Gunnar Bragi: „Mér urðu á smávægileg mistök“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. október 2016 16:31 Gunnar Bragi er ánægður með nýja stjórn Matís. Vísir/Stefán „Ég gekk í þetta verk núna og mér urðu á smávægileg mistök. Ég taldi mig hafa jáyrði frá einstaklingi í formennskuna. Það reyndist rangt. Ég fór þá í að leiðrétta það en það er það sem við erum að gera núna,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um skipan einstaklinga í stjórn Matís. Brynhildur Davíðsdóttir hafði verið skipuð til að gegna formennsku í stjórninni og hafði hún verið kjörin á aðalfundi. Hún hafði hinsvegar hafnað boðinu um stjórnarsetuna. Gunnar Bragi hefur gert það að tillögu sinni að Sjöfn Sigurgísladóttir taki við formennskunni. „Ætlun mín var að hafa stjórnarformanninn úr háskólasamfélaginu, með slíka reynslu. Ég er mjög ánægður með að Sjöfn Sigurgísladóttir ætlar að taka þetta að sér. Hún var forstjóri Matís einu sinni þannig að ég er kátur með þetta.“Sjá: Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum. Friðrik Friðriksson, fráfarandi formaður stjórnarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið að vinnubrögð Gunnars Braga væru ámælisverð. „Í ljós hefur komið að einn af þeim sem stillt var upp af ráðherra hafði þegar afþakkað setu í stjórn áður en til fundarins kom, en var kjörinn samt. Þess utan voru samþykktir félagsins brotnar með því að framboð til stjórnar lá ekki fyrir fimm dögum fyrir fund,“ segir Friðrik. Gunnar Bragi er ekki þeirrar skoðunar að hann hafi sýnt fram á ámælisverð vinnubrögð. Gunnar Bragi skipaði þá aðstoðarmann sinn, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, og Viggó Jónsson, aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís.Sjá: Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmanna sinn í stjórn Matís. Þetta hefur sætt gagnrýni enda stutt í að kjörtímabilinu lýkur. Gunnar Bragi blæs á slíka gagnrýni og segir að tafir á málinu í sumar orsaki það að skipunin gekk í gegn svo seint. „Út úr stjórninni fóru aðilar sem tengjast bæði Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og in fara aðilar sem tengjast báðum flokkum. Allt hæfir einstaklingar með góða reynslu og góða menntun. Þannig að ég blæs á slíkt,“ segir hann. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum Brynhildur Davíðsdóttir prófessor sem kjörin var í stjórn Matís að henni forspurðri tekur ekki sætið. Afsettur stjórnarformaður telur að boða þurfi nýjan aðalfund og kjósa alla stjórnina að nýju. Því hafnar ráðuneytisstjóri sj 27. október 2016 07:00 Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Ég gekk í þetta verk núna og mér urðu á smávægileg mistök. Ég taldi mig hafa jáyrði frá einstaklingi í formennskuna. Það reyndist rangt. Ég fór þá í að leiðrétta það en það er það sem við erum að gera núna,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um skipan einstaklinga í stjórn Matís. Brynhildur Davíðsdóttir hafði verið skipuð til að gegna formennsku í stjórninni og hafði hún verið kjörin á aðalfundi. Hún hafði hinsvegar hafnað boðinu um stjórnarsetuna. Gunnar Bragi hefur gert það að tillögu sinni að Sjöfn Sigurgísladóttir taki við formennskunni. „Ætlun mín var að hafa stjórnarformanninn úr háskólasamfélaginu, með slíka reynslu. Ég er mjög ánægður með að Sjöfn Sigurgísladóttir ætlar að taka þetta að sér. Hún var forstjóri Matís einu sinni þannig að ég er kátur með þetta.“Sjá: Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum. Friðrik Friðriksson, fráfarandi formaður stjórnarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið að vinnubrögð Gunnars Braga væru ámælisverð. „Í ljós hefur komið að einn af þeim sem stillt var upp af ráðherra hafði þegar afþakkað setu í stjórn áður en til fundarins kom, en var kjörinn samt. Þess utan voru samþykktir félagsins brotnar með því að framboð til stjórnar lá ekki fyrir fimm dögum fyrir fund,“ segir Friðrik. Gunnar Bragi er ekki þeirrar skoðunar að hann hafi sýnt fram á ámælisverð vinnubrögð. Gunnar Bragi skipaði þá aðstoðarmann sinn, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, og Viggó Jónsson, aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís.Sjá: Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmanna sinn í stjórn Matís. Þetta hefur sætt gagnrýni enda stutt í að kjörtímabilinu lýkur. Gunnar Bragi blæs á slíka gagnrýni og segir að tafir á málinu í sumar orsaki það að skipunin gekk í gegn svo seint. „Út úr stjórninni fóru aðilar sem tengjast bæði Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og in fara aðilar sem tengjast báðum flokkum. Allt hæfir einstaklingar með góða reynslu og góða menntun. Þannig að ég blæs á slíkt,“ segir hann.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum Brynhildur Davíðsdóttir prófessor sem kjörin var í stjórn Matís að henni forspurðri tekur ekki sætið. Afsettur stjórnarformaður telur að boða þurfi nýjan aðalfund og kjósa alla stjórnina að nýju. Því hafnar ráðuneytisstjóri sj 27. október 2016 07:00 Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum Brynhildur Davíðsdóttir prófessor sem kjörin var í stjórn Matís að henni forspurðri tekur ekki sætið. Afsettur stjórnarformaður telur að boða þurfi nýjan aðalfund og kjósa alla stjórnina að nýju. Því hafnar ráðuneytisstjóri sj 27. október 2016 07:00
Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent