Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 13:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Vísir/Valli Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. Snorri Steinn er því ekki í hópi íslenska liðsins fyrir leikina á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM sem fara fram í byrjun næsta mánaðar. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti hópinn sinn í dag. Snorri Steinn Guðjónsson er eins og er markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar en hann hefur skorað 34 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum með Nimes á tímabilinu. Snorri Steinn er því í frábæru formi og væri örugglega valinn í landsliðið ef hann gæfi kost á sér. Hann varð 35 ára gamall á dögunum og hefur spilað með íslenska landsliðinu frá árinu 2001. Sjá einnig: Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Snorri Steinn hefur leikið sem atvinnumaður í handbolta frá 2003. Hann hefur leikið í frönsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú tímabili en lék áður bæði í Danmörku (2007-2009 og 2010-2014) og Þýskalandi (2003-07 og 2009-10). HM í Frakklandi verður aðeins annað stórmótið frá og með EM í Sviss 2006 þar sem Snorri Steinn mun ekki stýra sóknarleik íslenska liðsins. Hann hefur verið með á tíu af síðustu ellefu stórmótum íslenska liðsins eða öllum frá 2006 nema EM í Serbíu 2012. Snorri Steinn spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik. Snorri Steinn er langmarkahæsti leikstjórnandi Íslands frá upphafi og fimmti markahæsti leikmaður landsliðsins í sögunni á eftir þeim Guðjóni Val Sigurðssyni, Ólafi Stefánssyni, Kristjáni Arasyni og Valdimar Grímssyni. Snorri Steinn náði þó ekki að klára síðasta landsleikinn sinn en hann ristarbrotnaði í æfingalandsleik á móti Noregi 5. apríl 2016. Snorri Steinn gat ekki tekið þátt í umspilsleikjunum á móti Portúgal vegna meiðslanna. Snorri Steinn lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Noregi í Kaplakrika 2. nóvember 2001 þá nýbúinn að halda upp á tvítugsafmælið. Þegar leikurinn á móti Tékklandi fer fram í Laugardalshöllinni verða liðin nákvæmlega fimmtán ár frá því að Snorri Steinn klæddist landsliðstreyjunni fyrst. Íslenski handboltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. Snorri Steinn er því ekki í hópi íslenska liðsins fyrir leikina á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM sem fara fram í byrjun næsta mánaðar. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti hópinn sinn í dag. Snorri Steinn Guðjónsson er eins og er markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar en hann hefur skorað 34 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum með Nimes á tímabilinu. Snorri Steinn er því í frábæru formi og væri örugglega valinn í landsliðið ef hann gæfi kost á sér. Hann varð 35 ára gamall á dögunum og hefur spilað með íslenska landsliðinu frá árinu 2001. Sjá einnig: Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Snorri Steinn hefur leikið sem atvinnumaður í handbolta frá 2003. Hann hefur leikið í frönsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú tímabili en lék áður bæði í Danmörku (2007-2009 og 2010-2014) og Þýskalandi (2003-07 og 2009-10). HM í Frakklandi verður aðeins annað stórmótið frá og með EM í Sviss 2006 þar sem Snorri Steinn mun ekki stýra sóknarleik íslenska liðsins. Hann hefur verið með á tíu af síðustu ellefu stórmótum íslenska liðsins eða öllum frá 2006 nema EM í Serbíu 2012. Snorri Steinn spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik. Snorri Steinn er langmarkahæsti leikstjórnandi Íslands frá upphafi og fimmti markahæsti leikmaður landsliðsins í sögunni á eftir þeim Guðjóni Val Sigurðssyni, Ólafi Stefánssyni, Kristjáni Arasyni og Valdimar Grímssyni. Snorri Steinn náði þó ekki að klára síðasta landsleikinn sinn en hann ristarbrotnaði í æfingalandsleik á móti Noregi 5. apríl 2016. Snorri Steinn gat ekki tekið þátt í umspilsleikjunum á móti Portúgal vegna meiðslanna. Snorri Steinn lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Noregi í Kaplakrika 2. nóvember 2001 þá nýbúinn að halda upp á tvítugsafmælið. Þegar leikurinn á móti Tékklandi fer fram í Laugardalshöllinni verða liðin nákvæmlega fimmtán ár frá því að Snorri Steinn klæddist landsliðstreyjunni fyrst.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira