Dagný: Mikilvægt að vinna síðasta leik ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 11:37 Dagný Brynjarsdóttir. Mynd/Youtube-síða KSÍ Dagný Brynjarsdóttir var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. Dagný var með fyrirliðaband íslenska liðsins í fjarveru Margrétar Láru Viðarsdóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. „Við stefndum á sigur í dag og það var mikilvægt að vinna síðasta leik ársins. Við erum búnar spila vel á þessu ári. Við höfðum heldur ekki unnið síðan að við töpuðum á móti Skotum og það var því mikilvægt að enda mótið á sigri,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson Norðfjörð, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, sem fylgdi íslensku stelpunum út til Kína. „Við vorum með yfirburði allan tímann og héldum boltanum vel og vorum að skapa okkur færi. Við hefðum þurft að vera aðeins betri í kringum vítateiginn því við vorum að fá mikið af hálffærum. Við náðum einhvern veginn ekki að klára færin okkar en það er eitthvað sem við getum unnið í,“ sagði Dagný. „Ég viðurkenni það alveg að það var frekar pirrandi að þær voru í jörðinni allan tímann. Það tók allt langan tíma hjá þeim hvort sem það voru innköst, aukaspyrnur eða þegar markvörðurinn var með boltann. Svo lágu þær líka í grasinu við minnstu snertingu. Það er mikilvægt að halda einbeitingu á móti svona andstæðingum. Það getur oft verið erfitt en mér fannst við gera það vel í dag,“ sagði Dagný. „Þær lágu aftarlega og voru að tefja en við náðum að setja eitt mark. Það var nóg. Það var líka gott fyrir okkur að halda hreinu því við höfðum ekki náð því hér úti í Kína. Það var því gott að enda þetta á sigri og að halda hreinu,“ sagði Dagný. „Mótið var fínt hjá okkur. Auðvitað hefðum við vilja vinna Dani sem var leikur sem var í okkar höndum. Við vorum að prófa nýtt leikkerfi og allir í hópnum fengu stórt hlutverk. Við vorum saman hér í tíu daga sem var mjög mikilvægt fyrir hópinn. Þetta er búin að vera mikil reynsla,“ sagði Dagný. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Freyr: Frammistaðan langt frá okkar besta "Ég er bara óánægður að tapa, þetta var ekki leikur sem við þurftum að tapa,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag. 22. október 2016 15:26 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23 Glódís: Vorum orkulausar í síðari hálfleiknum „Við erum mjög svekktar. Mér fannst við betri í þessum leik og í fyrri hálfleik eigum við leikinn, þær fá tvær sóknir og skora eitt mark,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag. 22. október 2016 15:44 Vel tekið á móti stelpunum okkar í skóla í Chongqing | Eins og Justin Bieber væri mættur á svæðið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú statt í Kína þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti með heimakonum og tveimur öðrum þjóðum. 21. október 2016 13:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. Dagný var með fyrirliðaband íslenska liðsins í fjarveru Margrétar Láru Viðarsdóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. „Við stefndum á sigur í dag og það var mikilvægt að vinna síðasta leik ársins. Við erum búnar spila vel á þessu ári. Við höfðum heldur ekki unnið síðan að við töpuðum á móti Skotum og það var því mikilvægt að enda mótið á sigri,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson Norðfjörð, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, sem fylgdi íslensku stelpunum út til Kína. „Við vorum með yfirburði allan tímann og héldum boltanum vel og vorum að skapa okkur færi. Við hefðum þurft að vera aðeins betri í kringum vítateiginn því við vorum að fá mikið af hálffærum. Við náðum einhvern veginn ekki að klára færin okkar en það er eitthvað sem við getum unnið í,“ sagði Dagný. „Ég viðurkenni það alveg að það var frekar pirrandi að þær voru í jörðinni allan tímann. Það tók allt langan tíma hjá þeim hvort sem það voru innköst, aukaspyrnur eða þegar markvörðurinn var með boltann. Svo lágu þær líka í grasinu við minnstu snertingu. Það er mikilvægt að halda einbeitingu á móti svona andstæðingum. Það getur oft verið erfitt en mér fannst við gera það vel í dag,“ sagði Dagný. „Þær lágu aftarlega og voru að tefja en við náðum að setja eitt mark. Það var nóg. Það var líka gott fyrir okkur að halda hreinu því við höfðum ekki náð því hér úti í Kína. Það var því gott að enda þetta á sigri og að halda hreinu,“ sagði Dagný. „Mótið var fínt hjá okkur. Auðvitað hefðum við vilja vinna Dani sem var leikur sem var í okkar höndum. Við vorum að prófa nýtt leikkerfi og allir í hópnum fengu stórt hlutverk. Við vorum saman hér í tíu daga sem var mjög mikilvægt fyrir hópinn. Þetta er búin að vera mikil reynsla,“ sagði Dagný.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Freyr: Frammistaðan langt frá okkar besta "Ég er bara óánægður að tapa, þetta var ekki leikur sem við þurftum að tapa,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag. 22. október 2016 15:26 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23 Glódís: Vorum orkulausar í síðari hálfleiknum „Við erum mjög svekktar. Mér fannst við betri í þessum leik og í fyrri hálfleik eigum við leikinn, þær fá tvær sóknir og skora eitt mark,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag. 22. október 2016 15:44 Vel tekið á móti stelpunum okkar í skóla í Chongqing | Eins og Justin Bieber væri mættur á svæðið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú statt í Kína þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti með heimakonum og tveimur öðrum þjóðum. 21. október 2016 13:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30
Freyr: Frammistaðan langt frá okkar besta "Ég er bara óánægður að tapa, þetta var ekki leikur sem við þurftum að tapa,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag. 22. október 2016 15:26
Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04
Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23
Glódís: Vorum orkulausar í síðari hálfleiknum „Við erum mjög svekktar. Mér fannst við betri í þessum leik og í fyrri hálfleik eigum við leikinn, þær fá tvær sóknir og skora eitt mark,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag. 22. október 2016 15:44
Vel tekið á móti stelpunum okkar í skóla í Chongqing | Eins og Justin Bieber væri mættur á svæðið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú statt í Kína þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti með heimakonum og tveimur öðrum þjóðum. 21. október 2016 13:00