Kærir rúmlega 200 manns fyrir að misnota mynd af Birgittu Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2016 10:41 Geiri segir algerlega óþolandi þegar myndir eru rifnar úr samhengi og misnotaðar. Hann ætlar nú að grípa til aðgerða vegna þessarar myndar. visir/geirix/rósa „Það eru alltaf einhverjir sem þurfa að brjóta á manni höfundar- og sæmdarrétt. Enn eina ferðina er fólk að stela mynd sem ég tók af Birgittu og Spessa og nota í annarlegum tilgangi, síðast þegar ég vissi voru það 235 manns í þetta skiptið,“ tilkynnir Ásgeir Ásgeirsson, sem sumir þekkja betur sem ljósmyndarann GeiraX, á Facebook-síðu sinni. „Það sem ég fatta ekki er að þetta fólk mun allt fá lögfræðikröfu fyrir mína hönd fyrir að brjóta á mér höfundar- og sæmdarrétt ásamt því að stela myndinni.“Óþolandi þegar myndir eru misnotaðar og rifnar úr samhengi Um er að ræða mynd sem Ásgeir tók af Birgittu Jónsdóttur Pírata auk Spessa ljósmyndara frá einhverjum útifundinum sem haldinn var fyrir mörgum árum. Þessi mynd er á fleygiferð um netið, pólitískir andstæðingar Birgittu sem vilja koma á hana höggi dreifa henni sem best þeir geta og spyrja gjarnan: Viljum við þessa sem forsætisráðherra?Geiri þorir ekki að senda þessa mynd frá sér öðru vísi en kyrfilega merkta. Myndin er uppstillt, Geiri bað Spessa og Birgittu um að rétta sér fingurinn. Nú eru pólitískir andstæðingar Birgittu að misnota þessa mynd sem best þeir geta.geirixÞetta er uppstillt mynd, Geiri segir í samtali við Vísi að hann hafi beðið þau um að sýna sér fingurinn. Það sé svo algerlega óþolandi þegar fólk rífur myndir úr samhengi og misnotar. Hann segir að fólk sé hætt að sitja fyrir á myndum af ótta við að þær verði teknar og slitnar úr samhengi. Og það taki langan tíma að vinna slíkt traust aftur. Sú er meðal annars ástæðan fyrir því að hann fari eftir fólki með þetta. „Ef þetta hefði verið fréttamynd væri hún inni á PressPhotos. Þá gegndi allt öðru máli.“Bilaður fjöldi sem brýtur höfundarréttarlög Ásgeir hefur hingað til verið nokkuð harður á því að standa vörð um höfundarrétt á ljósmyndum sínum. Mörgum ljósmyndaranum hefur fallist hendur vegna þessa, slíkt er umfangið. En ekki Geira. Hann segist ekki vita hversu margir hafa fengið reikninga vegna ólögmætrar notkunar á myndum sínum. Myndstef hefur sótt þetta fyrir auk þess sem Geiri er með Gísla Tryggvason lögmann í innheimtustörfum fyrir sig. „Þetta er svo bilaður fjöldi. Oftast eru þetta fjölmiðlar eða fyrirtæki sem eru að nappa myndum og nota í óleyfi.Ásgeir ætlar að fara á eftir þeim sem hafa dreift mynd hans og senda þeim reikning -- 230 eru komnir á lista.rósaMaður gafst uppá því að hnippa í menn. Þegar menn voru farnir að gera þetta tvisvar eða þrisvar, sömu aðilana, þá sá maður fram á það að vera að fá stöðugt sömu svörin; þetta væri góð kynning og fyrirgefðu. Fólk á að vita að allar ljósmyndir eru höfundarréttarvarðar nema annað sé tekið fram. Sú er þumalputtareglan. Það er svo einfalt.“Lögfræðikostnaðurinn hleypur á hundruðum þúsunda Fæstir gera sér grein fyrir því að með því að deila myndum á Facebook getur það verið að brjóta höfundarréttarlög. „Það er nefnilega vandamálið. Fólk þekkir ekki lögin. Þau eru ekki að fara að breytast neitt, þetta eru alþjóðleg lög sem eru í gildi. Facebook sjálft er svo með sínar eigin reglur, en það er martröð að fá þá til að taka út eina mynd.“ Geiri segir að kostnaður fyrir viðkomandi, geti verið gríðarlegur, umtalsverða vinnu þarf að inna af hendi. „Vinna þarf gögn sem þýðir vinnutap og fyrir mig og aðra. Með lögfræðikostnaði er svona leikandi að hrökkva í hundruð þúsunda á hvern og einn og samt heldur fólk áfram. Það er eins og fólk skilji bara ekki að lögin bæði hér heima og erlendis gilda á internetinu og þjófnaður er alltaf þjófnaður, sama þó um ljósmynd sé að ræða. En hey, ef fólk vill tapa hundruðum þúsunda og búa til botnlausa vinnu fyrir lögmenn, þá er því velkomið að gera það því ég mun ekki bakka þó aðrir hafi ekki þor í að vera harðir á sínum rétti.“ ...Uppfært 12:50Til að allrar nákvæmni sé gætt er ekki um að ræða kærur á þessu stigi máls; til þeirra kemur ef viðkomandi svara ekki kröfum Ásgeirs. Eru lesendur beðnir velvirðingar á ónákvæmninni. Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
