Helsti vandi Íslands ósamkeppnishæf lífskjör Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2016 15:52 Frá blaðamannafundinum í morgun. Vísir/Stefán Helsta vandamál Íslands, samkvæmt Viðreisn, er að lífskjör hér á landi eru ekki samkeppnishæf við það sem býðst í nágrannalöndum okkar. Það sé ástæða þess að brottfluttir eru um sex þúsund fleiri en aðfluttir frá 2010. Flokkurinn vill snúa þessari þróun við. Viðreisn hélt blaðamannafund í dag þar sem farið var yfir helstu stefnumál flokksins. Samkvæmt tilkynningu fóru frambjóðendur Viðreisnar yfir tillögur um umbætur á komandi kjörtímabili. Þá ætlar flokkurinn að hækka útgjöld ríkissjóðs „til að mæta bráðum vanda í heilbrigðis-, skóla-, velferðar- og samgöngukerfum,“ segir í tilkynningunni. Frambjóðendurnir sýndu einni hvernig útgjaldaaukningunni verður mætt.Mynd/ViðreisnMeðal annars vill flokkurinn spara milljarða króna með hagræðingu í rekstri ríkissjóðs. Það verði gert með því að draga úr skattundskotum með einföldun skattkerfis og aukinni áherslu á skatteftirlit. Með aukinni áherslu á útboð opinberra innkaupa, betri nýtingu og stýringu á fasteignum ríkisins og með fjárfestingu í netvæðingu opinberrar stjórnsýslu. Viðreisn vill standa fyrir umbótum á heilbrigðiskerfinu með því auka útgjöld um 39 milljarða króna á ári og ljúka byggingu Þjóðarsjúkrahúss við Hringbraut árið 2022. Einnig eigi að auka útgjöld til háskóla um átta milljarða og ráðast í tæknivæðingu grunnskóla. Þá vill Viðreisn lækka vexti. Í tilkynningunni segir að miðað við að vextir lækki um þrjú prósent lækki vaxtakostnaður fjölskyldu með 20 milljóna króna húsnæðislán um 50 þúsund krónur á mánuði. „Kostnaðurinn af því að vera Íslendingur er of hár. Ein meginorsök þess eru háir vextir sem eru afleiðing af sveiflukenndu hagkerfi og óstöðugum gjaldmiðli. Íbúðakaupandi á Íslandi má væntast þess að greiða tvisvar - þrisvar sinnum fyrir eign sína í formi vaxta, á meðan íbúðakaupandi á Norðurlöndum greiðir einu sinni fyrir sína.“ Kosningar 2016 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Helsta vandamál Íslands, samkvæmt Viðreisn, er að lífskjör hér á landi eru ekki samkeppnishæf við það sem býðst í nágrannalöndum okkar. Það sé ástæða þess að brottfluttir eru um sex þúsund fleiri en aðfluttir frá 2010. Flokkurinn vill snúa þessari þróun við. Viðreisn hélt blaðamannafund í dag þar sem farið var yfir helstu stefnumál flokksins. Samkvæmt tilkynningu fóru frambjóðendur Viðreisnar yfir tillögur um umbætur á komandi kjörtímabili. Þá ætlar flokkurinn að hækka útgjöld ríkissjóðs „til að mæta bráðum vanda í heilbrigðis-, skóla-, velferðar- og samgöngukerfum,“ segir í tilkynningunni. Frambjóðendurnir sýndu einni hvernig útgjaldaaukningunni verður mætt.Mynd/ViðreisnMeðal annars vill flokkurinn spara milljarða króna með hagræðingu í rekstri ríkissjóðs. Það verði gert með því að draga úr skattundskotum með einföldun skattkerfis og aukinni áherslu á skatteftirlit. Með aukinni áherslu á útboð opinberra innkaupa, betri nýtingu og stýringu á fasteignum ríkisins og með fjárfestingu í netvæðingu opinberrar stjórnsýslu. Viðreisn vill standa fyrir umbótum á heilbrigðiskerfinu með því auka útgjöld um 39 milljarða króna á ári og ljúka byggingu Þjóðarsjúkrahúss við Hringbraut árið 2022. Einnig eigi að auka útgjöld til háskóla um átta milljarða og ráðast í tæknivæðingu grunnskóla. Þá vill Viðreisn lækka vexti. Í tilkynningunni segir að miðað við að vextir lækki um þrjú prósent lækki vaxtakostnaður fjölskyldu með 20 milljóna króna húsnæðislán um 50 þúsund krónur á mánuði. „Kostnaðurinn af því að vera Íslendingur er of hár. Ein meginorsök þess eru háir vextir sem eru afleiðing af sveiflukenndu hagkerfi og óstöðugum gjaldmiðli. Íbúðakaupandi á Íslandi má væntast þess að greiða tvisvar - þrisvar sinnum fyrir eign sína í formi vaxta, á meðan íbúðakaupandi á Norðurlöndum greiðir einu sinni fyrir sína.“
Kosningar 2016 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira