Eiríkur Örn rukkaður fyrir að birta mynd af Sölva Fannari Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. júní 2014 14:29 Eiríkur Örn, t.v., lenti í vandræðum í dag fyrir að hafa birt mynd af Sölva Fannari, t.h. „Ég hélt þetta væri eins og hver önnur birting á plötucoveri eða annars konar promo efni með verkinu,“ segir Eiríkur Örn Norðdal sem fékk rukkun vegna óheimilar myndbirtingar. Hann birti mynd á vefriti sínu Starafugli af ljóðskáldinu, fyrirsætunni og leikaranum Sölva Fannari með umfjöllun um ljóð hans. Myndstef sendi honum póst í hádeginu í dag þar sem segir að ábyrgðaraðili fyrir Starafugli, sem er Eiríkur, hafi af gögnum málsins að dæma ekki haft leyfi fyrir notkun myndarinnar. Þar er vísað til höfundalaga og einkaréttar höfunda til notkunar verka sinna. Í póstinum er Eiríki gert að hafa samband við Myndstef innan viku en ella áskilur Myndstef sér rétt til að gefa út reikning vegna notanna. „Að auki getur Myndstef krafist lögbanns á notkunina og skaðabóta því tengdu.” Eiríkur veit ekki hvernig hann á að snúa sér í málinu og hefur biðlað til lögfróðra vina sinna á Facebook um aðstoð. „Myndin er merkt höfundi og hafði áður birst í fjölmiðlum, með umfjöllun um Sölva,“ segir hann í stöðuuppfærslu. „Í greininni er fyrirbærið Sölvi Fannar til umfjöllunar, ímyndin einsog hún birtist á þessari mynd. Það var minn skilningur að þar með væri notkun myndarinnar innan rammans – eins og hvert annað plötukover,“ segir hann jafnframt og spyr hvort að hann ætti að „lúffa“ eins og hann orðar það eða láta reyna á hvort að þetta sé réttmætt.Ásgeir ljósmyndari segir höfundalög skýr. Mynd/RósaLjósmyndari segir höfundalög skýr En myndin sem um ræðir hefur birst víðsvegar í fjölmiðlum að undanförnu og vakti athygli. Myndina tók ljósmyndarinn Ásgeir Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Geirix. Hann innheimtir ekki sjálfur heldur sér Myndstef um það fyrir hönd ljósmyndara þeirra sem þeir eru með á sínum snærum. „Hún er gefin út fyrir mína hönd. Ef mynd er notuð án leyfis þá er innheimta.“ Hann segir lögin um höfundarétt vera skýr. „Ljósmynd, eða hvaða myndverk sem það er, er alltaf eign höfundar og myndrétturinn er eign höfundar.“ Hann segir þetta alltaf munu vera þannig enda mikilvægt fyrir listamenn. „Annars getum við bara lagt niður listsköpun í landinu.“ Eiríkur Örn taldi hins vegar myndina vera undirorpna því sem kallast „fair use“ sem gætu útlagst á íslensku sanngjörn notkun. „Þessi mynd er sú sem kom honum á kortið,“ útskýrir Eiríkur Örn í samtali við Vísi og segir hana vera stóran hluta af því hvernig hann kynnir sig og sín verk. „Það að ætla að fjalla um hann án þess að geta birt myndina er kjánalegt. Þá ertu bara með brot af sögunni.“ Eiríkur segir sektina ekkert gríðarháa þó. „En vefurinn er unninn í sjálfboðavinnu og ég er þegar að borga með honum,“ bætir hann við. Tengdar fréttir Kviknakinn á toppnum Mynd af Sölva Fannari Viðarssyni þar sem hann stendur kviknakinn á mosavöxnu fjalli með sverð á milli fótanna vakti athygli okkar. 28. apríl 2014 15:45 Sölvi Fannar hitti afmynduðu tvíburana "Einhverra hluta vegna hófu þeir að fara í lýtaaðgerðir og virðast hafa gengið aðeins of hratt um þær gleðinnar dyr.“ 26. maí 2014 13:15 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