„Það eru alltaf einhverjir sem þurfa að brjóta á manni höfundar- og sæmdarrétt. Enn eina ferðina er fólk að stela mynd sem ég tók af Birgittu og Spessa og nota í annarlegum tilgangi, síðast þegar ég vissi voru það 235 manns í þetta skiptið,“ tilkynnir Ásgeir Ásgeirsson, sem sumir þekkja betur sem ljósmyndarann GeiraX, á Facebook-síðu sinni. „Það sem ég fatta ekki er að þetta fólk mun allt fá lögfræðikröfu fyrir mína hönd fyrir að brjóta á mér höfundar- og sæmdarrétt ásamt því að stela myndinni.“Óþolandi þegar myndir eru misnotaðar og rifnar úr samhengi Um er að ræða mynd sem Ásgeir tók af Birgittu Jónsdóttur Pírata auk Spessa ljósmyndara frá einhverjum útifundinum sem haldinn var fyrir mörgum árum. Þessi mynd er á fleygiferð um netið, pólitískir andstæðingar Birgittu sem vilja koma á hana höggi dreifa henni sem best þeir geta og spyrja gjarnan: Viljum við þessa sem forsætisráðherra?Geiri þorir ekki að senda þessa mynd frá sér öðru vísi en kyrfilega merkta. Myndin er uppstillt, Geiri bað Spessa og Birgittu um að rétta sér fingurinn. Nú eru pólitískir andstæðingar Birgittu að misnota þessa mynd sem best þeir geta.geirixÞetta er uppstillt mynd, Geiri segir í samtali við Vísi að hann hafi beðið þau um að sýna sér fingurinn. Það sé svo algerlega óþolandi þegar fólk rífur myndir úr samhengi og misnotar. Hann segir að fólk sé hætt að sitja fyrir á myndum af ótta við að þær verði teknar og slitnar úr samhengi. Og það taki langan tíma að vinna slíkt traust aftur. Sú er meðal annars ástæðan fyrir því að hann fari eftir fólki með þetta. „Ef þetta hefði verið fréttamynd væri hún inni á PressPhotos. Þá gegndi allt öðru máli.“Bilaður fjöldi sem brýtur höfundarréttarlög Ásgeir hefur hingað til verið nokkuð harður á því að standa vörð um höfundarrétt á ljósmyndum sínum. Mörgum ljósmyndaranum hefur fallist hendur vegna þessa, slíkt er umfangið. En ekki Geira. Hann segist ekki vita hversu margir hafa fengið reikninga vegna ólögmætrar notkunar á myndum sínum. Myndstef hefur sótt þetta fyrir auk þess sem Geiri er með Gísla Tryggvason lögmann í innheimtustörfum fyrir sig. „Þetta er svo bilaður fjöldi. Oftast eru þetta fjölmiðlar eða fyrirtæki sem eru að nappa myndum og nota í óleyfi.Ásgeir ætlar að fara á eftir þeim sem hafa dreift mynd hans og senda þeim reikning -- 230 eru komnir á lista.rósaMaður gafst uppá því að hnippa í menn. Þegar menn voru farnir að gera þetta tvisvar eða þrisvar, sömu aðilana, þá sá maður fram á það að vera að fá stöðugt sömu svörin; þetta væri góð kynning og fyrirgefðu. Fólk á að vita að allar ljósmyndir eru höfundarréttarvarðar nema annað sé tekið fram. Sú er þumalputtareglan. Það er svo einfalt.“Lögfræðikostnaðurinn hleypur á hundruðum þúsunda Fæstir gera sér grein fyrir því að með því að deila myndum á Facebook getur það verið að brjóta höfundarréttarlög. „Það er nefnilega vandamálið. Fólk þekkir ekki lögin. Þau eru ekki að fara að breytast neitt, þetta eru alþjóðleg lög sem eru í gildi. Facebook sjálft er svo með sínar eigin reglur, en það er martröð að fá þá til að taka út eina mynd.“ Geiri segir að kostnaður fyrir viðkomandi, geti verið gríðarlegur, umtalsverða vinnu þarf að inna af hendi. „Vinna þarf gögn sem þýðir vinnutap og fyrir mig og aðra. Með lögfræðikostnaði er svona leikandi að hrökkva í hundruð þúsunda á hvern og einn og samt heldur fólk áfram. Það er eins og fólk skilji bara ekki að lögin bæði hér heima og erlendis gilda á internetinu og þjófnaður er alltaf þjófnaður, sama þó um ljósmynd sé að ræða. En hey, ef fólk vill tapa hundruðum þúsunda og búa til botnlausa vinnu fyrir lögmenn, þá er því velkomið að gera það því ég mun ekki bakka þó aðrir hafi ekki þor í að vera harðir á sínum rétti.“ ...Uppfært 12:50Til að allrar nákvæmni sé gætt er ekki um að ræða kærur á þessu stigi máls; til þeirra kemur ef viðkomandi svara ekki kröfum Ásgeirs. Eru lesendur beðnir velvirðingar á ónákvæmninni.
Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent