikill uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur leitt til þess að flytja hefur þurft mikið inn af ófaglærðu fólki í ýmsar greinar þjónustu- og byggingariðnaðarins. Á sama tíma hafa vel menntaðir Íslendingar átt í erfiðleikum að fá vinnu við sitt hæfi og margir af þeim hafa hrökklast úr landi. Þetta er áhyggjuefni ef horft er til lengri tíma fyrir íslenskt efnahagslíf. Þessi rússibanareið hefur því miður verið staðreynd í íslensku efnahagslífi undanfarna áratugi. Þessar sveiflur munu halda áfram á meðan að erum að reyna að reka minnsta myntsvæði í veröldinni. Með okkar örmynt eru Íslendingar háðir sterkum alþjóðlegum peningaöflum sem við höfum enga stjórn á. Ég vil hvetja alla til að sjá heimildamynd Péturs Einarssonar, fyrrum forstjóra Straums, Ransacked, sem núna er sýnd í Bíó Paradís, sem sýnir okkur þetta svart á hvítu. Ég hvet því kjósendur að leggja þeim flokkum lið sem þora að horfa fram á við með langtímahagsmuni íslensk samfélags í huga. Evrópa fer ekki neitt og þar liggur okkar framtíð!
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun