Gunnar Bragi: „Mér urðu á smávægileg mistök“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. október 2016 16:31 Gunnar Bragi er ánægður með nýja stjórn Matís. Vísir/Stefán „Ég gekk í þetta verk núna og mér urðu á smávægileg mistök. Ég taldi mig hafa jáyrði frá einstaklingi í formennskuna. Það reyndist rangt. Ég fór þá í að leiðrétta það en það er það sem við erum að gera núna,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um skipan einstaklinga í stjórn Matís. Brynhildur Davíðsdóttir hafði verið skipuð til að gegna formennsku í stjórninni og hafði hún verið kjörin á aðalfundi. Hún hafði hinsvegar hafnað boðinu um stjórnarsetuna. Gunnar Bragi hefur gert það að tillögu sinni að Sjöfn Sigurgísladóttir taki við formennskunni. „Ætlun mín var að hafa stjórnarformanninn úr háskólasamfélaginu, með slíka reynslu. Ég er mjög ánægður með að Sjöfn Sigurgísladóttir ætlar að taka þetta að sér. Hún var forstjóri Matís einu sinni þannig að ég er kátur með þetta.“Sjá: Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum. Friðrik Friðriksson, fráfarandi formaður stjórnarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið að vinnubrögð Gunnars Braga væru ámælisverð. „Í ljós hefur komið að einn af þeim sem stillt var upp af ráðherra hafði þegar afþakkað setu í stjórn áður en til fundarins kom, en var kjörinn samt. Þess utan voru samþykktir félagsins brotnar með því að framboð til stjórnar lá ekki fyrir fimm dögum fyrir fund,“ segir Friðrik. Gunnar Bragi er ekki þeirrar skoðunar að hann hafi sýnt fram á ámælisverð vinnubrögð. Gunnar Bragi skipaði þá aðstoðarmann sinn, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, og Viggó Jónsson, aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís.Sjá: Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmanna sinn í stjórn Matís. Þetta hefur sætt gagnrýni enda stutt í að kjörtímabilinu lýkur. Gunnar Bragi blæs á slíka gagnrýni og segir að tafir á málinu í sumar orsaki það að skipunin gekk í gegn svo seint. „Út úr stjórninni fóru aðilar sem tengjast bæði Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og in fara aðilar sem tengjast báðum flokkum. Allt hæfir einstaklingar með góða reynslu og góða menntun. Þannig að ég blæs á slíkt,“ segir hann. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum Brynhildur Davíðsdóttir prófessor sem kjörin var í stjórn Matís að henni forspurðri tekur ekki sætið. Afsettur stjórnarformaður telur að boða þurfi nýjan aðalfund og kjósa alla stjórnina að nýju. Því hafnar ráðuneytisstjóri sj 27. október 2016 07:00 Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Ég gekk í þetta verk núna og mér urðu á smávægileg mistök. Ég taldi mig hafa jáyrði frá einstaklingi í formennskuna. Það reyndist rangt. Ég fór þá í að leiðrétta það en það er það sem við erum að gera núna,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um skipan einstaklinga í stjórn Matís. Brynhildur Davíðsdóttir hafði verið skipuð til að gegna formennsku í stjórninni og hafði hún verið kjörin á aðalfundi. Hún hafði hinsvegar hafnað boðinu um stjórnarsetuna. Gunnar Bragi hefur gert það að tillögu sinni að Sjöfn Sigurgísladóttir taki við formennskunni. „Ætlun mín var að hafa stjórnarformanninn úr háskólasamfélaginu, með slíka reynslu. Ég er mjög ánægður með að Sjöfn Sigurgísladóttir ætlar að taka þetta að sér. Hún var forstjóri Matís einu sinni þannig að ég er kátur með þetta.“Sjá: Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum. Friðrik Friðriksson, fráfarandi formaður stjórnarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið að vinnubrögð Gunnars Braga væru ámælisverð. „Í ljós hefur komið að einn af þeim sem stillt var upp af ráðherra hafði þegar afþakkað setu í stjórn áður en til fundarins kom, en var kjörinn samt. Þess utan voru samþykktir félagsins brotnar með því að framboð til stjórnar lá ekki fyrir fimm dögum fyrir fund,“ segir Friðrik. Gunnar Bragi er ekki þeirrar skoðunar að hann hafi sýnt fram á ámælisverð vinnubrögð. Gunnar Bragi skipaði þá aðstoðarmann sinn, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, og Viggó Jónsson, aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís.Sjá: Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmanna sinn í stjórn Matís. Þetta hefur sætt gagnrýni enda stutt í að kjörtímabilinu lýkur. Gunnar Bragi blæs á slíka gagnrýni og segir að tafir á málinu í sumar orsaki það að skipunin gekk í gegn svo seint. „Út úr stjórninni fóru aðilar sem tengjast bæði Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og in fara aðilar sem tengjast báðum flokkum. Allt hæfir einstaklingar með góða reynslu og góða menntun. Þannig að ég blæs á slíkt,“ segir hann.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum Brynhildur Davíðsdóttir prófessor sem kjörin var í stjórn Matís að henni forspurðri tekur ekki sætið. Afsettur stjórnarformaður telur að boða þurfi nýjan aðalfund og kjósa alla stjórnina að nýju. Því hafnar ráðuneytisstjóri sj 27. október 2016 07:00 Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum Brynhildur Davíðsdóttir prófessor sem kjörin var í stjórn Matís að henni forspurðri tekur ekki sætið. Afsettur stjórnarformaður telur að boða þurfi nýjan aðalfund og kjósa alla stjórnina að nýju. Því hafnar ráðuneytisstjóri sj 27. október 2016 07:00
Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00