Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 11:23 Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Mynd/Youtube-síða KSÍ Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. „Það var mjög mikilvægt að enda þetta á sigri sérstaklega í ljós þessi hvernig leikurinn var. Það hefði verið ótrúlega pirrandi að fara heim með jafntefli eða tap. Það var því gott að ná sigri,“ sagði Freyr í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson Norðfjörð, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, sem fylgdi íslensku stelpunum út til Kína. „Þær voru bara fínar í leiknum. Stelpurnar spiluðu boltanum vel á milli sín og komust í fullt af góðum færum. Við þurfum síðan að fara að hugsa um það núna að við erum ekki að taka nógu góðar ákvarðanir á síðasta þriðjungnum. Við höfum áður lent í þeim fasa eða fyrir tveimur árum síðan. Við leiðréttum það og það er eitthvað sem er í gangi núna,“ sagði Freyr. „Við erum án Hörpu (Þorsteinsdóttur) og Margrét (Lára Viðarsdóttir) er ekki á fullum krafti með okkur. Við erum því búin að missa þessa tvo fremstu leikmenn í burtu þótt að Margrét sé að reyna. Við reyndum að fá eins mikið út úr henni og við gátum á þessu móti. Við þurfum að aðlaga okkur og þetta mót fór aðeins í það,“ sagði Freyr. „Það er ótrúlega mikilvægt að vera búnar að hlaupa aðeins og lenda á nokkrum veggjum núna áður en við förum inn í nýtt ár. Ég er virkilega ánægður með þetta mót hjá okkur,“ sagði Freyr. „Það komu alveg frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti. Þetta var góð æfing og góðu ári er lokið. Ég er hrikalega sáttur,“ sagði Freyr. „Þetta mót var mikil upplifun og skemmtun. Ætli ég verði ekki að koma líka inn með orðin hiti og raki. Það er frábært að upplifa það að spila við þannig aðstæður,“ sagði Freyr. Það er sjá að finna allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. „Það var mjög mikilvægt að enda þetta á sigri sérstaklega í ljós þessi hvernig leikurinn var. Það hefði verið ótrúlega pirrandi að fara heim með jafntefli eða tap. Það var því gott að ná sigri,“ sagði Freyr í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson Norðfjörð, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, sem fylgdi íslensku stelpunum út til Kína. „Þær voru bara fínar í leiknum. Stelpurnar spiluðu boltanum vel á milli sín og komust í fullt af góðum færum. Við þurfum síðan að fara að hugsa um það núna að við erum ekki að taka nógu góðar ákvarðanir á síðasta þriðjungnum. Við höfum áður lent í þeim fasa eða fyrir tveimur árum síðan. Við leiðréttum það og það er eitthvað sem er í gangi núna,“ sagði Freyr. „Við erum án Hörpu (Þorsteinsdóttur) og Margrét (Lára Viðarsdóttir) er ekki á fullum krafti með okkur. Við erum því búin að missa þessa tvo fremstu leikmenn í burtu þótt að Margrét sé að reyna. Við reyndum að fá eins mikið út úr henni og við gátum á þessu móti. Við þurfum að aðlaga okkur og þetta mót fór aðeins í það,“ sagði Freyr. „Það er ótrúlega mikilvægt að vera búnar að hlaupa aðeins og lenda á nokkrum veggjum núna áður en við förum inn í nýtt ár. Ég er virkilega ánægður með þetta mót hjá okkur,“ sagði Freyr. „Það komu alveg frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti. Þetta var góð æfing og góðu ári er lokið. Ég er hrikalega sáttur,“ sagði Freyr. „Þetta mót var mikil upplifun og skemmtun. Ætli ég verði ekki að koma líka inn með orðin hiti og raki. Það er frábært að upplifa það að spila við þannig aðstæður,“ sagði Freyr. Það er sjá að finna allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30
Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04