Dæmigert leiðinda haustveður á kjördag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2016 11:36 Það verður frekar leiðinlegt veður á kjördag en það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að kjósendur komist á kjörstað. Vísir/GVA Það er ekki spáð neitt sérstaklega góðu veðri á laugardaginn þegar þjóðin gengur til þingkosninga. Veðurspáin hljóðar upp á rigningu og hvassviðri á sunnanverðu landinu og þá byrjar að snjóa á norðanverðu landinu um hádegisbil. „Það hvessir á laugardaginn með slyddu og rigningu á sunnanverðu landinu. Þá byrjar að snjóa um hádegisbil fyrir norðan en seinni partinn ætti að hlýna á láglendi þannig að snjókoman verður orðin að ringinu seint á laugardaginn,“ segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Þó gæti ennþá snjóað á heiðum og fjallvegum að sögn Haraldar en um kvöldið ættu hlýindin að hafa náð þangað líka segir hann. Þá er því spáð að það verði nokkuð hvasst eða um 13 til 18 metrar á sekúndu.Þannig að þetta er bara dæmigert leiðinda haustveður? „Já, þetta er það, dæmigert leiðinda haustveður.“ Haraldur segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir kjósendur að komast á kjörstað. Helsta spurningin er hvernig gengur að koma atkvæðum í talningu en í Morgunblaðinu í dag er rætt við Gest Jónsson formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, víðfeðmasta kjördæmi landsins. Yfirleitt eru kjörkassar fluttir frá Egilsstöðum til Akureyrar, þar sem talið er, með flugi en þar sem tvísýnt gæti orðið með flug vegna veðurs og færð getur mögulega spillst er spurningin hvernig ganga mun með talningu fyrir norðan. Gestur segir við Morgunblaðið að yfirkjörstjórn fundi í dag til að leggja línurnar varðandi það hvað gera skuli ef upp kemur sú staða að talning atkvæða frestist fram á sunnudag. Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt vef Veðurstofunnar:Suðvestan- og vestanátt, víða 8 til 13 metrar á sekúndu og skúrir eða él, en yfirleitt þurrt austanlands. Hægari vindur og úrkomulítið annað kvöld. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast austast.Á laugardag:Gengur í austan og suðaustan 13 til 18 metra á sekúndu með slyddu og síðar rigningu, fyrst suðvestanlands, en slyddu eða snjókomu fyrir norðan fram eftir degi. Hlýnandi veður, rigning um allt land um kvöldið og fer að draga úr vindi.Á sunnudag:Sunnan- og suðvestanátt, víða 8 til 15 metrar á sekúndu og rigning eða skúrir, en léttir til á norðaustanverðu landinu. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig.Á mánudag:Norðvestanátt og snjókoma eða él fyrir norðan, annars úrkomulítið. Léttir til sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Minnkandi norðvestanátt og dálítil él austanlands, annars hægur vindur og bjart með köflum. Hiti kringum frostmark.Á miðvikudag:Sunnanátt og dálítil rigning, en þurrt og bjart veður á austanverðu landinu. Hlýnar heldur vestan til. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Kosningabaráttan er á lokametrunum. Framboð til Alþingis leitast við að auglýsa á samfélagsmiðlum sökum þess hve dýr hefðbundin kosningabarátta er. Myndir og myndbönd hafa vakið mikla athygli á Facebook. 26. október 2016 07:00 Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Það er ekki spáð neitt sérstaklega góðu veðri á laugardaginn þegar þjóðin gengur til þingkosninga. Veðurspáin hljóðar upp á rigningu og hvassviðri á sunnanverðu landinu og þá byrjar að snjóa á norðanverðu landinu um hádegisbil. „Það hvessir á laugardaginn með slyddu og rigningu á sunnanverðu landinu. Þá byrjar að snjóa um hádegisbil fyrir norðan en seinni partinn ætti að hlýna á láglendi þannig að snjókoman verður orðin að ringinu seint á laugardaginn,“ segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Þó gæti ennþá snjóað á heiðum og fjallvegum að sögn Haraldar en um kvöldið ættu hlýindin að hafa náð þangað líka segir hann. Þá er því spáð að það verði nokkuð hvasst eða um 13 til 18 metrar á sekúndu.Þannig að þetta er bara dæmigert leiðinda haustveður? „Já, þetta er það, dæmigert leiðinda haustveður.“ Haraldur segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir kjósendur að komast á kjörstað. Helsta spurningin er hvernig gengur að koma atkvæðum í talningu en í Morgunblaðinu í dag er rætt við Gest Jónsson formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, víðfeðmasta kjördæmi landsins. Yfirleitt eru kjörkassar fluttir frá Egilsstöðum til Akureyrar, þar sem talið er, með flugi en þar sem tvísýnt gæti orðið með flug vegna veðurs og færð getur mögulega spillst er spurningin hvernig ganga mun með talningu fyrir norðan. Gestur segir við Morgunblaðið að yfirkjörstjórn fundi í dag til að leggja línurnar varðandi það hvað gera skuli ef upp kemur sú staða að talning atkvæða frestist fram á sunnudag. Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt vef Veðurstofunnar:Suðvestan- og vestanátt, víða 8 til 13 metrar á sekúndu og skúrir eða él, en yfirleitt þurrt austanlands. Hægari vindur og úrkomulítið annað kvöld. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast austast.Á laugardag:Gengur í austan og suðaustan 13 til 18 metra á sekúndu með slyddu og síðar rigningu, fyrst suðvestanlands, en slyddu eða snjókomu fyrir norðan fram eftir degi. Hlýnandi veður, rigning um allt land um kvöldið og fer að draga úr vindi.Á sunnudag:Sunnan- og suðvestanátt, víða 8 til 15 metrar á sekúndu og rigning eða skúrir, en léttir til á norðaustanverðu landinu. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig.Á mánudag:Norðvestanátt og snjókoma eða él fyrir norðan, annars úrkomulítið. Léttir til sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Minnkandi norðvestanátt og dálítil él austanlands, annars hægur vindur og bjart með köflum. Hiti kringum frostmark.Á miðvikudag:Sunnanátt og dálítil rigning, en þurrt og bjart veður á austanverðu landinu. Hlýnar heldur vestan til.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Kosningabaráttan er á lokametrunum. Framboð til Alþingis leitast við að auglýsa á samfélagsmiðlum sökum þess hve dýr hefðbundin kosningabarátta er. Myndir og myndbönd hafa vakið mikla athygli á Facebook. 26. október 2016 07:00 Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Kosningabaráttan er á lokametrunum. Framboð til Alþingis leitast við að auglýsa á samfélagsmiðlum sökum þess hve dýr hefðbundin kosningabarátta er. Myndir og myndbönd hafa vakið mikla athygli á Facebook. 26. október 2016 07:00
Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15
Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35