Samfylkingin og Björt framtíð gætu dottið út af þingi Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2016 19:30 Samfylkingin og Björt framtíð eru í raunverulegri hættu á að detta út af þingi að mati stjórnmálafræðings. Óvissan fyrir komandi kosingar sé óvenju mikil svo skömmu fyrir kjördag og erfitt að spá fyrir um úrslitin og hvaða stjórnarmynstur sé í spilunum. Mikil hreyfing hefur verið á fylgi stjórnmálaflokkanna á undanförnum vikum. En nú þegar þrír dagar eru til kosninga eru mun fleiri ákveðnir í könnun Stöðvar 2, Fréttablaðins og Vísis en áður um hvað þeir ætla að kjósa, eða 76,6 prósent þeirra sem taka afstöðu. Hvað sem öðru líður er óhætt að fullyrða að miklar breytingar verða á samsetningu þingflokka eftir kosningar. Framsóknarflokkurinn er að tapa miklu fylgi frá kosningunum 2013 en bætir aðeins við sig fylgi samkvæmt okkar nýjustu könnun sem gerð var í gær og fyrradag, er nú með 11,2 prósent. Það sama á við Sjálfstæðisflokkinn sem mælist nú með 25,1 prósent sem er ekki langt frá fylginu í síðustu kosningum. Samfylkingin hefur hins vegar tapað fylgi í síðustu þremur könnunum okkar og mælist nú aðeins einu prósentustigi yfir fimm prósentalágmarkinu sem þarf til að koma fólki á þing. Vinstri græn mælast nú með 16,4 prósent en var með 19,2 prósent í könnun okkar í síðustu viku og Björt framtíð hefur einnig misst fylgi frá því í síðustu viku, mælist nú með 5,1 prósent og er því rétt við það að detta af þingi.Kannanir nákvæmari eftir því sem nær dregur kosningum Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að kannanir verði nákvæmari eftir því sem nær dragi kosningum enda hafi þá fleiri gert upp hug sinn. Ef fylgið verði í líkingu við það sem fram komi í könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis, séu bæði Samfylkingin og Björt framtíð í hættu á að falla af þingi. Hins vegar hafi óvissafyrir kosningar sjaldan verði meiri en nú og erfitt að spá fyrir um hvað kjósendur ákveða á endanum. Píratar eru enn á mikilli siglingu þótt þeir hafi dalað frá því í könnun okkar í þarsíðustu viku, mælast nú með 20,3 prósent. Viðreisn sækir í sig veðrið og er komin upp fyrir tíu prósentin, mælist nú með 10,8 prósent en var með 6,6 prósent í könnun okkar þar á undan. Ef þetta yrðu úrslit kosninga myndi staðan breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu úr 38 þingmönnum í 24, tólf færu frá Framsóknarflokknum og tveir frá Sjálfstæðisflokkum, sem hefði þá sautján þingmenn. Aðrir flokkar hafa 25 þingmenn á Alþingi í dag, en hefðu 39 að loknum kosningum. Mestu munar þar um fjölgun þingmann Pírata úr þremur í 14 og Vinstri grænna úr sjö í ellefu. Viðreisn fengi samkvæmt þessari könnun sjö þingmenn eins og Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin fengi fjóra, missti fimm og Björt framtíð myndi tapa þremur þingmönnum og fá þrjá kjörna. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Samfylkingin og Björt framtíð eru í raunverulegri hættu á að detta út af þingi að mati stjórnmálafræðings. Óvissan fyrir komandi kosingar sé óvenju mikil svo skömmu fyrir kjördag og erfitt að spá fyrir um úrslitin og hvaða stjórnarmynstur sé í spilunum. Mikil hreyfing hefur verið á fylgi stjórnmálaflokkanna á undanförnum vikum. En nú þegar þrír dagar eru til kosninga eru mun fleiri ákveðnir í könnun Stöðvar 2, Fréttablaðins og Vísis en áður um hvað þeir ætla að kjósa, eða 76,6 prósent þeirra sem taka afstöðu. Hvað sem öðru líður er óhætt að fullyrða að miklar breytingar verða á samsetningu þingflokka eftir kosningar. Framsóknarflokkurinn er að tapa miklu fylgi frá kosningunum 2013 en bætir aðeins við sig fylgi samkvæmt okkar nýjustu könnun sem gerð var í gær og fyrradag, er nú með 11,2 prósent. Það sama á við Sjálfstæðisflokkinn sem mælist nú með 25,1 prósent sem er ekki langt frá fylginu í síðustu kosningum. Samfylkingin hefur hins vegar tapað fylgi í síðustu þremur könnunum okkar og mælist nú aðeins einu prósentustigi yfir fimm prósentalágmarkinu sem þarf til að koma fólki á þing. Vinstri græn mælast nú með 16,4 prósent en var með 19,2 prósent í könnun okkar í síðustu viku og Björt framtíð hefur einnig misst fylgi frá því í síðustu viku, mælist nú með 5,1 prósent og er því rétt við það að detta af þingi.Kannanir nákvæmari eftir því sem nær dregur kosningum Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að kannanir verði nákvæmari eftir því sem nær dragi kosningum enda hafi þá fleiri gert upp hug sinn. Ef fylgið verði í líkingu við það sem fram komi í könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis, séu bæði Samfylkingin og Björt framtíð í hættu á að falla af þingi. Hins vegar hafi óvissafyrir kosningar sjaldan verði meiri en nú og erfitt að spá fyrir um hvað kjósendur ákveða á endanum. Píratar eru enn á mikilli siglingu þótt þeir hafi dalað frá því í könnun okkar í þarsíðustu viku, mælast nú með 20,3 prósent. Viðreisn sækir í sig veðrið og er komin upp fyrir tíu prósentin, mælist nú með 10,8 prósent en var með 6,6 prósent í könnun okkar þar á undan. Ef þetta yrðu úrslit kosninga myndi staðan breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu úr 38 þingmönnum í 24, tólf færu frá Framsóknarflokknum og tveir frá Sjálfstæðisflokkum, sem hefði þá sautján þingmenn. Aðrir flokkar hafa 25 þingmenn á Alþingi í dag, en hefðu 39 að loknum kosningum. Mestu munar þar um fjölgun þingmann Pírata úr þremur í 14 og Vinstri grænna úr sjö í ellefu. Viðreisn fengi samkvæmt þessari könnun sjö þingmenn eins og Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin fengi fjóra, missti fimm og Björt framtíð myndi tapa þremur þingmönnum og fá þrjá kjörna.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent