Evrópa fer ekki neitt! Andrés Pétursson skrifar 22. október 2016 07:00 Evrópumálin hafi ekki verið fyrirferðamikil í þessari kosningabaráttu. Samt sem áður höldum við Íslendingar áfram í gegnum EES-samninginn að taka inn í okkar löggjöf tilskipanir og reglugerðir sem aldrei fyrr. Evrópa heldur líka áfram að vera langmikilvægasti markaður fyrir íslenskar vörur og þjónustu þrátt fyrir áratuga vinnu að finna nýja markaði fyrir íslenskar vörur og þjónustu. Við tökum fullan þátt í rannsókna-, vísinda- þróunar-, mennta- og menningaráætlunum Evrópusambandsins og nýjasta útspil stjórnvalda er að lýsa yfir vilja til að taka þátt í geimferðaáætlun ESB. Samt sem áður fussa og sveia margir talsmenn stjórnarflokkanna og þreytast ekki á því að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu í Evrópusambandinu. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagur okkar er nátengdur þróun og horfum í evrópsku efnahagslífi. Íslendingar eru, hvort sem okkur líkar betur eða verr, nátengdir Evrópu og tilraunir til að breiða yfir þá staðreynd eru í raun grafalvarlegt fyrir samfélagsumræðuna. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar hafa verið ein aðalástæðan fyrir að sterk öflug alþjóðleg fyrirtæki hafa ekki vaxið og dafnað hér á landi. Marel, Össur og í raun CCP uxu upp í krafti fastgengisstefnu en hafa undanfarin 10-15 ár vaxið erlendis. Margir sprotar hafa vaxið upp á undanförnum árum en ekkert þessara fyrirtækja hafa náð ásættanlegri stærð hér landi. Þau hafa annað hvort sameinast erlendum samstarfsaðilum, flutt starfsemi sína úr landi eða lagt upp laupana. Menn hafa deilt um hver stóran hluta af löggjöf ESB Íslendingar eru að taka yfir en það er í sjálfu sér ekki aðalatriðið. Meginmálið er að þessi löggjöf er að hafa áhrif á daglegt líf Íslendinga á nánast hverjum einasta degi án þess að almenningur geri sér almennilega grein fyrir því. Þar má nefna íslensk samkeppnislög, lög um hollustuhætti og mengunarvarnar og lög um réttindi flugfarþega. Evrópsk löggjöf, sem innleidd er í íslenskan rétt á grundvelli samningsins leggur skyldur á herðar sveitarfélaga á ýmsum sviðum, svo sem á sviði umhverfismála, vegna stöðu þeirra sem vinnuveitenda og veitenda opinberrar þjónustu, vegna innkaupa sveitarfélaga og fyrirtækjareksturs þeirra. Þannig væri hægt að telja upp margvíslega löggjöf sem Íslendingar taka upp án þess að hafa nokkra aðkomu að setningu þessara laga nema að því leyti að Alþingi stimplar þau með reglulegu millibili. Því er ekki að leyna að stóraukinn ferðamannastraumur til landsins og hagstætt verðlag á íslenskum sjávarafurðum hefur reynst mikil búbót fyrir íslenskt samfélag. En óveðursskýin hrannast samt upp við sjóndeildarhringinn. Í raun má líkja ástandinu á Íslandi við svikalogn. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar er farið að skapa vandamál fyrir íslenska útflytjendur og í raun alla aðila sem standa í verslun og viðskiptum. Erfitt er að reka fyrirtæki í slíku ástandi. Mikill uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur leitt til þess að flytja hefur þurft mikið inn af ófaglærðu fólki í ýmsar greinar þjónustu- og byggingariðnaðarins. Á sama tíma hafa vel menntaðir Íslendingar átt í erfiðleikum að fá vinnu við sitt hæfi og margir af þeim hafa hrökklast úr landi. Þetta er áhyggjuefni ef horft er til lengri tíma fyrir íslenskt efnahagslíf. Þessi rússibanareið hefur því miður verið staðreynd í íslensku efnahagslífi undanfarna áratugi. Þessar sveiflur munu halda áfram á meðan að erum að reyna að reka minnsta myntsvæði í veröldinni. Með okkar örmynt eru Íslendingar háðir sterkum alþjóðlegum peningaöflum sem við höfum enga stjórn á. Ég vil hvetja alla til að sjá heimildamynd Péturs Einarssonar, fyrrum forstjóra Straums, Ransacked, sem núna er sýnd í Bíó Paradís, sem sýnir okkur þetta svart á hvítu. Ég hvet því kjósendur að leggja þeim flokkum lið sem þora að horfa fram á við með langtímahagsmuni íslensk samfélags í huga. Evrópa fer ekki neitt og þar liggur okkar framtíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Andrés