„Ég hélt þetta væri eins og hver önnur birting á plötucoveri eða annars konar promo efni með verkinu,“ segir Eiríkur Örn Norðdal sem fékk rukkun vegna óheimilar myndbirtingar. Hann birti mynd á vefriti sínu Starafugli af ljóðskáldinu, fyrirsætunni og leikaranum Sölva Fannari með umfjöllun um ljóð hans. Myndstef sendi honum póst í hádeginu í dag þar sem segir að ábyrgðaraðili fyrir Starafugli, sem er Eiríkur, hafi af gögnum málsins að dæma ekki haft leyfi fyrir notkun myndarinnar. Þar er vísað til höfundalaga og einkaréttar höfunda til notkunar verka sinna. Í póstinum er Eiríki gert að hafa samband við Myndstef innan viku en ella áskilur Myndstef sér rétt til að gefa út reikning vegna notanna. „Að auki getur Myndstef krafist lögbanns á notkunina og skaðabóta því tengdu.” Eiríkur veit ekki hvernig hann á að snúa sér í málinu og hefur biðlað til lögfróðra vina sinna á Facebook um aðstoð. „Myndin er merkt höfundi og hafði áður birst í fjölmiðlum, með umfjöllun um Sölva,“ segir hann í stöðuuppfærslu. „Í greininni er fyrirbærið Sölvi Fannar til umfjöllunar, ímyndin einsog hún birtist á þessari mynd. Það var minn skilningur að þar með væri notkun myndarinnar innan rammans – eins og hvert annað plötukover,“ segir hann jafnframt og spyr hvort að hann ætti að „lúffa“ eins og hann orðar það eða láta reyna á hvort að þetta sé réttmætt.Ásgeir ljósmyndari segir höfundalög skýr. Mynd/RósaLjósmyndari segir höfundalög skýr En myndin sem um ræðir hefur birst víðsvegar í fjölmiðlum að undanförnu og vakti athygli. Myndina tók ljósmyndarinn Ásgeir Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Geirix. Hann innheimtir ekki sjálfur heldur sér Myndstef um það fyrir hönd ljósmyndara þeirra sem þeir eru með á sínum snærum. „Hún er gefin út fyrir mína hönd. Ef mynd er notuð án leyfis þá er innheimta.“ Hann segir lögin um höfundarétt vera skýr. „Ljósmynd, eða hvaða myndverk sem það er, er alltaf eign höfundar og myndrétturinn er eign höfundar.“ Hann segir þetta alltaf munu vera þannig enda mikilvægt fyrir listamenn. „Annars getum við bara lagt niður listsköpun í landinu.“ Eiríkur Örn taldi hins vegar myndina vera undirorpna því sem kallast „fair use“ sem gætu útlagst á íslensku sanngjörn notkun. „Þessi mynd er sú sem kom honum á kortið,“ útskýrir Eiríkur Örn í samtali við Vísi og segir hana vera stóran hluta af því hvernig hann kynnir sig og sín verk. „Það að ætla að fjalla um hann án þess að geta birt myndina er kjánalegt. Þá ertu bara með brot af sögunni.“ Eiríkur segir sektina ekkert gríðarháa þó. „En vefurinn er unninn í sjálfboðavinnu og ég er þegar að borga með honum,“ bætir hann við.
Tengdar fréttir Kviknakinn á toppnum Mynd af Sölva Fannari Viðarssyni þar sem hann stendur kviknakinn á mosavöxnu fjalli með sverð á milli fótanna vakti athygli okkar. 28. apríl 2014 15:45 Sölvi Fannar hitti afmynduðu tvíburana "Einhverra hluta vegna hófu þeir að fara í lýtaaðgerðir og virðast hafa gengið aðeins of hratt um þær gleðinnar dyr.“ 26. maí 2014 13:15 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Kviknakinn á toppnum Mynd af Sölva Fannari Viðarssyni þar sem hann stendur kviknakinn á mosavöxnu fjalli með sverð á milli fótanna vakti athygli okkar. 28. apríl 2014 15:45
Sölvi Fannar hitti afmynduðu tvíburana "Einhverra hluta vegna hófu þeir að fara í lýtaaðgerðir og virðast hafa gengið aðeins of hratt um þær gleðinnar dyr.“ 26. maí 2014 13:15
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent