Fimm til sjö manns alvarlega slasaðir eftir rútuslysið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. október 2016 12:05 Fimm til sjö manns eru alvarlega slasaðir eftir rútuslys sem varð skömmu eftir klukkan 10 í morgun á Þingvallavegi við Skálafellsafleggjarann. Þetta kom fram í samtali fréttastofu við Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans nú rétt fyrir klukkan 12. Meirihluti farþega rútunnar eru kínverskir en ökumaður og leiðsögumaður eru íslenskir. „Þetta er alvarlegt rútuslys. Það var 41 farþegi um borð og það eru margir alvarlega slasaðir. Fimmtán fara á heilsugæsluna í Mosfellsbæ, það eru fjórir nokkuð verr slasaðir sem koma hingað á Landspítalann í Fossvogi og svo eru að minnsta kosti fimm sem eru alvarlega slasaðir og eru á leiðinni, einn er reyndar kominn,“ segir Páll. Páll segir að búið sé að virkja viðbragðsáætlun spítalans. „Spítalinn er á gulu stigi og það er sjaldgæft en það er gert þegar alvarlegir atburðir eiga sér stað. Blóðbankinn er tilbúinn sem og gjörgæslan og það er allt tilbúið til að taka við þeim slösuðu.“ Spurður nánar út í hversu margir séu alvarlega slasaðir segir Páll að þeir séu á bilinu fimm til sjö. Hann segist vona að sú tala muni ekki hækka. „Vonandi lækkar hún. Sjúklingar eru flokkaðir á vettvangi og svona yfirleitt hafa menn nokkuð rétt fyrir sér.“Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vettvangi í morgun og tók myndirnar að neðan. Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Rútuslys á Þingvallavegi Nokkrir tugir farþega voru í rútunni. 25. október 2016 10:37 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fimm til sjö manns eru alvarlega slasaðir eftir rútuslys sem varð skömmu eftir klukkan 10 í morgun á Þingvallavegi við Skálafellsafleggjarann. Þetta kom fram í samtali fréttastofu við Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans nú rétt fyrir klukkan 12. Meirihluti farþega rútunnar eru kínverskir en ökumaður og leiðsögumaður eru íslenskir. „Þetta er alvarlegt rútuslys. Það var 41 farþegi um borð og það eru margir alvarlega slasaðir. Fimmtán fara á heilsugæsluna í Mosfellsbæ, það eru fjórir nokkuð verr slasaðir sem koma hingað á Landspítalann í Fossvogi og svo eru að minnsta kosti fimm sem eru alvarlega slasaðir og eru á leiðinni, einn er reyndar kominn,“ segir Páll. Páll segir að búið sé að virkja viðbragðsáætlun spítalans. „Spítalinn er á gulu stigi og það er sjaldgæft en það er gert þegar alvarlegir atburðir eiga sér stað. Blóðbankinn er tilbúinn sem og gjörgæslan og það er allt tilbúið til að taka við þeim slösuðu.“ Spurður nánar út í hversu margir séu alvarlega slasaðir segir Páll að þeir séu á bilinu fimm til sjö. Hann segist vona að sú tala muni ekki hækka. „Vonandi lækkar hún. Sjúklingar eru flokkaðir á vettvangi og svona yfirleitt hafa menn nokkuð rétt fyrir sér.“Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vettvangi í morgun og tók myndirnar að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Rútuslys á Þingvallavegi Nokkrir tugir farþega voru í rútunni. 25. október 2016 10:37 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira