Björgvin Páll kominn heim og samdi við Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 08:27 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta Björgvin Páll Gústavsson er búinn að ákveða að koma heim og hefur gengið frá samningi við Íslandsmeistara Hauka. Björgvin Páll segir frá þessu á fésbókarsíðu sinni í dag og þá er einnig frétt um nýjan markvörð Haukaliðsins inn á heimasíðu félagsins. Björgvin Páll hefur spilað með þýska liðinu Bergischer HC frá árinu 2013. „Þetta kemur kannski mörgum á óvart að ég skuli á þessum tímapunkta á ferlinum taka þennan slag að koma heim og leika á Íslandi en ástæðan fyrir því er einföld. Mig langar það!,“ skrifa Björgvin Páll Gústavsson á fésbókinni og bætir við: „Ég spurði sjálfan mig að einfaldri spurningu „Hvað myndir þú vilja gera ef að peningar skiptu engu máli?“. Alltaf komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langar að fara til Íslands, mig langar að njóta þess meira að spila handbolta, mig langar að hjálpa íslenskum markmönnum að verða betri, mig langar að æfa á mínum forsendum og fyrir mig, mig langar að verða betri markmaður, mig langar að vinna með boltanum í markaðsstörfum, mig langar að ala upp stelpuna mína á Íslandi, mig langar að sjá fjölskylduna mína og vini oftar og mig langar að búa á Íslandi,“ skrifar Björgvin Páll. Björgvin Páll skrifaði undir tveggja ára samning við Hauka en hann mun einnig vera aðstoðarþjálfari Gunnars Magnússonar. Gunnar staðfesti það við íþróttadeild 365 í morgun. Björgvin Páll Gústavsson er 31 árs gamall en hann hefur spilað sem atvinnumaður undanfarin níu ár, bæði í Sviss og Þýskalandi. Hann hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins undanfarin átta ár og var lykilmaður þegar Ísland vann silfrið á ÓL í Peking 2008 og bronsið á EM í Austurríki 2010. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta Björgvin Páll Gústavsson er búinn að ákveða að koma heim og hefur gengið frá samningi við Íslandsmeistara Hauka. Björgvin Páll segir frá þessu á fésbókarsíðu sinni í dag og þá er einnig frétt um nýjan markvörð Haukaliðsins inn á heimasíðu félagsins. Björgvin Páll hefur spilað með þýska liðinu Bergischer HC frá árinu 2013. „Þetta kemur kannski mörgum á óvart að ég skuli á þessum tímapunkta á ferlinum taka þennan slag að koma heim og leika á Íslandi en ástæðan fyrir því er einföld. Mig langar það!,“ skrifa Björgvin Páll Gústavsson á fésbókinni og bætir við: „Ég spurði sjálfan mig að einfaldri spurningu „Hvað myndir þú vilja gera ef að peningar skiptu engu máli?“. Alltaf komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langar að fara til Íslands, mig langar að njóta þess meira að spila handbolta, mig langar að hjálpa íslenskum markmönnum að verða betri, mig langar að æfa á mínum forsendum og fyrir mig, mig langar að verða betri markmaður, mig langar að vinna með boltanum í markaðsstörfum, mig langar að ala upp stelpuna mína á Íslandi, mig langar að sjá fjölskylduna mína og vini oftar og mig langar að búa á Íslandi,“ skrifar Björgvin Páll. Björgvin Páll skrifaði undir tveggja ára samning við Hauka en hann mun einnig vera aðstoðarþjálfari Gunnars Magnússonar. Gunnar staðfesti það við íþróttadeild 365 í morgun. Björgvin Páll Gústavsson er 31 árs gamall en hann hefur spilað sem atvinnumaður undanfarin níu ár, bæði í Sviss og Þýskalandi. Hann hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins undanfarin átta ár og var lykilmaður þegar Ísland vann silfrið á ÓL í Peking 2008 og bronsið á EM í Austurríki 2010.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira
Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40