Pétursson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópumálin hafi ekki verið fyrirferðamikil í þessari kosningabaráttu. Samt sem áður höldum við Íslendingar áfram í gegnum EES-samninginn að taka inn í okkar löggjöf tilskipanir og reglugerðir sem aldrei fyrr. Evrópa heldur líka áfram að vera langmikilvægasti markaður fyrir íslenskar vörur og þjónustu þrátt fyrir áratuga vinnu að finna nýja markaði fyrir íslenskar vörur og þjónustu. Við tökum fullan þátt í rannsókna-, vísinda- þróunar-, mennta- og menningaráætlunum Evrópusambandsins og nýjasta útspil stjórnvalda er að lýsa yfir vilja til að taka þátt í geimferðaáætlun ESB. Samt sem áður fussa og sveia margir talsmenn stjórnarflokkanna og þreytast ekki á því að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu í Evrópusambandinu. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagur okkar er nátengdur þróun og horfum í evrópsku efnahagslífi. Íslendingar eru, hvort sem okkur líkar betur eða verr, nátengdir Evrópu og tilraunir til að breiða yfir þá staðreynd eru í raun grafalvarlegt fyrir samfélagsumræðuna. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar hafa verið ein aðalástæðan fyrir að sterk öflug alþjóðleg fyrirtæki hafa ekki vaxið og dafnað hér á landi. Marel, Össur og í raun CCP uxu upp í krafti fastgengisstefnu en hafa undanfarin 10-15 ár vaxið erlendis. Margir sprotar hafa vaxið upp á undanförnum árum en ekkert þessara fyrirtækja hafa náð ásættanlegri stærð hér landi. Þau hafa annað hvort sameinast erlendum samstarfsaðilum, flutt starfsemi sína úr landi eða lagt upp laupana. Menn hafa deilt um hver stóran hluta af löggjöf ESB Íslendingar eru að taka yfir en það er í sjálfu sér ekki aðalatriðið. Meginmálið er að þessi löggjöf er að hafa áhrif á daglegt líf Íslendinga á nánast hverjum einasta degi án þess að almenningur geri sér almennilega grein fyrir því. Þar má nefna íslensk samkeppnislög, lög um hollustuhætti og mengunarvarnar og lög um réttindi flugfarþega. Evrópsk löggjöf, sem innleidd er í íslenskan rétt á grundvelli samningsins leggur skyldur á herðar sveitarfélaga á ýmsum sviðum, svo sem á sviði umhverfismála, vegna stöðu þeirra sem vinnuveitenda og veitenda opinberrar þjónustu, vegna innkaupa sveitarfélaga og fyrirtækjareksturs þeirra. Þannig væri hægt að telja upp margvíslega löggjöf sem Íslendingar taka upp án þess að hafa nokkra aðkomu að setningu þessara laga nema að því leyti að Alþingi stimplar þau með reglulegu millibili. Því er ekki að leyna að stóraukinn ferðamannastraumur til landsins og hagstætt verðlag á íslenskum sjávarafurðum hefur reynst mikil búbót fyrir íslenskt samfélag. En óveðursskýin hrannast samt upp við sjóndeildarhringinn. Í raun má líkja ástandinu á Íslandi við svikalogn. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar er farið að skapa vandamál fyrir íslenska útflytjendur og í raun alla aðila sem standa í verslun og viðskiptum. Erfitt er að reka fyrirtæki í slíku ástandi. Mikill uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur leitt til þess að flytja hefur þurft mikið inn af ófaglærðu fólki í ýmsar greinar þjónustu- og byggingariðnaðarins. Á sama tíma hafa vel menntaðir Íslendingar átt í erfiðleikum að fá vinnu við sitt hæfi og margir af þeim hafa hrökklast úr landi. Þetta er áhyggjuefni ef horft er til lengri tíma fyrir íslenskt efnahagslíf. Þessi rússibanareið hefur því miður verið staðreynd í íslensku efnahagslífi undanfarna áratugi. Þessar sveiflur munu halda áfram á meðan að erum að reyna að reka minnsta myntsvæði í veröldinni. Með okkar örmynt eru Íslendingar háðir sterkum alþjóðlegum peningaöflum sem við höfum enga stjórn á. Ég vil hvetja alla til að sjá heimildamynd Péturs Einarssonar, fyrrum forstjóra Straums, Ransacked, sem núna er sýnd í Bíó Paradís, sem sýnir okkur þetta svart á hvítu. Ég hvet því kjósendur að leggja þeim flokkum lið sem þora að horfa fram á við með langtímahagsmuni íslensk samfélags í huga. Evrópa fer ekki neitt og þar liggur okkar framtíð!
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar